Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 12
\>iKur< 12 Fimmtudagur 14. apríl 1988 Menn fíárfesta ekki í eilífðinni - Segir Jón Stefánsson, sem er að gefa út sína fyrstu lióðabók Viðtal og ljósmynd: Einar Falur Ingólfsson Suðurnesjamenn eru betur þekktir fyrir flest annað en skáldskap og orðsins listir. Jón Stefánsson, tuttugu og fjögurra ára Keflvíkingur hefur þó ráð- ist í það nú á þessum dögum fjölmiðlafárs og tímaleysis að gefa út bók. Þetta er Ijóðabók, inniheldur 33 Ijóð, og ber heitið „Með byssuleyfi á eilífðina“. Jón kostar útgáfuna sjálfur og er þetta hans fyrsta bók, en áð- ur hafa Ijóð hans birst í ýmsum blöðum og tímaritum. Jón Stefánsson er fæddur og alinn upp í höfuðborginni en fluttist þrettán ára til Kefla- víkur og leist ekki ýkja vel á staðinn í byrjun, taldi að þar byggju einungis villingar og brjálaðir menn. Með tímanum lærði hann að sætta sig við bæ- inn og kallar sig Keflvíking í dag, og það þó svo að hann þoli ekki körfubolta. Jón út- skrifaðist sem stúdent af nátt- úrufræðibraut Fjölbrauta- skóla Suðurnesja fyrir tveim- ur árum, hélt þá til Reykjavík- ur þar sem hann hóf nám í bókmenntafræði við Háskól- ann. I vetur hefur hann svo starfað sem næturvörður og skrifað með því og unnið að út- gáfu bókarinnar. „Það má deila um hvort það sé köllun eða bölvun að yrkja“ segir Jón, „en þetta er bara hlutur sem ég kemst ekki hjá að gera. Þjóðfélagið er ekki byggt upp með listamenn í huga, þannig að þeir verða oft utangarðs fjárhagslega séð. Menn fjárfesta yfirleitt ekki í eilífðinni." Hver er staða listamanna, Ijóðskálda til dæmis, innan samfélagsins? „Það er misjafnt eftir upp- lagi einstaklinga. Ef menn ætla að reyna að lifa af ritstörfum, þá lifa þeir í raun annaðhvort undir verndarvæng maka síns, eða þá undir súð og borða franskbrauð og súpu.“ Hvenær byrjaðir þú að lesa ljóð og yrkja svo sjálfur? „Ljóð hafði ég ekkert lesið að ráði áður en ég hóf nám við F.S. ’82, en áður en ég vissi af var ég byrjaður að yrkja, gat ekki annað. Samtímis fór ég að kynna mér atómskáldin svo- kölluðu og hef sjálfsagt orðið fyrir áhrifum frá mönnum eins og Hannesi Sigfússyni, sem raunar orti sitt kynngimagn- aða kvæði Dymbilvöku er hann var vörður í Reykjanes- vita, Steini Steinarri og Jó- hanni Sigurjónssyni með sinn Bikar og sína Sorg.“ Einnig minnist Jón á hvernig rokk- tónlist hefur haft áhrif á mörg hinna yngri skálda í dag, hljómsveitir eins og Bítlarnir og Pink Floyd hafi haft áhann mikil áhrif. Hvað um hin svokölluðu ungskáld hér á landi, skipar þú þér í flokk með þeim? „Auðvitað hef ég lesið og heillast af skáldum eins og Einari Má, Gyrði Elíassyni, Isaki Harðarsyni og Sigfúsi Bjartmarssyni. Það er nú ann- arra að dæma um tengsl mín við þau í skáldskapnum." Geturður lýst viðfangsefn- um þínum í ljóðunum? Hér hikar Jón, enda erfitt að alhæfa um jafn vítt svið í heilli bók. „Stefnu ljóðanna mætti fiokka í tvennt. Annarsvegar að reyna að ná sáttum við um- hverfið og hinsvegar að ýta við samvisku heimsins." Af hverju Ijóðskáld? Er ekki arðbærara að skrifa prósa, skáldsögur til dæmis? „Skáldsagan selst náttúru- lega í stærra upplagi. Eg sem ljóðskáld öfunda skáldsagna- höfundinn þar sem hans starf er samfelldari vinna. Maður getur ekki unnið marga klukkutíma á dag við ljóða- gerð, það er bara andstætt forminu. Ljóðið er að mörgu leyti list augnabliksins." Nú ert þú að gefa út bók á þinn eigin kostnað. Stendur það undir sér? „Já, það ætti að gera það miðað við venjulega sölu. Þó hefði ég gefið bókina út hvort sem ég hefði þurft að borga með henni eða ekki, en vissu- lega væri gott þó ég gæti ekki borgað nema húsaleigu með ágóða.” Jón segir að það sé óskráð regla að forlög gefa ekki út fyrstu Ijóðabók skálds þar sem það þykir ekki arð- vænlegt. „En auðvitað væri þægilegra að vera hjá forlagi, og svo skilst mér nú að í dag sé það draumur allra skálda að komast á frímerki. Þar sem ég gef út sjálfur verður stór hluti sölunnar á mínum höndum og svo dreifi ég bókinni í bóka- búðir hér á suðvesturhorn- Nú er ekki mikið um skáld á Suðurnesjum, eru íbúar hér nokkuð hrifnir af skáldskap? „Frá Suðurnesjum kemur einn af okkar allra fremstu rit- höfundum, Guðbergur Bergs- son Grindvíkingur, en ég býst annars við að áhugi fyrir ljóð- um líði fyrir það hversu langur vinnudagurinn er hjá mörg- um. Menn eiga bara ekki eftir orku til lesturs á skáldskap." Kaupa Islendingar ljóða- bækur og lesa þeir yfirhöfuð Ijóð? „Það er alltaf ákveðinn hóp- ur sem kaupir ljóðabækur og það hefursýnt sigá opinberum upplestrum að þó nokkur áhugi virðist vera fyrirljóðinu. Þetta er form sem er ekki háv- Vaðasamt eins og til dæmis óskapnaður poppmenna, en annars gildir það hér á íslandi, sem og kannski annarsstaðar, að einungis dautt skáld er gott skáld.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.