Víkurfréttir - 01.09.1988, Page 4
mw
4 Fimmtudagur 1. september 1988
muR
Útgefandi: Víkur-fréttir hf.
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar:
Vallargötu 15-Simar 14717,15717-Box 125-230 Keflavík
Ritstjórn:
Emil Páll Jónsson
heimasími 12677
Páll Ketilsson
heimasími 13707
Fréttadeild:
Emil Páll Jónsson
Hilmar Bragi Báröarson
Auglýsingadeild:
Páll Ketilsson
Upplag: 5500 eintök, sem dreift er ókeypis
um öll Suðurnes.
Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annað
er óheimilt nema heimildar sé getiö.
Setnmg filmuvinna og prentun GRÁGÁS HF., Keflavik
Keflavíkurhöfn:
Lítil skúta hrökklast
undan veðri
Lítil seglskúta leitaði skjóls í
Keflavíkurhöfn á sunnudag.
Hafði skútan hrökklast undan
veðri inn til hafnarinnar. Skút-
an er frá Vestur-Þýskalandi,
skráð í Berlín og heitir Kikam.
Að sögn hafnarskrifstofunnar
í Keflavík er nokkuð um það
að leitað sé skjóls í Keflavíkur-
höfn, þegar siæm veðurganga
yfir, eins og var um helgina.
Skútan Kikam frá Berlín í Keflavíkurhöfn. Ljósm.: epj.
- BRIDS -
vetrarstarfið
að hefjast
Nú fer vetrarstarf Bridsfél-
ags Suðurnesja senn að hefjast.
Við byrjum á því að Ijúka bik-
arkeppni félagsins, sem staðið
hefur yfir í sumar, með þátt-
töku 9 sveita. Urslitaleikurinn
fer franr, eins og áður var aug-
lýst á Glóðinni, þann 10. sept.
Ekki er enn Ijóst hvaða sveitir
þar munu keppa en væntan-
lega skýrast málin á næstu
dögum. Reynt verður að skýra
frá því í næsta biaði Víkur-
frétta.
Eftir úrslitaleikinn verður
síðan árshátíð félagsins með
verðlaunaafhendingu fyrir síð-
asta keppnistímabil. Þeir sem
áhuga hafa að mæta eru beðnir
að hafa samband við einhvern
stjórnarmeðlim sem fyrst.
A mánudeginum eftir árs-
hátíð verður aðalfundur fél-
agsins í Golfskálanum í Leiru
kl. 20, þar sem kosin verður ný
stjórn meðal annars. Eftir að-
alfundinn verður að sjálfsögðu
gripið í spil.
Mánudaginn 19. sept. verð-
ur fyrsta spilakvöld vetrarins.
Stjórnin
jtUUt
Grunnskólinn, Sandgerði:
Fækkun í forskóladeild
Nemendum fækkar í for-
skóladeild Grunnskólans i
Sandgerði á milli ára. Að sögn
skólastjóra, Guðjóns Þ. Krist-
jánssonar, stendur nemenda-
I jöldi í stað, þar sem tuttugu
nemendur l'óru upp i níunda
bekk. Er forskóladeildin ekki
eins fjölmenn og i fyrra og vissi
skólastjórinn ekki ástæðuna,
nema þá að vertíð hafi verið
góð hér um árið.
Búið er að ráða fjóra nýja
kennara en ennþá vantar tvo.
A þessu skólaári verður tekin i
notkun að fullu nýbygging sé.
er verið hefur í smíðum undan-
farin fjögur ár. I henni eru
fimm kennsjustofur, þar af
tvær sérbúnar. Þá ætlar skól-
inn að minnast þess i haust að
50 ár eru liðin frá setningu
lians á þeim stað er liann
stendur nú.
FASTEIGNASALAN
Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1 14 20
KEFLAVÍK:
Rúmgóð 2ja herb. íbúð við
Ásabraut, með sérinngangi.
1.500.000
3ja herb. íbúð viðHeiðarból í
góðu ástandi. Skipti á stærra
húsnæði möguleg . 3.300.000
Ránarvellir 4, Keflavík:
Raðhús í smíðum. Húsinu
verður skilað fullgerðu að ut-
an, með frágenginni lóð, en
óinnréttuð. Til afhendingar
fljótlega. Áhugavert hús.
3.600.000
Grófin 6B, Keflavík:
Samkomuhús. Á n.h. ca. 200
ferm. salur, 2 herb., eldhús
og salerni. Á e.h. salur og
herb. Húsið er fullfrágengið
og gefur mikla möguleika.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
Tilboð
Suöurgarður 6, Keflavík:
Rúmgott raðhús ásamt bíl-
skúr á eftirsóttum stað, í
góðu ástandi .... 6.800.000
Faxabraut 2A, Keflavík:
4ra-5 herb. íbúð á efstu hæð.
Rúmgóð íbúð með fallegu út-
sýni. Laus strax ... 2.750.000
Brekkustígur 3, Sandgerði:
Glæsilegt hús á tveim hæð-
um. 3ja4ra herb. íbúð á n.h.
með sérinngangi. Söluverð
kr. 2.500.000.
Á efri hæð er4ra herb. vönd-
uð íbúð með sérinngangi.
Söluverð kr. 3.700.000. Vel
ræktuð lóð.
Hátún 34, Keflavík:
5 herb. e.h. með bílskúr. Sér-
hæð með nýjum gluggum og
hin vandaðasta ....4.500.000
Vallargata 8, Sandgerði:
3ja herb. n.h. með sérinn-
gangi. íbúðin er í góðu
ástandi .......... 2.500.000
Hólabraut 10, Keflavík:
Efri hæð ásamt risi og bíl-
skúr. fbúð sem gefur mikla
möguleika og er í góðu
ástandi ...........Tilboð
Eignamiðlun Suðurnesja
Hafnargötu 17 - Keflavík - Sími 1-17-00, 1-38-68
Tjarnargata 41, Keflavík:
Vönduð eign, sem skiptist í
e.h.: 160 ferm. sérhæð ásamt
55 ferm. bílskúr; og n.h. sem
er 110 ferm. rúmgóð 3ja
herb. íbúð. Góður staður,
nánari upplýsingar á skrif-
stofu.
Hátún 34, efri hæð, Keflavík:
Góð 5 herb. sérhæð ásamt
bílskúr. Góður staður.
4.500.000
Góð sérverslun í Keflavík.
Góð umboð, eigið húsnæði.
Nánari upplýs. á skrifstofu,
ekki í síma.
Hólabraut 10, efri hæð
og ris, Keflavík:
Rúmgóð 5-6 herh. íbúð
ásamt bílskúr. Eign með
mikla möguleika.
4.800-4.900.000
Hringbraut 68, neðri hæð
og kjallari, Keflavík:
Rúmgóð eign, stærð alls 240
ferm. Efri hæð er 4ra herb.
sérhæð og neðri hæð er 3ja
herb. íbúð, sér inngangur,
laus fljótlega .... Tilboð
Iðavellir 3, Keflavík:
Vandað iðnaðarhúsnæði á
tveimur hæðum, stærð alls
340 ferm. Laust strax. Góð
kjör, nánari upplýs. á skrif-
stofu.
Háteigur 16, Keflavík:
Glæsileg 3ja herb. íbúð
ásamt bílskúrssökkli. Parket
á gólfum, mikil og góð sam-
eign, sér þvottaherb. og
geymsla í sameign, góður
staður .............. Tilboð
Gónhóll 3, Njarðvík:
Gott einbýlishús á tveimur
hæðum, stærð alls 205 ferm.
Rúmgóð herb., miklir mögu-
leikar á neðri hæð, m.a. sér
inngangur, 30 ferm. bílskúr.
Tilboð
Lyngbraut 13, Garði:
132 ferm. einbýlishús ásamt
40 ferm. bílskúr. Góður stað-
ur .............. 4.500.000