Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 20
yfÍKUR Fimmtudagur 28. júlí 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Tros sf. í Sandgerði: Flytur út fersk- an heilan humar til veitingastaða á Ítalíu er eina fyrirtækið á Suðurnesj- um sem hefur verið í úfflutningi á lieilum humri og jafnframt hið eina á landinu sem flytur hann út ferskan. Tros hefur selt humarinn til Hollands og Belgíu í gegnuni Voga hf. og til Flórens og Rimini á Italíu í gegnum Stefni hf. Italir hafa sýnt mikinn áhuga á frekari kaupum og næsta sumar er stefnt að því að senda um 5 tonn vikulega til Ítalíu. - Én hvernig ganga llutn- ingarnir i hitanum til Italiu? „Flutningarnir eru stá:'fsta vandamálið í þessum útflutn- ingi. Humarinn þolir.ý' litla geymslu, súrefnið gerir hann svartan og þannig er hann ó- seljanlegur. Annað er að beint „Við höfum verið að þróa þessa aðferð í 4 ár og teijum okkur hafa dottið niður á góða lausn við að halda humrinum ferskum í vikutíma", sagði Logi Formóðsson í ferskfiskvinnslu- stöðinni Tros í Sandgerði, sem hefur flutt út um 5 tonn af fersk- um lieilum humri i sumar. Tros Jónas Jónsson og Sigurður Jóhannsson, starfsmenn í Tros, flokka og hreinsa humarinn. Ljósm.: hbb. fragtflug e_r ekki til Rimini og Flórens. Italska heilbrigðis- ráðuneytið leyfirekki innflutn- ing á matvælum nema í gegn- um tvo flugvelli, í Róm og Mílanó. Þess vegna verðum við að senda fyrst með Flug- leiðunj til Kaupmannahafnar og þáðan til Mílanó, og hins vegar með Arnarflugi í gegn- urn Amsterdam til Mílanó". Aðspurður um verðmæta- mun á humrinum sagði Logi að sjómaðurinn fengi 30-60% meira í sinn vasa fyrir að skila humrinum heilum í stað þess að slíta hann. „Erlendis er humarinn borinn fram með , klóm og öllu saman og þykir mikið lqstæti", sagði Logi. Tros er líklega eina fersk- fiskvinnslustöðin á landinu sem einbeitir sér eingöngu að ferskfiski. Fyrirtækið flyturút ferskfisk af öllum gerðum heimshorna á milli, t.d. til Japan og Saudi Arabíu. „A allra daufasta tímanum gríp- um við í saltfisk, svona rétt til að ná okkur í atkvæði hjá SIF til að geta kosið Dagbjart Ein- arsson í stjórnina", sagði Logi að lokum. Grindavík: Næturgestir hættir að mæta Tíð innbrot í víngeymslu varnarliðsins: Stálu þremur kössum af úrvals vodka Síðasta helgi var fremur róleg hjá lögreglunni í Grindavík. Engin óhöpp urðu í umferðinni I umdæmi hennar og einungis einn öku- maður var tekinn fyrir ölvun við akstur. Bláa lónið í Svartsengi hefur fengið frið óboðinna gesta að næturlagi. Af sem áður var, segir lögreglan, og ekki sálu að sjá í lóninu eftir lokun. Nokkuð mun hafa verið um innbrot í vínlager varn- arliðsins á Keflavíkurflug- velliá undanförtium mánuð- um. Víngeymslan mun ekki vera varin með þjófabjöllu og hafa þjófarnir því átt fremur auðveldan aðgang að henni. Þó gripu þeir til ör- þrifaráða um síðustu helgi og stálu þá Ivftara til þess að brjóta upp hurð á bygging- unni. Höfðu þjófarnir á brott með sér þrjá kassa af vodka og er talið að þeir hafi farið beinustu leið að girð- ingunni sem umlykur svæði Varnarliðsins og klippt á hana gat. Þar munu þeir hafa komið þýfinu fyrir í bifreið sinni og ekið á brott. Ekki hefur tekist að hafa hendur i hári þjófanna, cn talið er að hér séu kunnáttu- menn að verki, því faglega var að öllu farið. Nýtt útgerðarfyrirtæki í Grindavík - Sigluberg hf.: „Styrkir stöðu beggja fyrirtækja" - segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf, sem ásamt Fiskimjöli og Lýsi hf. standa að stofnuninni Nýtt útgerðarfyrirtæki liefur verið stofnað í Grindavík og ber það nafnið Sigluberg hf. Er fyrirtækið stofnað af tveimuröðrum fyrir- tækjum í Grindavík, Þorbirni hf. og Fiskimjöli og Lýsi hf. Að sögn Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra þess fyrr- nefnda, er Sigluberg hf. stofnað í kringum loðnuskipin þrjú, Hrafn GK-12, Hrafn Svein- bjarnarson III. GK-11 og Gísla Árna RE-375, og er því ætlað að styrkja stöðu beggja fyrirtækj- anna. „Við náum með þessu betri nýtingu á aflanum en verið hefur. Hrafnarnir ásamt Gísla Árna munu landa loðnunni eftir því sem unnt verður i Grindavík, og skapa þannig verkefni fyrir Fiskimjöl og Lýsi hf. Þorbjörn mun hins vegar njóta góðs af botnfisk- og rækjukvóta Gísla Árna, sem hingað til hefur verður gerður út á þær veiðar á ísafirði". Samtals mun nýja fyrirtæk- ið hafa yfir u.þ.b. 57.000 tonna loðnukvóta að ráða ef miðað er við fyrra ár. Hlutafé fyrirtæk- isins var ákveðið 20 milljónir, en framkvæmdastjóri þess mun verða Jóhann Pétur Andersen. Stútur við stýri Menn eru að skvetta í sig alla vikuna, a.m.k. þurfti lög- reglan í Keflavík að hafa af- skipti af einum ökumanni fyrir ölvunarakstur á mánudags- nótt. Þrátt fyrir að um karl- mann hafi verið að ræða í þessu tilfelli, þá hefur ölvunar- akstur kvenna aukist mikið upp á síðkastið, að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns. Þeir hafa greinilega verið að birgja sig upp fyrir verslunar- mannahelgina...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.