Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Síða 24

Víkurfréttir - 18.02.1988, Síða 24
mun ýtitUt Fimmtudagur 18. febrúar 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN KARP VIÐ AFGREIÐSLU fjárhagsAætlunar Fjárhagsáætlun Keflavíkur- bæjar var naumlega samþykkt á í'undi bæjarstjórnar Kefla- víkur á þriðjudaginn. Mjög harðar umræður urðu á fund- inum, þar sem meirihlutinn sakaði minnihlutann m.a. um að vera óábyrga gerða sinna. Minnihlutinn vísaði þessu á bug sem rökleysu og sagðist ekki geta sætt sig við vinnu- brögð meirihlutans, þar sem fjárhagsáætluninni hefði víða verið breytt án samráðs við þá milli fyrri og síðari umræðu í bæjarstjórn. Mátti merkja skapvonsku sumra meirihlutamanna undir umræðunum í hita leiksins. En að lokum var fjárhagsáætlun- in samþykkt með atkvæðum meirihlutans, en minnihlutinn gerði sérstaka bókun og lagði fram fyrirspurn, sem voru svo- hljóðandi: BÓKUN: Fjárhagsáætlun sú sem lögð var fram I bæjarstjórn 26. janúar sl. var unnin af bæjarráði ásamt bæj- arstjóra, og hvað varðar rekstrar- liði var hún unnin i fullu samstarfi við fulltrúa minnihlutans. Hvað varðar tekjuliði var stuðst við upp- lýsingar bæjarritara og bæjar- stjóra án athugasemda. Hér, við þessa seinni umræðu, er lögð fram fjárhagsáætlun sem í stórum dráttum cr mjög frábrugðin þeirri áætlun scm unnin var i bæjarráði, en í henni kom fram að rekstrarafgangur væri 66,6 mkr., en í þeirri sem hér liggur frammi er rekstrarafgangur 95,1 mkr. Hvað varðar tekjur þá var gert ráð fyrir að þær yrðu 460,6 mkr., en í þeirri áætlun sem hér liggur fyrir er gert ráð fyrir að tekjur verði 476,8 mkr. Minnihluta hefur verið gerð mjög takmörkuð grein fyrir þeim breytingum sem orðið liafa á fram- lögðum fjárhagsáætlunum. Þess vegna treystum við okkur ekki til þess að taka þátt i af- greiðslu fjárhagsáætlunar 1988 og sitjum því hjá. FYRIRSPURN um skuldastöðu bæjarsjóðs við eftirtaldar stofnanir og fyrirtæki: Sparisjóðinn í Keflavík, sameigin- legar reknar stofnanir sveitarfé- laga, Sjúkrasamlag Keflavíkur, svo og aðra viðskiptaaðila. Svar óskast eigi síðar en á næsta bæjarstjórnarfundi. Tveir þátt- takendur í Er síðast fréttist hafði ekki tekist að ná Grindavíkurbátn- um Hrafni Sveinbjarnarsyni III af strandstað á Hópsnesi við Grindavík. Hefur báturinn verið dæmdur ónýtur at trygg- ingarfélagi hans. Var Slysa- varnadeildinni Þorbirni gefið skipið á strandstað og munu þeir selja úr því það sem nýti- legt er, á staðnum. ■ Komið hefur í Ijós að þegar báturinn sigldi í strand voru flestir skipverja að störfum frammi á millidekki. Tveir voru þó í koju og stýrimaður- inn í brúnni. Mun hann hafa sofnað í brúnni og ekki vakn- að fyrr en um seinan. En bát- urinn var á leið til lands af mið- unum út af Reykjanesi ogþví á réttri siglingastefnu en átti að taka beygju skömmu áður en hann kom að nesinu. Hrafn Sveinbjarnarson III er 175 tonna stálbátur, yfir- byggður, og var í eigu Þor- björns hf. í Grindavík. „Ungfrú Suðurnes ’88“ kynntir í miðopnu. Hrafn Sveinbjarnarson III á strandstað á föstudagsmorgun. Ljósm.: hpé/Grindavík. Strandið við Grindavík: Stýrimaðurinn sofnaði á verðinum Úskir um skauta- sveil í Kefiavík Iþróttaráð Keflavíkur hefur mælt með því að sett verði upp skautasvell í Keflavík. Leggur ráðið til að svæðið við Heiðarból verði sléttað og lagfært þannig að hægt verði að nota það jöfnum höndum fyrir skautasvell á veturna og boltaleiki á sumrin. Keflavík: Stað- greiðslu- afsláttur fasteigna- gjalda hækkaður í 10% Sem kunnugt er samþykkti bæjarráð Keflavíkur nýverið að betrumbæta tillögu Drífu Sigfúsdóttur um 6% stað- greiðsluafslátt til þeirra er greiddu fasteignagjöld sín fyrir 15. feb. Hljóðaði sam- þykkt bæjarráðs um 8%, ef greitt yrði fyrir 1. mars. Er samþykkt þessi kom fyrir bæjarstjórn Keflavíkur á þriðjudag bar Jón Olafur Jónsson upp breytingartillögu um að hækka þetta upp í 10%, svo það hefði hvetjandi áhrif. Urðu miklar umræður um þetta, þarsem minnihluti bæj- arstjórnar fagnaði þessu, en meirihluti taldi að menn mættu ekki skipta svona ört um skoðun. Þegar tillagan var borin upp sat meirihlutinn hjá, að und- anskildum flutningsmanni, sem greiddi atkvæði með minnihlutanum, og því var til- laga Jóns Olafs samþykkt með 5 atkvæðum, en 4 bæjarfull- trúar sátu hjá. Skyldu óskir Óskars rætast?

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.