Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 1
imn
Landsbókasc
Safnahúsinu
101 Reykjav
15. tbl. 9. árg. Fimmtudagur 14. ap
Sandgerðingar mót-
mæla gúanófýlu
Nokkrir Sandgerðingar
tóku sig saman á laugardag og
útbjuggu undirskriftalista um
mótmæli gegn því að brætt sé í
fiskimjölsverksmiðju Njarðar
h.f. þegaródauninn legguryfir
byggðarlagið. Var listi þessi
hafður frammi í Öldunni og á
skömmum tíma höfðu yfir 200
manns, 15 ára og eldri, skrifað
undir mótmælin sem afhent
verða hreppsnefndinni.
„Við erum orðin langþreytt
á þessari mengun og á laugar-
dag keyrði um þverbak í þess-
um efnum er vindáttin var yfir
byggðina“ sagði einn forráða-
manna undirskriftarlistans í
samtali við blaðið. „Þettaget-
ur ekki gengið svona og því
væntum við úrbóta" bætti
hann við.
Síðasta laugardag var
óvenju slæmt ástand þessara
mála í Sandgerði og til marks
um það voru stanslausar
kvartanir til lögreglunnar frá
hádegi og fram eftir kvöldi.
Vegna þessa reyndi blaðið að
ná sambandi við heilbrigðis-
fulltrúana, en hvorugan tókst
að ná í áður en blaðið fór í
prentun.
Stefán Jón Bjarnason, sveit-
arstjóri í Sandgerði, hafði hins
vegar þetta um málið að segja:
„Yfir höfuð er lykt þessi
ákaflega óyndisleg, en vindátt
hér yfir byggðina er mjög
sjaldgæf og oftast óvænt, þ.e.
önnur en veðurspá hafði gert
ráð fyrir. Það er því ekki mjög
gott að stoppa skynoilega
þegar vindáttin blæs óvænt hér
yfir. Er þetta því líðandi vegna
þess hve þetta er sjaldgæft.
Vegna ástandsins hér á
laugardag hafði ég samband
við forráðamenn verksmiðj-
unnar og óskaði eftir að slökkt
yrði á bræðslunni ef þessi vind-
átt yrði á sunnudaginn, þar
sem hér voru þá fermingar. Til
þess kom þó ekki þar sem
önnur vindátt ríkti þá.
Það er að sjálfsögðu krafa að
hér verði komið fyrir hreins-
unarútbúnaði ef verksmiðjan
verður endurbyggð. Veit ég að
árvökul augu heilbrigðisfull-
trúa fylgjast með því máli",
sagði Stefán að lokum.
Erfíðleikar
vegna
veðurs
Þó nokkrir erfiðleikar
urðu á Reykjanesbrautinni
í fyrrakvöld og fyrrinótt
vegna veðursins sem þá
gekk hér yfir. Þurfti lög-
reglan að aðstoða marga er
þurftu að skilja bíla sína
eftir við brautina, sökum
þess að það skóf inn í þá og
þeir stoppuðu af þeim sök-
um.
Sendi lögreglan út að-
varanir í gegnum útvarps-
stöðvarnar til fólks um að
vera ekki að óþörfu á ferð-
inni um braudna. En á
tímabili var hún þungfær,
skyggni lélegt, auk þess
sem skóf inn í rafkerfi bíla.
Gnúpur GK til Grindavíkur
Hinn nýi togari Þorbjörns h.f. í Grindavík, Gnúpur GK 257, landaði á mánudag í fyrsta sinn í heima-
höfn sinni. Var aflinn 130-140 tonn af blönduðum fiski. Er togari þessi sá fyrsti sem gerður er út frá
Grindavík en áður áttu Grindvíkingar hlut í tveimur togurum sem gerðir voru út frá Hafnarfirði.
A.
Ljósm.: hbb.
Vilhjálmur
forseti
bæjar-
stjórnar
Eins og greint var frá í
síðasta tölublaði Víkur-
frétta voru miklar líkur
taldar á því að Guðfinnur
Sigurvinsson yrði næsti
bæjarstjóri í Keflavík og
tæki við þegar Vilhjálmur
Ketilsson hættir í sumar.
Nú hefur mál þetta verið
afgreitt með þessum liætti í
bæjarráði Keflavíkur.
Þá hefur blaðið eftir
áreiðanlegum heimildum
að meirihluti bæjarstjórn-
ar Keflavíkur hafi ákveðið
að þeir Guðfinnur og Vil-
hjálmur skipti um stóla á
þessum tímamótum. Mun
Vilhjálmur því taka sæti
forseta bæjarstjórnar frá
sama tima.
30 þús.
gestir í
Bláa
lóninu
Nýlokið er fyrsta starfs-
ári baðhússins við Bláa
lónið og kom fram á aðal-
fundi HS um síðustu helgi
að á þessu ári hafi yfir 30
þúsund gestir heimsótt
lónið, eða þetta mikla nátt-
úruundur sem þar er.
Til umræðu er nú við-
bygging upp á 50 fermetra
svo ekki konii til vand-
kvæða eins og á síðasta
sumri við búningsklefana
er fjöldi manns varð frá að
hverfa á góðviðrisdögum.
Menningar-
sjóður við
Hitaveituna
Hugmyndir eru uppi
innan Hitaveitu Suður-
nesja að stofna mentiingar-
sjóð til að lilúa að rnenn-
ingu Suðurnesja. En Hita-
veita Suðurnesja er eina
hitaveita landsins sem er í
lögum undanskilin greiðslu
fasteignagjalda, og þvi
fannst ráðamönnum HS
rétt að leggja álíka fjárhæð
og færi í þann lið til styrkt-
ar menningu á svæðinu.