Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 07.04.1988, Blaðsíða 11
MÍKUn viKurt 10 Fimmtudagur 7. apríl 1988 juWi juttií' Fimmtudagur 7. apríl 1988 11 MENNINGARVAKA SUÐURNESJA ’88 Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var lieiðursgestur á opnunarkvöldi menningarvökunnar. Hér sést hún á spjalli við Helga Hólm, kynni kvöldsins, að lokinni dag- skránni. A eftir þeim kemur Birgir I. Gunnarsson, menntamála- ráðherra, og að baki honum kunnir heimamenn. Ponsumót Fimleikafélags Keflavíkur tókst mjög vel. Fimleikadömur úr Ketlavik og nágrannabyggðunum sýndu listir sínar við mikla hrifningu áhorfenda. TÓKST MJÖGVEL „Við erum alsæl. I>að hefur allt tekist mjög vel, aðsókn frábærogallir ánægðir. Við gerum okkur vonir um að Menningarvaka Suðurnesja verði fastur viðburður fram- vegis", sagði Hjálmar Arnason, einn af umsjónarmönnum með vökunni, í samtali við Víkur-fréttir. Menningarvakan hófst 18. mars með frumsýningu Litla leikfélagsins í Garði. Laxnessvaka var á opnunarkvöldi þar á eftir og síðan rak hver menningarviðburður- inn annan, tónleikar, iþróttir, myndlistarsýningar, útvarp og margt fleira. Dag- skránni lýkur á laugardaginn 9. apríl með unglingaskcmmtun í Félagsbíói kl. 14. Víkur-fréttir fylgdust nteð vökunni og hefur verið greint frá helstu viðburðunum. Ilér i opnunni gefur að lita hluta af því sem á boðstólum var. Mikið fjölmenni var við opnun menningarvökunnar í Félagsbíói. Eiríkur Alexand- ersson, sem átti sæti í und- irbúningsnefnd menningar- vökunnar, llutti ávarp við setninguna. kenning frá S.S.S. Við það tæki- færi hélt Jón stutta ræðu á bók- menntakynningunni í Stóru- Vogaskóla. Björg Hafsteinsdóttir, unglingalandsliðskona úr Ketlavík, var í eldlínunni í 4ra liða körfuboltamóti kvenna, sem Iram fór i íþróttahúsi Ketlavikur. Auk A-landsliðs íslands og unglingalandsliðs tóku þátt landslið Wales og Luxemburg. Lux- dömurnar sigruðu, Wales í 2. sæti, u-liðið í 3. og A-landslið Is- I lands rak lestina. Erlingur Jónsson, listamaður, er hér í góðra vina hópi við opnun sýningar sinnar í Fjöl- brautaskólanum. Með honum á myndinni eru hjónin Hilmar Pétursson og Asdís Jónsdóttir og Tómas Tómasson og Halldís Bergþórsdóttir. Bókmenntakynning í Vogum var vel sótt, eins og nánast allir dagskrárliðir vökunnar. Jón Dan, sem er fæddur og uppalinn fyrstu 15 árin á Ströndinni, var kynntur. Ingimar E. Sigurðs- son, bókmenntagagnrýnandi, hélt fyrirlestur um höfundinn og lesið varúrverkum hans. Vilhjálm- ur Grímsson, sveitarstjóri, afhenti Jóni Dan fyrir hönd SSS gjöf frá sambandinu. Hjálmar Arna- son sleit Menningarvöku Suðurnesja síðan formlega. Popptónleikar með þátttöku allra helstu banda Suðurnesja fóru fram í KK-salnum og tók- ust hið besta. - Ljósmyndir: epj. og hbb. - Halla Haraldsdóttir glerlistakona, sýndi verk sín í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, auk þess sent luin gaf sýningargestum sínum kost á að fylgjast með sér að störfum. Ásta Pálsdóttir færði Kellavíkurbæ við opnun sýningar sinnar í Fjölbrautaskólanum, málverk er sýnir Helguvík áður en framkvæmdir hófust þar. Öll verk hennar seldust upp á skammri stundu. Sigríður Rósinkarsdóttir hélt sýningu á málverkum sínum í Festi í Grindavik á Vordögum Bókasafns Grindavíkur. Þórunn Guðmundsdóttir var með samsýningu með I lalldóru Ottósdóttur, en sú síðarnefnda gat ekki verið viðopnun- ina vegna veikinda. Sýning þeirra var haldin í Grunnskólanum í Sandgerði. Erla Sigurbergsdóttir sýndi verk sín að Hafnargötu 35 í Kellavík. Var þar um sjálfstæða sýningu að ræða, óháða menningarvökunni. Er hún sú eina sem er ennþá meðsýningu sína opna, en henni lýkur 17. apríl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.