Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 8
mrn
Dúbl í
horn!
Billiard
(snóker) er
skemmtileg
íþrótt sem
allir geta
leikiö, ungir
sem eldri. Leiöbeinendur
ef óskaö er. Sjö 12 feta borö
og kjuðar fyrir alla.
f'
OPIÐ
alla daga
frá kl.
11.30-23.30.
Pantið tíma
eöa komiö.
Knattborðsstofa Suðurnesja
Grófinni - Keflavik - Simi 13822
Ökukennsla
Byrja ökukennslu aö nýju 16. apríl. Ný
glæsileg bifreið.
Pantið tíma í síma 14380.
Gylfi Guðmundsson, ökukennari
Laxveiðileyfi
Eigum nokkur óseld leyfi í Setbergsá.
Upplýsingar í síma 13883.
VÍKUR-fréttir
- blaðið sem beðið ereftir
\4iaut
molar
Hálf milljón brotin
niður í Leifsstöð
Um páskana var hálí'
milljón brotin niður í Leifs-
stöð í bókstaflegri merkingu
þess orðs. Um var að ræða
annað eðlutrjánna lrægu sem
ekki tókst að halda lífi í og
var það því löngu dautt er
það var brotið niður og fjar-
íægt. Hitt tréð dafnar enn
með góðu ntóti. Innkaup þess-
ara trjáa var ein af mörgum
bruðlhugmyndum er komið
hafa upp í þeirri óráðsíu er
einkenndu byggingafram-
kvæmdir Leifsstöðvar.
Góð lögregluaðstaða
I þætti um Lögregjufélag
Gullbringusýslu í Utvarpi
Suðurnes upplýstist að bæði
lögreglufélögin á Suðurnesj-
um búa yfir ntjög góðri að-
stöðu til félagsstarfs. Aðeins
þrjú félög lögreglumanna
hafa góða aðstöðu, en það
eru félagið hér niður frá og
það á Keflavíkurilugvelli og
síðan Reykjavíkurfélagið.
Hálfnað verk þá hafið er
Eftir yfirlýsingu Vilhjálms
Ketilssonar bæjarstjóra í
Keflavík að hann væri að
hætta, fannst nokkrum gár-
ungum að tilvalið hefði verið
að senda honum páskaegg
með eftirfarandi málshætti:
„Hállnað er verk þá hafið
er“.
Ótraust raforka
Eins og við greinum l'rá á
öðrum stað í blaðinu, þá var
Slysavarnafélaginu færð
VHF-miðunarstöð að gjöf í
síðustu viku. Við sama tæki-
færi afhenti Ellert Eiríksson,
sveitarstjóri Gerðahrepps,
slysavarnasveitinni Ægi í
Garði vararafstöð. Hafði Ell-
ert á orði að eftir að
Hitaveita Suðurnesja hefði
tekið við raforkudreifingu á
Suðurnesjum, væri hún
orðin svo ótraust að Gerða-
hreppur hefði ekki þorað
öðru en að gefa Ægi um-
rædda rafstöð.
Tveir mannlausir bílar
í árekstri
Nokkuð óvenjulegur
árekstur varð á bryggjunni í
Sandgerði nýverið milli
tveggja bila. Báðir voru bíl-
arnir mannlausir ogeigendur
þeirra að störfum í bátum
sínum, er annar bílanna tók
af stað sjálfur og lenti á
hinum. Vitni urðu engin, en
annar eigandinn varð var við
hátt brothljóð er bílarnir
skullu saman.
Snuddan en ekki netin
Þeir eru margir sjómenn á
netabátunum sem eiga erfitt
með að skilja páskastopp
aðeins á netabátum, þegar
allir aðrir nema trillur mega
veiða á meðan. Varla hvílist
þorskurinn þó netin séu
tekin í land, meðan snuddu-
bátarnir og togararnir halda
áfram á þessum veiðum. Er
þetta því eitt af þessum ó-
skiljanlegu lagaboðum þessa
lands.
Vændi í Keflavík?
Er komið vændi í Kefla-
vík og vantar yfirmann þeirr-
ar stofnunar? Svo mætti ætla
ef tekið væri mið af auglýs-
ingu einni sem birtist í síð-
asta tölublaði Víkur-frétta
og greindi frá lausu starfi úti-
búshóru. Sem betur fer, ef
hægt er að segja svo, var það
prentvillupúkinn illræmdi
sem stundaði vændi þetta,
því að sjálfsögðu var verið að
auglýsa lausa stöðu útibús-
stjóra.
Þúsundföld hækkun
í stað lækkunar
1 molanum hér næst á
undan er ræt; um voðaverk
prentvillupúkans hér í blað-
inu. Ekki var sú saga þó ein-
stök, þvi i næst síðasta tölu-
blaði kom hann einnig við í
auglýsingu á eftirminnilegan
hátt. Þá auglýsti verslun ein
staðgreiðsluverð sem átti
að vera 28.790.00 á tiltek-
inni vöru en varð 28.790.000,
þ.e. tæpar 28.8 milljónir. Já,
hann tekur stórt upp í sig
blessaður púkinn sá.
Hafa ráðamenn Njarð-
víkur ekki
nægan þroska?
Undir umræðum um bygg-
ingu sundmiðstöðvar í Kefla-
vík og sameiningu íþrótta-
mannvirkja Keflavíkur og
Njarðvíkur á fundi bæjar-
stjórnar Keflavíkur á þriðju-
dag, sagði garðar Oddgeirs-
son: „Eg dreg i efa að ráða-
menn Njarðvíkurbæjar hafi
þroska til að sameinast".
Svo mörg voru þau orð.
Mynd-
gátan
Lausn gátunnar, sem unnin er úr fréttuni
blaðsins, má flnna á öðrum stað í blaðinu.