Víkurfréttir - 14.04.1988, Blaðsíða 9
\>tKur<
juiUt
Fimmtudagur 14. apríl 1988 9
....... Lottóið: -----
4 milljónir hingað
Tæpar 4 milljónir króna
haf'a runnið í vasa íþróttafé-
laganna á Suðurnesjum frá
Lottóinu fyrir árið 1987.
ÍBK er þar hér um bil með
helming upphæðarinnar, eða
1.900.000. en hin félögin,
knattspyrnufélögin Reynir,
Víðir og Hafnir, ungmenna-
félögin UMFG, UMFN og
Þróttur Vogum, og golf-
klúbbarnir GS og GG, hafa
fcngið í sinn hlut sanuals kr.
2.080.469.
Sundurliðað hafa félögin
fengið:
íþróttabandalag Kcflavíkur
1.900.000
Golfklúbbur Suðurnesja
420.173
Umgmcnnafélag Njarðvíkur
408.719
Ungmennafclag Grindavíkur
379.313
Knattspyrnufciagið Reynir
338.554
Knattspyrnufclagið Víðir
181.338
Golfklúbbur Grindavíkur
163.870
Ungmcnnafclagið Þróttur
11.300
Knattspvrnufélagið Hafnir
8.640
Upphæðin sem hvert fé-
lag fær er m.a. reiknuð út frá
þátttakendaíjölda í keppn-
urn, en einnig út frá rekstri
deildanna. Upphæðin sent
úthlutað er má t.a.m. ekkí
vera meirí en 10% af veltu
félagsins. Við úthlutun 1987
fengu félögin Hafnir og
Þróttur mun minni upphæð,
en samkvæmt útreikningum,
þar sem þau náðu ekki að
uppfylla þessi skilyrði.
Nú er einnig búið að
úthluta fyrstu greiðslu á
þessu ári. Nam hún samtals
750 þúsund krónum auk um
170 þúsunda sem urðu „af-
gangs" frá 1987, en það er
upphæðin sent varð eftir frá
félögunum sern ekki upp-
fylltu skilyrði um veltu.
Eins og sjá má af þessum
tölum þá hefur Loltóið skil-
a ð íþróttafélögununi
drjúgum skildingi frá því það
hóf starfsemi, og er óhætt að
segja að það hafi komið sér
vel.
Verslun - Viðskipti:
Gylfi
Kristinsson
í Samkaup
Gylfi Kristinsson, aðstoðar-
verslunarstjóri í Járn & Skip
hefur verið ráðinn verslunar-
stjóri í Samkaup, stórmarkaði
Kaupfélags Suðurnesja.
Tekur Gylfi við stöðu þess-
ari um næstu mánaðamót af
Magnúsi Jónssyni sem þá
hverfur til starfa hjá Kaupfél-
agi Arnesinga sem yfirmaður
Vöruhúss KA á Selfossi.
Sorpeyðingarstöðin:
Jón Norðfjörð
formaður
Á mánudag var haldinn
fyrsti stjórnarfundur Sorp-
eyðingarstöðvar Suður-
nesja að loknum aðalfundi.
M.a. skiptu stjórnarmenn
með sér verkum á fundin-
um, en komið var að full-
trúa Miðnesinga að skipa
sæti formanns stjórnarinn-
Núverandi formaður er
því Jón Norðfjörð, Sand-
gerði, en fráfarandi for-
maður var Guðmundur
Kristjánsson, Grindavík.
1001 möguleiki
Tilsniðið hobby-efni til heimasmíða
ÞÚ SMÍÐAR:
• borð og bekki í eldhúsið
• sófaborð • hillusamstæður
• og margt fleira sem hugurinn
girnist • leiðbeiningar fylgja.
TRÉ-X B YGGINGA VÖRUR
Iðavöllum 7 - Keflavík
Sími 14700
1
m s m mmmm .5 “ m 1^^. V p
TRÉ