Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 28.07.1988, Qupperneq 12
VÍKUR 12 Fimmtudagur 28. júlí 1988 | jtittí* Ljósmyndir: hbb. Ungur kafari í Keflavíkurhöfn: „Of hættulegt að nota súrefnishylki úú LinsUika sinnum lief'ur mátt sjá kafara leika sér í höfninni í Keflavík, svartklæddan og víga- lcgan. þessi umræddi kafari var á sundi í Itöfninni á laugar- dag, þegar hlaðamaður Víkur- frétta hitti hann að máli. Hann lieitir Haraldur Magn- ússon og er úr Keflavík. Hann keypti liúninginn fyrr í sumar, notaðan og fyrir lítið. Þegar vef viðrar hefur I laraldur skellt sér í sjóinn og „svamlað“ í nokkrar mínútur. Blaðamaður veitti því athygli hversu lítið Haraldur fór í kaf og spurði um ástæðu þess. „Þcgar maður er með liett- una þá er svo erfitt að anda“. - Þú ert ekki með súrefnis- hylki? „Nei, þá er þetta orðið of hættulegt“. - Nú er þetta blautbúningur sem þú ert í. Er þér ekki kalt? „Nei, ég er alveg að kafna úr hita í búningnum“ sagði Har- aldur að endingu. Björgunarsveit- irnar skoða einn með öllu Forsvarsmönnum björgun- arsveita á Suðurnesjum var fyrir helgi boðið til kynningar á nýjum bíl frá Volkswagen. Það voru Hekla hf. og Bílanes sem buðu til kynningarinnar. Bíllinn, sem varprófaður. er eini sinnar tegundar hér á Is- landi og var tilgangurinn að prófa bílinn við erfiðaraðstæð- ur og gefa skýrslu til verk- smiðjanna í Þýskalandi varð- andi breytingar og lagfæring- ar á ýmsum þáttum sem betur mættu fara. Voru björgunarsveitar- menn mjög ánægðir með bíl- inn, þó svo þeir hefðu fundið punkta sem betur mættu fara. Höfðu sumir á orði, hvort ekki væri hægt að fara með bílinn heim og skila honum aldrei aftur! Ekki fengu björgunar- sveitirnar það, en það líða ör- ugglega ekki mörg ár þangað til sveitirnar sjást á nýjum Volkswagen við leitir og björg- unarstörf. Björgunarsveitarmenn ásamt fulltrúa frá Heklu hf. lengst t.v. og Randveri Ragnarssyni lengst t.h. frá Bílancsi, fyrir framan bílinn góða. Ljósm.: hbb. Fjölmenni var á Keflavíkurbryggju um siðustu helgi. Bandaríkjamenn og ungir Suðurnesjamcnn stóðu mcð stöngina út i loftið og biðu eftir að bitið yrði á agnið. Ljósm.: hbb. Marhnútur bragðast eins og humar Það er svo til á hverjum degi sem má sjá stangaveiði- menn á bryggjunum hér á Suðurnesjum. Flestir eru þessir veiðimenn ungirstrák- ar, en einnig fást stelpur við veiðiskapinn og síðasta má nefna Kanana af vellinum, sem standa í öllum veðrum á bryggjukantinum með veiði- stöngina á lofti. Það eru fjölbreytilegar fisktegundir sem bíta á agnið og má þar fyrstan nefna bryggjuufsann og marhnút- inn. Þá má oft krækja í einn og einn sandkola. Einstaka sinnum kemur svo lax á öngulinn, en laxveiði úr sjó er bönnuð. Islensku veiðimennirnir kasta fiskinum oftast aftur í sjóinn, en þeiramerísku taka aflann með sér heim. Hvort þeir borða marhnútinn, vit- um við ekki, en hann er sagður bragðast eins og humar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.