Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 7. apríl 1988 VllHMnau* „Gerði lítið annað en að skrifa bréf“ - segir Óskar Ingimar Örlygsson, skiptinemi Ég kynntist Óskari fyrst þcf;- ar ég var aðcins 4 ára gamall. Oskar cr cinu árinu eldri, fædd- ur 1969, cn við vorum mikið saman í skólanum, þangað til í fjölbraut en |)á fór Óskar til Bólivíu sem skiptinemi. Til þess að fræðast örlítið um þctta xvintýri hans, tók cg hann tali fvrir skömmu og spurði út í ferðina. Hver var aðdragandinn að ferð þinni, sem skiptinemi til Bólivíu? „Eg sá auglýsingu í fjöl- brautaskólanum frá AFS, þar sem auglýst var eftir skipti- nemum. Ég hef alltaf haft áhuga á að fara út sem skipti- nemi og hringdi því í síma- númerið, sem gefið var upp á auglýsingunni. Þetta var síð- asti dagurinn til að sækja unt, þannig að ég náði strax í papp- írana og skilaði umsókninni daginn eftir." Sóttirþú umaðfaratil Bóli- víu sem skiptinemi? „Nei, ég sótti um Noreg, Spán, Portúgal og Suður- Ameríku. Þegar tvær vikur voru liðnar var mér tilkynnt að ég hefði komist í gegn, hér á Is- landi. Síðan hringdi Eiríkur Þorláksson, fyrrverandi for- stjóri AFS á Islandi, í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að fara til Suður-Ameríku. Það voru þrjú lönd sem kontu til greina, Bólivía, Brasilía og Ecuador. Þetta var í desember 1985. í byrjun febrúar 1986 fékk ég fjölskyldupappíra og þann 19. febrúar fór ég út.“ Þegar Óskar kom út tók á móti honum fólk frá AFS og einnig fjölskyldur þeirra sem áttu að vera eftir í La Paz. Af llugvellinum var farið með Óskar á skrifstofu hjá AFS, þar seni hann hitti fjölskyldu sent hann átti að búa hjá I fimm daga, á nteðan á undir- búningsnámskeiði stóð. „Að þessunt fimm dögum liðnum flugum ég og Joltn til Potosí og hittum þar fjölskyld- urnar okkar.“ Fjölskyldan sem Óskar lenti hjá vareinstæð móðir með þrjú börn. Strákur, sem var tveim- ur árum eldri, stelpa á sama aldri og Óskar og svo 12 ára strákur. „Fjölskyldan var frekar fá- tæk. Fyrst þegar ég kont út. þá rak „mamma" vínverslun en hún fékk vínin frá bróður sín- um, seni var með vínbúgarð. Eftir einn til tvo ntánuði hætti liann að framleiða og hún varð að hætta með verslunina og það sent eftir var af árinu var hún að leita sér að vinnu. Það bjargaði að hún lékk peninga frá fyrrverandi eiginntanni sinum. Þá var farið á niarkað- inn og verslað fyrir mánuðinn? Óskar var í einkaskóla og var settur í útskriftarbekkinn. I bekknum voru 47 nemendur. Skóladagurinn hófst klukkan níu á morgnana og var til tólf. Þá fóru allir heim í ntat.síðan var byrjað aftur klukkan tvö og kennt til fimrn. „Á mánudögum þurftu allir að fara út á skólaplan, raða sér upp eftir bekkjum og syngja þjóðsönginn." í skólanum sem Óskar var í voru engar skólabækur. Kenn- arinn las upp og nemendurnir skrifuðu niður allt sem kenn- arinn lét frá sér fara. „Þar sem ég skildi ekki orð í spönsku þegar ég byrjaði í skólanum, þá gerði ég lítið annað en skrifa bréf.“ Hvernig gekk að ná valdi á tungumálinu? „Eftir mánuð gat ég farið að segja setningar og eftir þrjá mánuði gat ég haldið uppi ein- földum samræðum.“ Síðustu vikuna í október var Óskar sendur til La Paz þar sem athuga átti í honum mag- ann. Þar var hann hjá fjöl- skyldu sem hann átti aðeins að vera hjá í viku, sem varð að mánuði. „Mér líkaði það vel við fjöl- skylduna að ég ákvað að skipta og talaði við AFS. Ég var síðan hjá þessari fjölskyldu til loka dvalar ntinnar i Bólivíu." Óskar kom síðan heim þann 15. janúar 1987. „Ég kont heim í frekar leið- inlegt veður, rigningu og rok. Ég byrjaði í skólanum strax helgina eftir að ég kom heim. Fólkið úti er mikið opnara og þar ríkja aðrar venjur en hér á Islandi. Þegar maður hitti ntann eða strák úti, þá tók maður í hendina á honum, en þegar maður hitti kvenfólk, þá þurfti að kyssa það á kinnina. Hérna í skólanum þá sögðu krakkarnir „Nei, ertu kominn heim, var ekki gaman?“ og engin handabönd eða kossar.“ Nú ert þú nýlega kominn heim aftur úr annarri ferð til Bólivíu. Hvað varst þú að vilja aftur út? „Bara til að sjá fjölskyld- una, vini og ná betri tökum á tungumálinu. Ég fór út 29. desember 1987 og flaug til Orlando, var þar eina nótt, síðan fór ég til Miami, þar missti égaf flugvélinni til Bóli- viu. Ég „reddaði" mér með þvi að tala viðannaðflugfélagsem vildi taka við miðanum mínum og var kominn til Bólivíu á gamlársdagsmorgun. Ég fór í eina viku til Potosí, ég fór til Oruro í einn dag á kjötkveðjuhátíð, þá fór ég til Copacabana og var þar yfir eina helgi og sá m.a. hæsta vatn i heimi, Titikaka, einnig fór ég til Tiwanaka og sá þar fornar rústir eftir Inkana." Að loktim: Er svona lagað ekki dýrt? „Ferðir fram og til baka kosta tæp 60 þúsund og ég fór með sörnu upphæð í gjaldeyri. Verðlag úti er mjög lágt og kostar til dæmis ein kok 12 krónur þar en 33 hér heima á íslandi." Hilmar B. Bárðarson Aðeins 26.000 kr. fyrir OLYMPUS OM40 Program, ásamt 50 mm linsu og góðu flassi. Hefur þú áhuga? Uppl. í síma 27064 á kvöldin (Hilmar B.) Óskar á kjötkveðjuhátíð Oruro með bolivískri drauntadís. Óskar ásamt fjölskyIdunni sem hann var hjá eftir sjúkrahúsfcrðina. Óskar með Sergio, frá Argentínu, með höfuðborgina La Paz í baksýn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.