Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 7. apríl 1988
Skrifstofustörf
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða
tvo starfsmenn til starfa á skrifstofu fyrir-
tækisins að Brekkustíg 36, Njarðvík.
1. Starfsmann, helst vanan tölvuvinnslu, í
að minnsta kosti 1 ár.
2. Starfsmann, helst vanan almennum
skrifstofustörfum, til sumarafleysinga.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsing-
ar fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja,
Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu umsókn-
ir berast þangað, eigi síðar en 15. apríl
1988.
Hitaveita Suðurnesja
ATVINNA
Vantar röskan starfskraft til vinnu við sorp-
hreinsun. Upplýsingar í síma 12111.
NJARÐTAK SF.
Skrifstofustörf
Gjaldheimta Suðurnesja hyggst ráða tvo
starfsmenn. Starfið felur m.a. í sér móttöku
greiðslna, skráningu upplýsinga í tölvu og
vinnu, sem tengist innheimtustörfum. Um-
sækjendur þurfa að geta hafið störf hið
fyrsta.
Upplýsingar um starfskjör og annað varð-
andi störfin veitir Ásgeir Jónsson, gjald-
heimtustjóri, og skal skriflegum umsókn-
um skilað til hans á skrifstofu gjaldheimt-
unnar að Grundarvegi 23, Njarðvík, sími
15055. í umsókn skal getið um fyrri störf og
menntun. Umsóknarfrestur er til 20. apríl
næstkomandi.
Gjaldheimta Suðurnesja
ATVINNA
Við erum ungt fyrirtæki í uppbyggingu.
Starfsmannafjöldi 15 manns.
Við leitum að duglegum og áreiðanlegum
starfskröftum við úrvinnslu sjávarfangs.
Mikil vinna og gott tímakaup fyrir duglegt
starfsfólk og auk þess möguleiki að bæta
launin, því unnið er eftir hópbónuskerfi.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 12503
(Kjartan) og 14718 á kvöldin.
NESBERG HF.
Bakkastíg 8, 260 Njarðvík
ViKun
Þrír gamlir vélstjórar voru heiðraðir og sá Marteinn Sigurðsson (t.h.) um það hlutverk. Þeirsem heiðr-
aðir voru eru f.v.: Bcncdikt Jónsson, Sigurður Gíslason og Friðrik Karísson.
Afmælishátíð hjá
Vélstjóraf élag i nu
Vélstjórafélag Suðurnesja
hélt á laugardaginn upp á 50
ára afmæli félagsins í Stapa í
Njarðvík. Hófst hátíðin með
ávarpi formanns afmælis-
nefndar, Svavars Óskarsson-
ar, og að því loknu setti Jón
Kr. Olsen hátíðina formlega.
Að setningu lokinni flutti Litla
leikfélagið stutta þætti og
gamanvísur, auk þess sem
Steinn Erlingsson söng við
undirleik Esterar Ólafsdóttur.
Þá voru heiðraðir þrír braut-
ryðjendur í Vélstjórafélaginu,
þeir Sigurður Gíslason,
Friðrik Karlsson og Benedikt
Jónsson.
Var mæting ágæt og fór dag-
skráin vel fram í alla staði.
Fjölmargir gestir voru viðstaddir, s.s. forystumenn annarra stéttarfélaga. Á fremsta borðinu sitja f.v.:
Sigurbjörn Björnsson, Þórdís Þormóðsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Öskar Vigfússon frá Sjómanna-
sambandi Islands, Helgi Lax-
dal, Vélstjórafélagi Islands, og
Baldur Matthíasson, Verka-
lýðs- og sjómannafélagi Mið-
neshrepps.
Jón Kr. Olsen, formaður og framkvæmdastjóri Vélstjórafélags
Suðurnesja, ávarpar samkomuna. Ljósmyndir: hbb.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJ:
Laugardagur 9. april:
Jarðarför Kristínar Þórðardótt-
ur, Vallarbraut 2, kl. 11.
Sameiginleg minningarathöfn
kl. 14 um sjómennina Gunn-
laug Þorgilsson, Árna Kristin
Gunnlaugsson og Birkir
Friðbjörnsson, sem fórust með
Knarrarnesi KE-39912. mars sl.