Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 16
\)iKur< 16 Fimmtudagur 14. apríl 1988 Hópurinn áður en lagt var af stað. Ljósm.: epj. á árg. 1988 um helgina hjá Bílanesi föstudag 10-19 laugardag 13-17 sunnudag 13-17 Sýnum m.a. nýjan smábil, Mazda 121. Verðlauna- billinn 626, allar gerðir. Nýr glæsi- legur Mazda- jeppi. BÍLANES Brekkustíg 38 - Njarðvík - Sími 13776 juau A 90 mín. til Grinda- víkur Hópur nemenda úr 9. bekk Grindavíkurskóla hljóp áheitahlaup á laugardags- morgun. Var hlaupið frá Fitja- nesti í Njarðvík og til Grinda- víkur til fjáröflunar fyrir ferð nemendanna til vinabæjar Grindavíkur, Penistone í Eng- landi, á vori komandi. Aður en hlaup þetta var farið var áheitum safnað með góðum undirtektum en þó vildu nokkrir greiða hærra verð fyrir fararstjórann, þ.e. hvern kílómetra sem hann hljóp en það sem krakkarnir hlupu. Voru dæmi um að menn byðust til að greiða 10 þúsund fyrir hvern kílómetra Jóns Gröndals fararstjóra. Hlupu krakkarnir tveir og tveir saman og það sem meira var, þá voru þau aðeins 90 mínútur á leiðinni. Upp úr krafsinu höfðu þau síðan rúm fjörutíu þúsund krónur, sem fara í ferðasjóðinn. Tveir hlauparanna duglegu. ELDEY HF.: 15 milljónir úr Byggöastofnun Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt að veita for- stjóra stofnunarinnar heimild til að lána útgerðarfélaginu Eldey h.f. í Gerðahreppi 15 milljónir króna. Á sama fundi voru afgreiddar fjölmargar beiðnir til útgerðarfyrirtækja um land allt og voru algengar upphæðir 10-30 milljónir króna. Ekki réttlátt Til ritstjóra Víkurfrétta. I síðasta tölublaði Víkur- frétta var fjallað mikið um Menningarvöku Suðurnesja og ekkert nema gott um það að segja. Birtar voru 14 myndir í opnu blaðsins frá atburðum Menningarvökunnar en mér BRÁ þegar ég sá að það var ekki minnst einu orði á Utvarp Suðurnes sem starfrækt var í tengslum við Menningarvöku Suðurnesja. Eg hafði haldið að Útvarp Suðurnes hafi verið einn af há- punktum Menningarvökunn- ar og sá liður sem tókst einna best en svo virðist ekki vera, allavega hjá ykkur á Víkur- fréttum; Við Útvarp Suðurnes störf- uðu 15-20 mannsog meirihlut- inn var nemendur úr FS. Þetta fólk fórnaði öllu páskafríinu sínu fyrir Útvarp Suðurnes og þá um leið Menningarvöku Suðurnesja. Okkur finnst þetta ekki rétt- látt. Að skrifa og vera með myndir af flestum atburðum Menningarvökunnar og minnast ekki á Útvarp Suður- nesja. Hvernig stendur á þessu? Fyrir hönd Útvarps Suðurnesja Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá ritstjórn Eins og Magnúsi Hlyni er kunnugt hefur enginn fjöl- miðill gert Menningarvöku Suðurnesja betri skil en Vík- urfréttir. Engu að síður er langt í frá að kynning blaðs- ins sé tæmandi enda gerðum við okkur það Ijóst löngu fyrir birtingu frétta af vök- unni að við yrðum að sleppa mörgum uppákomum, bæði stórum sem smáum. Hvað sé hápunktur og hvað ekki verður alltaf hár- togunarefni, því öllum finnst sinn fugl fegurstur og á það jafnt við Útvarp Suð- urnes sem og annað. Drög- um við ekki í efa að aðstand- cndur útvarpsins lögðu sig alla fram, sem og aðrir er tóku þátt í þcssari merku Menningarvöku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.