Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 13
\>iKun jutUt Fimmtudagur 7. apríl 1988 13 Nýjung í tón- listarkennslu íslenska Suzukisambandið er samtök kennara, foreldra og barna sem iðka tónlistar- kennslu, tónlistaruppeldi og tónlistarnám samkvæmt aðferð Shinichi Suzuki. Upp- hafsmaður aðferðarinnar er japanski fiðiuleikarinn og fiðlukennarinn Shinichi Su- zuki. Hann nefnir aðferðina móðurmálsaðferðina, þar sem sömu lögmál gilda og þegar barnið lærir móðurmálið og lýsa má með íslenska máls- hættinum: „Svo læra börnin málið sem það er fyrir þeim haft.“ Nemendurnir byrja á því að hlusta, bæði á aðra nemendur sem lengra eru komnir og á upptökur af námsefninu. Síð- an kynnast þeir hljóðfærinu í áföngum og það er fyrst þegar nokkurri leikni á hljóðfærið er náð, að nótnalestur hefst. Segja má að þessi aðferð geri tónlistarnám barnanna að fjölskylduverkefni, því for- eldrarnir koma í kennslu- stundirnar með börnum sín- um og ábyrgjast heimaæfing- arnar. Þess vegna er hægt að hefja tónlistarnámið mun fyrr en ella. Algengt er að börnin byrji að læra á hljóðfæri 2-4 ára gömul og að þau séu orðin góðir hljóðfæraleikarar 15-16 ára. Það sem vinnst með þess- ari aðferð er að börnin fá þjálf- að tóneyra og þau spila erfið- ari verk fyrr en ella. Ekki er verið að búa til „tónsnillinga" enda hefur sú ekki orðið raun- in þau 40 ár sem aðferðinni hefur verið beitt, heldur þroska hæfileika sem búa I hverjum einstaklingi en þurfa réttar aðstæður til að blómstra. Hér á landi hefur verið kennt eftir þessari aðferð í nokkur ár, í Reykjavík og á Akureyri. Kennt er á fiðlu, píanó og celló. Einnig hefur verið útbúið námsefni fyrir kontrabassa, gítar, þverflautu og hörpu, en enn hefur ekki verið unnt að hefja kennslu á þessi hljóðfæri vegna kennara- skorts. Markmið íslenska Suzuki- sambandsins er að stuðla að útbreiðslu og viðgangi aðferð- ar Shinichi Suzuki í uppeldis- málum á Islandi. 1 þeim til- gangi hefur sambandið staðið fyrir námskeiðum og tónleik- um fyrir Suzukinemendur. Þegar farið var fram á að fá að halda slíkt nántskeið í tónlist- arskólanum í Keflavík, varð skólastjóri hans, Kjartan Már Kjartansson, mjög fúslega við þeirri ósk. Námskeiðið verður haldið helgina 8. og 9. apríl n.k. Meðal kennara á nám- skeiðinu verður góður gestur, Anette Costanzi, sem kemur alla leið frá Egyptalandi, en hún er einn af frumkvöðlum Suzuki-cellókennslunnar í Evrópu. Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Tónlistarskólan- um í Keflavík sunnudaginn 10. apríl kl. 15. Allireru velkomn- ir til að koma og kynnast af eigin raun þessari nýjung I tón- ljstarkennslu. Ragnheiður Asta Magnúsdóttir Gömlu og nýju dansarnir verða haldnir í Karlakórshúsinu uppi, laug- ardaginn 9. apríl kl. 22-03. Þ. Þ. dúettinn sér um fjörið. Allir velkomnir. Miðar við innganginn. Nefndin Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Innanlandsferðir í sumar Farin verður hringferð um landið 24. júní. Uppl. um sætapantanir hjá S.B.K. í síma 11590. Fyrirhuguð er vikudvöl á Hvanneyri 8. ágúst. Uppl. í símum 14322 Elsa, og 11709 Soffía. Ferðanefnd Algengt er að börnin byrji að læra á hljóðfæri 2ja-4ra ára. Sjúkrahúsið: Röntgenbúnaður full nægir ekki kröfum Geislavarnir ríkisins hef- ur upplýst stjórn Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishér- aðs að skyggnibúnaður sá sem notaður er við sjúkra- húsið fullnægi ekki kröfum þeim sem Geislavarnir gera til slíks búnaðar. Á fundi stjórnarinnar nýverið upplýsti Karl Guð- mundsson framkvæmda- stjóri SK, að Innkaupa- stofnun ríkisins væri að leita útboða í nýjan rönt- genbúnað fyrir SK. Tilkynning um breyttan opnunartíma bensínstöðva - vegna samninga við verkalýðsfélögin Framvegis verður opið sem hér segir: Kl. 7.45 til 20.45 mánudaga til laugardaga. Kl. 9.45 til 20.45 sunnudaga (1. júní - 30. sept.). Yfir vetrarmánuðina er opið á sunnudögum kl. 10- 12 og 13- 20.45. Fitjanesti sf. Bensínsalan Básinn Aðalstöðin hf. Byggingamefnd Sundmiðstöðvarinnar efnir til hugmyndasamkeppni um listskreytingu ávestur- hlið sundmiðstöðvar, sem er í byggingu við Sunnubraut í Keflavík. Umræddur veggur er um 20 m2. Verðlaunafé er að upphæð 100.000. Skilafrestur er til 1. júní 1988. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Hafnargötu 32. Byggingarnefnd sundmiðstöðvar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.