Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Page 14

Víkurfréttir - 28.07.1988, Page 14
\)iKun 14 Fimmtudagur 28. júlí 1988 jtitu* TIL SÖLU BUICK REGAL árgerð ’84, kom á götun ’85. Ekinn 27.000 km. Verð og greiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 12287. Tilboð óskast í sprungufyllingar og málun utanhúss að Hringbraut 59 í Keflavík. Nánari upplýs- ingar í síma 12213. Frá Sjúkraþjálfun Keflavíkur Vegna brottflutnings starfsfólks úr landi, verður Sjúkraþjálfun Keflavíkur lokað. Um leið og við þökkum samstarfsfólki og sjúklingum fyrir frábæra viðkynningu og samstarf, óskum við öllum Suðurnesja- mönnum heilla um ókomna framtíð. Sjúkraþjálfun Keflavíkur Starsleyfistillögur fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 390/1985 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem valdið getur mengun, liggia frammi á skrifstofum viðkomandi sveitar- og bæjarfélaga til kynningar til 9. september 1988 starfsleyfistillögur fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Rétt ti I að gera athugasemdir við starfsleyf- istillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Reykjavík, 22. júlí 1988. Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir Ilópurinn sem fór út, ásamt þýskukennara sínum. 14 þýskunemar við FjöIbrautaskóla Suðurnesja: Vel heppnuð náms- ferð til Þýskalands Á undanförnum vikum hefur nokkuð verið rætt og ritað um Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eg tel það gagnlegt fyrir skólann, að um hann sé fjallað, þar sem slíkt hlýtur alltaf að vekja forvitni manna almennt og áhuga á skól- anum og því fjölbreytta og áhuga- verða starfi, sem þar fer fram. En skólastarf virðist vera í eðli sínu „fyrirferðarlítið"' og „þögult", ef svo má að orði komast. Hérerátt við, að oft er það svo að fáir, nema þeir sem hlut eiga að máli, vita raunverulega hvað gerist innan veggja skóla almennt, nema það sé kynnt sérstaklega. Hér langaði mig til að greina í stuttu máli frá mjög sérstakri og vel heppnaðri námsferð, sem nokkrir nemendur í efsta áfanga í þýsku, þýsku 613, fóru í á síðustu vorönn. Það er ekki algengt að far- ið sé I slíkar námsferðir, enda ligg- ur ótrúlega mikil vinna að baki og því fylgir mikil ábyrgð fyrir einn kennara að fara með hóp nemenda til útlanda. Námsferð þýskunema stóð yfir í viku og var það nokkuð stutt- ur tími að áliti skólastjóra mála- skólans. Schwabisch-Hall erfrem- ur lítil, mjög gömul ogfallegborg. Þangað er um klukkutíma akstur frá Stuttgart. Borgin státar af byggingum frá miðöldum og í miðborginni er ekki laust við að sum húsin, sem þó eru mjög falleg og í frábæru ásigkomulagi, séu farin að halla örlítið! Þetta er eitt af því sem gerir borgina svo að- laðandi og heillandi fyrir ferða- manninn! Enda er borgin geysi- vinsæll áfangastaður ferðamanna, einkum á vorin og sumrin. Sjálfri fannst mér eins og ég væri komin heim, þegar við stigum út úr rút- unni. En það er ólýsanlegt hvernig tilfinningar gripa kcnnara, þegar hann stendur með nemendur sína á stað, sem hann hefur staðið oft á sjálfur og sagt nemendunt sínum frá. Eins og áður sagði er borgin mjög gömul og til gamans Iangar mig að segja frá skemmtilegu at- viki í því sambandi. Þannig var,að einn kennari skólans var fyrir nokkru Ieiðsögumaður með hóp amerískra ferðamanna í borginni. Hann leiddi fólkið að elstu og sögulegustu byggingum borgar- innar og sagði því sögu þeirra. Á leiðinni gengu þau fram hjá liúsi sem virtist vera komið til ára sinna. Einn ferðalangurinn stopp- aði og vildi vita hvort þetta væri ekki merkilegt hús en leiðsögu- maðurinn sagði að svo væri ekki, því húsið væri ekki nema rúmlega þrjú hundruð ára! Nemendur voru oftast frá kl. 8 til 15 í skólanum og fór kennslan fram bæði innan veggja skólans og utan. Nemendur fengu t.d. mynd af einhverri þekktri byggingu í borginni, gjarnan tveir og tveir saman. Svo áttu þau að finna hana og kynna sér sögu hennar með hjálp fólks á förnum vegi. Svoáttu þau að fjalla um þetta í skólanum. Það má því svo sannarlega segja, að kennslan hafi verið ákaflega lif- andi. Sjálf er ég þeirrar skoðunar, að nemendur hafi bæði haft mikið gagn og gaman af þessum stutta tíma. Nemendur gistu á heimilum og það var einkar lærdómsríkt. Með þessu móti fengu nemendur ekki bara tækifæri ti! að læra þýsku, heldureinnigtækifæri tilað kynnast Þjóðverjum, heimilum þeirra og venjum í daglegu lífi. Auðvitað hefði tíminn þurft að vera lengri en þetta hefur þó veitt nemendum ákveðna hugmynd um ofangreint. Það vakti t.d. athygli krakkanna, hve almennilegt fólk- ið var, það vildi allt gera fyrir þau sem þaðgat. Einnig heldégaðþau hafi verið mjög hissa á því, hversu flókið „kerfið" var, miðað við það sem er hér heima. Það var t.d. ekki auðvelt að taka peninga út úr banka út ágreiðslukort ogoft varð að fara banka úr banka til þess. Hópurinn heimsótti mjög gamla og þekkta borg í nágrenni við Schwabisch-Hall, sem heitir Rothenburg. Einnig var farið tvisvar í stuttar ferðir til Stuttgart. Á meðan á dvöl okkar í Schwabisch-Hall stóð, spjallaði yfirkennari skólans oft við mig. Hann liafði á orði að kennarar skólans og annað starfsfólk hefði veitt þessum hópi frá Islandi sér- staka athygli. Hann var þeirrar skoðunar, að nemendurnir hefðu staðið sig mjög vel í alla staði og fengu þeir gott prófskírteini. er þeir fóru heim til Islands. Yfir- kentiarinn talaði t.d. sérstaklcga um það, hversu lifandi og áhuga- samir jxssir krakkarværu. Einnig sagði hann, að þau hefðu verið ákaflega kurteis og tillitssöm og hann langaði að vita eitthvað um skólann okkar, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og vakti skólinn at- hygli lians. Kennari hópsins. Heidi Wetz, var t.d. alveg öldung- is hissa, þegar krakkarnir færðu henni gjöf að lokum. „Svona skemmtilega hugulsamur hefur enginn hópur verið," sagði hún mér. Einnig var mér tjáð, að kenn- arar hefðu heldur kviðið þvi að fá hóp frá íslandi og það segir því miður sína sögu um íslenska ferða- langa erlendis almennt. „En þessi hópur hefur staðið sig frábærlega vel," hélt kennarinn áfram. Þessi vitnisburður, sem nem- endur Fjölbrautaskóla Suður- nesja fengu er vitanlega einstakur og éger þakklát fyriraðhafafeng- ið að eiga dálítinn þátt í þessari námsferð, sem ég vona að hafi ver- ið nemendum jafn ógleymanlegog mér. Margar skemmtilegar stund- ir og augnablik ntunu seint liða úr minni. Suðurnesjamenn hafa svo sann- arlega ástæðu til að vera stoltir af sínum framhaldsskóla, innan veggja hans fer fram gott starl'. starf sem er í sífelldri endurskoð- un og uppbyggingu. Að lokum við ég þakka skóla- meistara. Hjálmari Árnasyni, fyrir hans jákvæða viðhorf og mikla stuðning. Án hans hjálpar hefði þessi ferð aldrei verið farin. Keflavík, 5. júlí 1988, Guðrún Erla Sigurðardóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.