Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 18
\>iKur< Jón Kr. CLslason reynir körfuskot, en ívar Webster hinn ógurlegi, er til varnar. Ljósm.: mad. „KLIKKUÐUM HRIKALEGA“ 18 Fimmtudagur Steinar bestur á páskamóti • Steinar Sigtryggsson, olíu- kóngur hjá Olis, sigraði á fyrsta golfmóti ársins sem haldið var í Leiru laugardaginn 2. apríl. Steini fékk 39 punkta, einum meira en Lúðvík Gunnarsson. I 3.-4. sæti komu tveir jafnir, þeir Rúnar Þórmundsson og Berg- steinn Jósefsson með 37 punkta. Golfarar eru nú óðum uð komast í gang og er ætíð fjölmennt í Lcir- unni þegar veður leyfir. Jón Kr. fram- kvæmdastjóri Í.B.K. • Jón Kr. Gislason, körfuknatt- leiksmaðurinn snjalli, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra knattspvrnuráðs ÍBK. Jón Kr. er iþróttakennari að mcnnt og hefur undanfarin 2 ár kennt við Holta- skóla í Keflavík og verið einn af lciðbeinendum við íþróttaskóla Keflavíkur á sumrin. Jón Kr. tekur við af félaga sínum úr körf- unni, Hreini Þorkelssyni, sem tók við þessu starfi á miðju sumri í fyrra þegar Einar Ásbjörn Ólafs- son gekk til liðs við Fram. Góð frammistaða Í.B.K. í Svíþjóð • Keflvíkingar scndu lið á Norð- urlandamót félagsliða i körfu- knattleik sem fram fór i Söder- taljc í Svíþjóð fyrir skömmu. ÍBK scndi lið í 17 ára aldursflokki cn til mótsins er hoðið sterkustu lið- um Norðurlanda í hverjum ald- ursflokki frá 14-17 ára. Frammi- staða Keflvíkinga var ágæt. Þeir sigruðu í tvcimur leikjum með miklum yfirburðum, þar af lið Horsholm frá Danmörku með 30 stiga mun. Fjórum leikjum löp- uðu ÍBK strákarnir með litlum mun en einum stórt. Liðið hafn- aði í lO.sæti af 12 liðum. Birgir Guðfinnsson var stigahæstur Keflvíkinga og skoraði samtals 91 stig í mótinu. Það sem háði Kefl- vikingum mest í mótinu var hve lið þeirra var lágvaxið miðað við mótherjana. Lið Malmö frá Sví- þjóð hafði t.a.m. 4 leikmenn yfir 2 metra. Fall er fararheill! • Ekki byrja Njarðvíkingar knattspyrnuárið mcð stæl. Þeir hafa tapað tveimur fyrstu leikjun- um í Stóru-bikarkcppninni, fyrst gegn Selfossi fyrir austan 0-1 og síðan gegn Afturcldingu 1-3 í Mosfellssveit. Óli Þór skoraði gegn FH • ÍBK og FH gerðu jafntefli i Litlu bikarkeppninni i knatt- spyrnu i Hafnarfirði á laugardag 1-1. Óli Þór Magnússon skoraði mark Keflvíkinga og jafnaði leik- inn. Næsti leikur IBK í mótinu verður gegn Haukum í Kefiavík um helgina. Ingvar og Hjörtur unnu í tvímenning • Ingvar Ingvarsson og Hjörtur Kristjánsson voru hlutskarpastir i tvímenningsmóti í Leirunni á laugardaginn. Leiknar voru 18 holur með punktakeppnisfyrir- komulagi og í blíðskaparveðri. Ingvar og Hjörtur hutu 45 punkta, Páll Gunnarsson og Jóhann Benediktsson komu næst- ir nteð 41 punkt og i þriðja sæti urðu þeir Jónas Gestsson og Benedikt Gunnarsson með '40 punkta. Næsta mót hjá GS vcrð- ur á laugardaginn 16. apríl kl. 10, svokallað vormót og verður leikið með punktakeppnisfyrirkomu- lagi. „Ég get varla lýst því hvað ég er svekktur. Ég á ekki til orð. Við klikkuðum alveg hrikalcga og ekki í fyrsta skipti. Það er eins og við klikkum alltaf á ör- lagastundu, alveg hreint ótrú- legt“ sagði Jón Kr. Gíslason fyrirliði IBK að loknum leikn- um við Hauka í fyrrakvöld í Keflavík. Jóni Kr. mistókst vítaskot þegar 3 sekúndur voru til lciksloka í framlengingu. „Nei, ég var ekkert stressaður, er sennilega bara ekki betri.“ Það má taka undir orð Jóns Kr. því enn einu sinni brugðust Keflvíkingar á örlagastundu. Sennilega hafa þó sárindin sjaldan verið meiri, því í húfi var úrslitaleikur úrvalsdeildar. Keflvíkingar ætluðu sér þó ekkert annað en sigur því þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu forystu strax á fyrstu mínútunum. Þeir voru drjúgir í fráköstunum og léku sterka vörn. Um miðjan fyrri hálfleik höfðu þeirnáð lOstiga forystu og þannig var staðan í leikhléi, 44:34. ÍBK hélt áfram á sömu braut og þegar síðari hálfleik- ur var hálfnaður voru Keflvík- ingar 9 stigum yfir, 65-56, en þá kom Ivar svarti með 3 körf- ur í röð og breytti stöðunni í 65-62. Þá var eins og allt færi í baklás hjá heimamönnum og ekkert gekk hjá þeim í sókn- inni. Þegar tæp mínúta vareft- ir var staðan 72-68. Reynir Kristjánsson, Haukamaður, átti síðasta orðið og skoraði 4 stig og jafnaði leikinn. I framlengingunni reynd- ust Haukar sterkari á taugum þrátt fyrir að Hreinn kæmi Keflvíkingum á bragðið með þriggja stiga körfu strax í byrj- un. IBK átti möguleika á að tryggja sér sigur þegar 1 íi mín. var til leiksloka en sem fyrr mistókust skotin í sókninni. Haukar klikkuðu hinsvegar ekki, ekki einu sinni Ingimar, fyrrum Njarðvíkingur. Jón Kr. átti síðan möguleika á að jafna þegar 3 sek. voru eftir en hitti ekki úr fyrra vítaskotinu eins og áður er lýst. Haukarnir fögnuðu gífur- lega í leikslok en Keflvikingar gengu súrir af leikvelli. Draumaúrslitaleikurinn, IBK og UMFN, var horfinn úr hug- um manna. Stigahæstur Keflvíkinga var Sigurður Ingimundarson með 22 stig. Axel Nikulásson kom næstur með 15 stig og Jón Kr. 11 og Magnús Guðfinns 10 stig. Ekki voru allir sáttir við dómgæslu þeirra Omars og sérstaklega Jóhanns Dags á lokasekúndunum. Vildu meina að þeir hefðu klikkað á tauginni eins og IBK liðið. sóm/pket. jtíUU Jón Örvar með Hafnaliðið • Jón Örvar Arason seni hefur leikið í marki Víðis undanfarin ár hefur tekið við þjálfun Hafnaliðs- ins í knattspyrnu. Jón Örvar mun einnig standa i marki Hafna en það er engin nýlunda fyrir hann þvi Jón stóð í marki liðsins fyrir nokkrum árum. Tap hjá Víðismönnum • Víðismenn töpuðu fyrir Akra- nesi i leik iiðanna í Garði á laug- ardag. Guðjón Guðmundsson fyr- irliði skoraði mark Víðis en Ólaf- ur Þórðarson og Guðbjörn Tryggvason tryggðu IA sigur. Leikurinn var liður í Litlu bikar- keppninni. Fer Jóhann á verð- launapall í Verona? • Jóhann Jónsson, hin aldna iþróttakempa úr Garðinum, bætti tvö af sínum eldri metuni á íþróttamóti hjá öldungum í Bald- urshaga í Reykjavík um þar síð- ustu helgi. Stökk Jóhann 9,23 i þrístökki og 4,34 í langstökki. Jó- luinn nálgast nú óðfluga bestu stökkvara i heiminum, þvi sá sem varð í 3. sæti í 65 ára fiokki á heimsmeistaramótinu í Melborn í desemher sl. stökk 9,67 metra í þristökki en sá er hafnaði í 3. sæti i 70 ára fiokki stökk 9,39 mctra. Þessi árangur Jóhanns í Bald- urshaganum hendir allt eins til þess að hann nái verðlaunasæti í Verona í sumar. Suðurnesjamótið og Stóra bikarkeppnin • Þrir leikir hafa farið fram i Suðurnesjamótinu í knattspyrnu. Víðismenn liafa unnið bæði Reyni, 2-1, og UMFN, 3-2, og siðan uniiu Reynismcnn UMFN 2-0. Grindvikingar léku sinn fyrsta lcik í Stóru bikarkeppninni á laugardag en þágerðu þeirjafn- tefli við Gróttu 1-1. Júlíus Pétur Ingólfsson gcrði ntark UMFG. Enn einn titillinn hjá ÍBK • Keflvíkingar tryggðu sér enn cinn íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik er 3. flokkur fé- lagsins vann sigur á KR 77:74 í íþróttahúsinu í Hafnarfirði um sl. helgi. Keflvíkingar fengu 6 stig í úrslitakeppninni, eins og Haukar, cn unnu innhyrðis viðureigninaog því varð titillinn þcirra. 2. flokkur kvenna líka • Kvenfólk í körfunni hjá ÍBK stendur sig vel, ckki síður en strákarnir. Um siðustu helgi varð 2. flokkur íslandsmcistari eftir spennandi keppni við Hauka. IBK og Haukar urðu jöfn að stigum í lokin. Bæði liðin unnu tvo inn- byrðis leiki, en ÍBK hafði 3 stigum betur og það dugði til sig- urs í mótinu. Jafnara gat það þó ekki verið. UMFG í Skotlandi • Grindvikingar fóru í keppnis- og æfingaferð til Skotlands um páskana. Léku þeir þrjá leiki gegn áhugamannaliðum, unnu einn, gerðu eitt jafntefii og töpuðuein- uin. Fcrðin gekk mjög vel og Grindvíkingar mæta vel undir- húnir fyrir keppnistimabilið. Markvörður til UMFG • Grindvíkingar hafa fengið liðs- styrk í markið. Jón Otti Jónsson, markvörður úr Víkingi, hefur gengið til liðs við þá og ætlar að verja mark þeirra i sumar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.