Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 1
I Mannabein fundust í fjörunni í Grindavík í fjörunni neðan Garðhúsa í Grindavík hafa fundist bein, sem læknir hefur nú staðfest að séu bæði mannabein og eins bein af stórgrip. Kom beina- fundur þessi í ljós á annan dag páska er maður einn gekk fram á þau. Var um að ræða hryggjar- liði og handleggsbein. Hefur nú verið ákveðið í framhaldi af úrskurði læknisins að fá björg- unarsveitina Þorbjörn til að ganga fjörur þarna í nágrenn- inu og kann hvort finna megi þar frekari jarðneskar leifar. Sem kunnugt er hafa margir menn farist í sjónum þarna út af án þess að lík þeirra hafi fundist. Keflavíkurbær: Skattframtöl endurskoðuð í framhaldi af umræðu ásíð- asta ári um skattaálagningu ýmissa einstaklinga í Keflavík hefur nefnd á vegum bæjar- stjórnar Keflavíkur skoðað mál þessi. A fundi bæjarráðs nýlega var í framhaldi af því lögð fram eftirfarandi bókun frá Guðfinni Sigurvinssyni, Magnúsi Haraldssyni og Ingólfi Falssyni: ,,Samkvœmt samþykkt bœjarráðs höfum við kannað álagningu útsvara 1987 og átt viðræður við skattstjóra Reykjanesumdœmis varðandi endurskoðun framtala. Ifram- haldi af athugun okkar leggjum við til að innheimtustjóra og lögmanni bæjarins verði falið að vinna að málinu fh. bæjar- sjóðs. “ Hefur bæjarstjórn Keflavík- ur samþykkt þessa afgreiðslu málsins. Krapi kominn á Gljúfrastein Krapi, gjöf Suðurnesjamanna til Halldórs Laxness í tilefni af Menningarvöku Suður- nesja, er kominn á Gljúfrastein. Erlingur Jónsson, listamaður úr Keflavík, fylgdi honum til Nóbelsskáldsins og urðu fagnaðarfundir með þeim vinum. Erlingur er nú farinn af landi brott, en hann starfar við háskólann í Stabekk í Noregi. I miðopnu má sjá myndir og umfjöllun um menningarvökuna og í næsta tbl. birtum við viðtal við Erling. Ljósm.: Börkur Birgisson baf«ahúsinu 101 Reyk <java' Bæjarstjórn Keflavíkur: Harmar litla umfjöllun um menningarvökuna Miklar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur síðasta þriðjudag um Menningarvöku Suðurnesja sem nýlokið er. Snerist um- ræðan aðallega um fram- komu fjölmiðia varðandi vöku þessa. í máli forseta bæjarstjórn- ar, Guðfinns Sigurvinsson- ar, sem hóf umræðu um málið kom fram að fram- koma fjölmiðla þessa lands væri fyrir neðan allar hellur „þrátt fyrir hálærða frétta- menn, jafnvel með doktors- gráðu. Vaka þessi hefði hins vegar verið aðstandendum sínum til sóma.“ Þó sagði Guðfinnur að Víkurfréttir ættu þakklæti skildar fyrir þeirra umfjöllun, ,,þeir brugðust ekki skyldu sinni." Þau Anna Margrét Guð- mundsdóttir og Ingólfur Falsson tóku í sama streng og hörmuðu þetta fjölmiðla- mál. Sagði Ingólfur m.a. að hægt væri að hatda blöðun- um opnum, jafnvel fram eftir nóttu, ef von væri á slæmurn fréttum, en varðandi aðrar fréttireins ogfréttiraf menn- ingarvökunni hefðu sumir lofað góðri umfjöllun en síð- an svikið. Að lokum var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Keflavíkur harmar hve litla umfjöllun Menningarvaka Suðurnesja hlaut í fjölmiðlum, þ.e. sjón- varpi, útvarpi ogdagblöðum á nteðan á vökunni stóð. Bæjarstjórnin telur að þetta lýsi undarlegu frétta- mati fjölmiðlafólks og að það sé til skaða þegar góð mál og það sent vel ergert.er látið mæta afgangi.“ Verka- manna- bústaðir keyptir I Njarðvík Stjórn Verkamannabústaða i Njarðvik hefur samþykkt tímamótasamþykkt. Hljóðar hún um kaup á 7 íbúðum til út- hlutunar sem verkamannabú- staði. Er þetta í fyrsta sinn í áraraðir sem ráðist er i kaup ibúða fyrir verkamannabú- staðakerfið í Njarðvík að sögn Gunnars Arnar Guðmunds- sonar, formanns stjórnarinn- ar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.