Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 8
mm 8 Fimmtudagur 14. apríl 1988 molar juttU Umsjón: Emil Páll Orðinn mengaður af umhverfinu I hinni stórgóðu úttekt Stöðvar 2 á fári því sem snýst um vopnaða hermenn á ís- lenskri grund hér á Suður- nesjum vöktu svör blaðafull- trúa varnarliðsins mikla at- hygli. Annars vegar talaði hann um að hermenn hefðu villst inn í bæinn sökum þess að þeir hafi tekið ranga beygju og taldi í hinu tilfell- inu að sökin væri ekki hers- ins heldur þeirra sem stöðv- aðir voru. Hvort tveggja lýs- ir menguðum hugsunarhætti,, því varðandi villuna þá hafa þeir þurft að aka framhjá mörgum beygjum og króka- leiðum til að komast niður á Hafnargötu og í hinu tilfell- inu staðfesti lögreglustjóri á flugvellinum að blaðafulltrú- inn fór með rangt mál. Virð- ist sá síðastnefndi því vera orðinn mengaður af starfinu eins og margir aðrir sem starfa þar efra, því miður. Hefði hann setið fjögur kjörtímabil? A síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur kom fram mikil gremja Garðars Oddgeirssonar bæjarfull- trúa vegna viðtals Víkur- frétta við fráfarandi bæjar- stjóra. Gat Garðar þess að fyrst Vilhjálmur hefði fengið tveggja síðna viðtal eftir að- eins tvö ár í starfi hefði ekki rnikið annað verið í blaðinu hefði hann hætt eftir fjögur kjörtímabil. Einnig kom fram hjá Garðari að við lest- ur greinarinnar væri auðséð að Vilhjálmur væri að hætta vegna þess að hann væri ekki sáttur við stöðu mála. Víkurfréttir- Víkurfréttir Þeir eru fáir bæjarstjórn- arfundirnir í Keflavík sem meiri- eða minnihlutinn vitn- ar ekki oftar en einu sinni í einhver skrif blaðsins. A síð- asta fundi var það t.a.m. fimm sinnum sem slíkt var gert, bæði sem hól og eins til aðfinnslu. Fer því vart milli mála að tekið er vel eftir því sem ritað er hér í blaðið. Kratarnir hlupu upp til handa og fóta Jóhann Einvarðsson, full- trúi í Iþróttaráði Keflavíkur, llutti bókun á fundi ráðsins nýverið þar sem kvartað var yfir tímasetningu funda ráðsins og að ekki skuli vera kosnir varamenn. Fór þessi bókun mjög fyrir brjóstið á meirihluta bæjarstjórnar og töldu sumir minnihluta- menn það vera algjöran óþarfa fyrir meirihlutann að hlaupa svona upp til handa og fóta. Var fundargerð ráðsins síðan samþykkt en bæjarstjóri gerði þó fyrirvara um umrædda bókun. SSS á ekki að setja okkur í fjárhags- skuldbindingar Hannes Einarsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, gagnrýndi SSS á fundi bæj- arstjórnar Keflavíkur nýver- ið fyrir að ákveða styrkveit- ingar framhjá fjárhagsáætl- unum, því með því væri sam- bandið að hlutast um fjármál sveitarfélaganna. Það væri ekki eðlilegt að aðrir aðilar hlutuðust til um fjármál bæj- arfélaganna. Ætti því sam- bandið að hafna öðrum styrkveitingum en þeim sem væru innan ramma sam- þykktrar fjárhagsáætlunar SSS. Ótti hjá verktakamönnum Molum hefur borist til eyrna nokkur ótti meðal starfsmanna Islenskra aðal- verktaka um að verktaka- starfsemi á Keflavíkurflug- velli verði boðin út og einok- un IAV þar með felld niður. Hefur þetta m.a. orðið til þess að ýmsir starfsmenn hafa haldið fundi með ýms- um ráðamönnum á Suður- nesjum, boðið gull og græna skóga ef engu verði breytt í þessum málum. Ekki hefur þó enn heyrst um árangur fundarherferðar þessarar. Sólveig blekkir stjórnina „Enn tekst Sólveigu Þórð- ardóttur að blekkja stjórn sjúkrahússins eins og þegar ég var í stjórninni.“ Þessi orð flutti Ingólfur Falsson ný- lega á bæjarstjórnarfundi í Keflavík vegna yfirlýsingar Sólveigar um að fæðingar- deildin gæti starfað í sumar án aukakostnaðar. Fögnuður foreldra Hjördís Arnadóttir vara- bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Keflavík, stóð upp á bæjarstjórnarfundi í Keflavík nýverið og fagnaði því að skólastjóri Myllu- bakkaskóla væri að koma til starfa á ný. Sagðist hún tala sem foreldri en ekki bæjar- fulltrúi og kæmi því ekki við hinn pólitíski þáttur málsins, en fögnuður væri að hann hyrfi nú úr bæjarstjórastóln- um í sitt gamla starf. Ingólfur Fals bjargar meirihlutanum I eigi færri en tvö skipti á síðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur kom sú staða upp, er lagt var til að fund- argerð viðkomandi nefnda yrði samþykkt, að Ingólfur Falsson fulltrúi minnihlut- ans benti á að bæjarstjórn gæti ekki samþykkt hluta viðkomandi fundargerða þar sem það þýddi aukin fjárút- Iát og bæjarsjóður þyldi slíkt ekki sem kunnugt er. Tókst því að bjarga viðkomandi málum með því að visa þeim til bæjarráðs. Má því segja að athyglisgáfur minnihluta- manns hafi þarna bjargað gerðum meirihlutans. AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI TIL AÐ VINNA VIÐ FJÖLBREYTILEGUSTU STÖRF í SUMAR Okkur vantar m.a. forstööumann og flokksstjóra vinnu- skólans, verkamenn til almennra verkamannavinnu og starfsmenn til garðyrkjuvinnu undir stjórn garðyrkju- manns, vinnuvélastjóra (framtíðarstarf) o.s.frv. Við viljum ráða hresst fólk sem er tilbúið til að leggja á sig mikla vinnu í sumar, því við ætlum að byrja að breyta á- sjónu þessa bæjar, eins og við lofuðum. Góð laun í boði, ráðningartími eftir samkomulagi. BÆJARSTJÓRI Um stjórnun sjúkrahússins Athygli Mola hefur verið vakin á þvi að á þessu kjör- tímabili er mjög sjaldgæft að allir fulltrúar sveitarfélag- anna á Suðurnesjum séu hafðir með í ráðum varðandi stjórnun sjúkrahússins. Fyrri stjórn hefði hinsvegar aðeins tvisvar tekið ákvörð- un með minni stjórninni þ.e. aðalstjórninni, í öðrum til- fellum hefðu fulltrúar allra sveitarfélaganna, yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri verið með í ráðum. Væru því allt önnur vinnubrögð höfð í framnti nú, þar sem 5 manna stjórnin tæki allar ákvarðan- ir án vitundar hinna. Gervi-grænir blettir Grindavíkurbær hyggur á fegrunarátak í sumar. ætlun- in er m.a. að fjölga grænum blettum víðs vegar um bæinn. Sú nýbreytni verður þó viðhöfð að ekki verður tyrft á gamla mátann, heldur er hugmyndin að nota gervi- gras. Það verður þá ekki aðeins not af blettunum nokkra rnánuði á ári, heldur allt árið um kring. Þeir mega eiga það, Grind- víkingar, að þeir luma ágóð- um hugmyndum oft á tíðum Verkalýðsarmurinn varð undir Gárungarnir halda því nú fram að verkalýðsarmur kratanna í Keflavík hafi orð- ið undir er þeir Guðfínnur og Vilhjálmur höfðu stólaskipti í bæjarstjórn Keflavikur. Segja gárungarnir að meiri- hlutinn skiptist í tvo arma og sé öðrum stjórnað af alþing- ismanni kratanna í Keflavík, og séu þau Hannes Einars- son og Anna Margrét Guð- mundsdóttir í þeim armi. Já, svo er nú það . . . Víkur- fréttir - góður moli í hverri viku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.