Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 17
WKUR
{titu*
Fimmtudagur 7. apríl 1988 17
Nýsmíði Harðar hf.:
Ótrúlega gott
fyrirkomulag
„Þetta er lang besta fyrir-
komulag sem ég hef séð í báti
af þessari stærð", sagði einn af
samkeppnisaðilum Skipa-
smiðjunnar Harðar hf. í Njarð-
vík, eftir að hafa augum litið
bát þann sem sjósettur var í
fyrsta sinn í Njarðvík á
miðvikudag fyrir páska.
Nýsmíði þessi er hin fjórða frá
Skipasmiðjunni hf. og er 9,9
tonna stálbátur, sem fengið
hefur nafnið Jón Pétur ST-21
og er í eigu Astvaldar Péturs-
sonar, Hafnarfírði.
Meðan blaðamaður skoðaði
bátinn komu fleiri samkeppn-
isaðilar og menn er keypt
höfðu báta af svipaðri stærð
frá öðrum skipasmiðjum, og
létu þeir svipuð orð falla og sá
sem vitnað er í hér að framan.
Eru þetta því mjög góð með-
mæli, enda er fyrirkomulagið
neðan þilja alveg ótrúlegt. En
hver er ástæðan fyrir þetta
góðu fyrirkmulagi?
Um það sagði Olafur Sig-
tryggsson m.a.: „1 þessum báti
eru langbönd og því var hægt
að nýta plássið milli bandanna
m.a. fyrir kojur. Aðrir bátar
eru með þverbönd og þar er
aðeins hægt að nýta samsvar-
andi pláss undir skápa“.
En það er ekki aðeins þetta
sem vekur athygli, heldur öll
hönnun bátsins. Sagðist Ólaf-
ur eiga von á að þeir myndu
smíða á næstunni þrjá aðra
báta með þessu fyrirkomulagi,
af þessari stærð.
295% verðmunur
á steiktum lauk!
Það getur marg borgað sig
að fylgjast með verðlaginu.
Einn lesandi blaðsins kom inn
á ritstjórn með tvö sýnishorn.
Fyrir páskana keypti hann
140 g box af steiktum lauk í
Hagkaup í Njarðvík á 41,90
kr., en hafði fyrir skömmu
keypt sama magn í Nonna &
Bubba, Hólmgarði, fyrir
123,50 kr., sem er 294,75%
hærra verð. Þá hafði sami aðili
keypt ávöxtinn KlWl í Hag-
kaup, en kílóverðið þar er
159,00 kr., en í Nonna &
Bubba kostar kílóið 322,00,
sem er 102,52% hærra verð.
Boxin utan af lauknum, en verðmunurinn er 294,75%.
Minningarathöfn
um skipverjana
á Knarrarnesinu
Sameiginleg minningar-
athöfn fer fram í Ytri-
Njarðvikurkirkju kl. 14 á
laugardag um skipverjana
þrjá, Gunnlaug Þorgils-
son, Arna Kristinn Gunn-
laugsson og Birki Frið-
bjornsson, sem fórust með
Knarrarnesi KE 399 12.
mars s.l.
Hafa sóknarprestar Ytri
Njarðvíkursóknar og Kefl-
avíkursóknar, sr. Þorvald-
ur Karl Helgason ogsr. Ól-
afur Oddur Jónsson sam-
einast um athöfn þessa og
munu báðir þjóna fyrir alt-
ari. Þá mun söngfólk úr
báðum kirkjukórunum
syngja. Organistar verða
Gróa Hreinsdóttir og Sig-
uróli Geirsson.
Hinn nýi bátur sem Hörður hf. hefur lokið smíði á, sjósettur í Njarðvíkurhöfn. Bátur þessi sem erntjög
vel hannaður hefur hlotið nafnið Jón Pétur ST-21. Ljósm.: hbb.
Úrslitakeppni úrvalsdeildar KKÍ:
ÍBK - HAUKAR
í íþróttahúsi Keflavíkur í kvöld, fimmtudag,
kl. 20. - Suðurnesjamenn, fjölmennum!
Hvetjum Keflvikinga til sigurs. Við viljum
Suðurnesjaliðin i úrslitaleik!
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Umboð Keflavík - Njarðvík - Vogar - Garður
Hafnargötu 58, Keflavík, símar 13510, 13511, 14880
^J^aupfélacj. JJuÉumeój
a
I HELGIHÓLMl
UMBODSSKRIFSTOFA
Haínargötu 79 - 230 Keflavik
- Simi 92-15660