Víkurfréttir - 01.09.1988, Síða 10
10 Fimmtudagur 1. september 1988
... skoðar
\>iKur<
jUUU
mur<
juUit
Fimmtudagur 1. september 1988 11
SL Máá
..Sameinar tvö áhugamál
- segir Ölafur G. Sæmundsson, sem gefur út heilsutímaritið Lífsþrótt
„Áhugi íslendinga á alhliða
heilsurækt og heilsuvernd er
mikill og eykst með hverju ári -
og er það vel - enda þykir marg
sannað að heilbrigð sál í
hraustum líkama séu þættir
sem hafi afgerandi áhrif á al-
hliða líkamsstyrk og lífsvilja.
En því miður finnast þó enn
einstaklingar sem álíta að
heilsurækt og heilsuvernd séu
bæði sóun á tíma og fjármun-
um - segja jafnvel: „til hvers að
æfa, eins og það er nú leiðin-
legt, og til hvers að afneita mat
sem manni bragðast svo vel?
Við deyjum hvort sem er öll
einhverntíman.“ Mikið rétt,
einhverntíman deyjum við öll
enda er ástæða heilsuræktar og
heilsuverndar ekki að gera
menn ódauðlega eða að lengja
líf manna um mörg ár, heldur
er megin áhersla lögð á að fólk
lifi lífi sínu á heilbrigðari og
ánægjulegri máta. Með öðrum
orðum; takmark heilsuræktar
og heilsuverndar er að auka
möguleika fólks á að lifa „eðli-
legu“ lífi sem allra lengst, laust
við erfiða spítalalégu, hreyfi-
hömlun, eða annars konar
krankleika, sem fólk á „besta“
aldri kennir sér og má oft rekja
ti! slæmra lífsvenja."
Þessi orð er að finna í rit-
stjóragrein Ólafs G. Sæm-
undssonar í nýju tölublaði
Lífsþróttar, sem kemur út
núna strax eftir helgina. I til-
efni útgáfu blaðsins tóku Vík-
urfréttir ntstjórann og útgef-
andann Ólaf G. Sæmundsson
tali.
„Nú hef ég verið við nám er-
lendis í ein fímm ár og fannst
mér tími til kominn að auglýsa
mig og nám mitt fyrir Suður-
nesjamönnum. Mér hefur ætíð
fundist gaman að skrifa og er
ritað mál sá tjáningarmáti sem
ég kann best við. Tímaritið
sameinar þannig tvö áhuga-
mál, þ.e. námið og skriftirn-
ar.“
-Hvernig tímarit er Lífs-
þróttur?
„Lífsþróttur er heilsutíma-
rit þar sem víða er komið við.
Ólympíuleikarnir eru á næsta
leyti og er Ólympíuliði Suður-
nesja gerð góð skil, sagt er frá
því starfí og þeim fórnum sem
afreksfólkið/ hefur lagt á sig
vegna þeirrar ströngu keppni
sem framupdan er. I blaðinu er
viðtal við Árna Hólm, sálfræð-
ing, og greinir hann frá, á op-
inskáan hátt, þeirri hlið sál-
fræðinnar sem hefur að gera
með mannleg samskipti. Kyn-
ferðislegri fullnægingu er gerð
nokkur skil, en það er fyrir-
bæri sem flestir hafa áhuga á
og hefur um tíðina hlotið
mikla en ekki alltaf gáfulega
umfjöllun. í Lífsþrótti er einn-
ig ítarleg grein um blómafrjó-
kornin og er rætt um gildi
þeirra á mannlega heilsu á eins
vísindalegan hátt og mögulegt
er. Ásamt nokkrum öðrum
stærri greinum og viðtölum er í
tímaritinu fjöldi smærri greina
og pistla.“
-Hvernig var efnisöfluninni
háttað?
„Öflun efnis í Lífsþrótt fór
að mestu leyti fram í Banda-
ríkjunum, þar sem ég stunda
mitt nám. Ég fór á bókasöfn
og las þar greinar í tímaritum
og bókum. Það efni, ?em vakti
áhuga minn, ljósritaði ég og
vann úr þegar heim var kom-
ið.“
-FramhaJd á útgáfunni?
„Ég hef fullan hug á að
halda þessu áfram þegar ég hef
lokið námi, sem mun væntan-
lega verða á fyrstu mánuðum
næsta árs. Þá hef ég hug á að
færa út kvíarnar og gefa út á
landsvísu.
Þetta er mitt annað tölublað
og var ég all ánægður með út-
komu fyrra blaðs og er bjart-
sýnn á að blaðið, sem kemur á
markað eftir helgina, seljist
vel. Blaðið er 68 blaðsíður og
þar af eru 18 í lit. Eintakið
mun aðeins kosta 250 krónur.
Ég skora á Suðurnesjamenn að
kaupa Lífsþrótt, því ég trúi að
flestir muni þar fínna eitthvað
sem áhuga vekur og fróðleik
gefur. Ef einhverjum líkar ekki
efni blaðsins mun sá hinn sami
að sjálfsögðu segja „nei“ næst
þegar blaðið verður boðið til
sölu. En mér finnst allt of al-
gengt að fólk segi „nei“, áður
en það hefur kynnt sér hvað til
boða er.“
-Er gróðahugur í þér, Ólaf-
ur?
„Auðvitað vonast ég til þess
að bera eitthvað úr býtum,
enda liggur mikil vinna að
baki. En samt sem áður skipar
fræðsluhugsjónin veigameiri
sess heldur en gróðasjónar-
miðið. Ég trúi að með þessum
hætti takist mér að ná til fjölda
manns, sem ella hefði ekki
náðst í, og kynna þeim mikil-
vægi heilsuræktar og heilsu-
verndar á alhliða heilsu og
heilbrigði.“
-Eitthvað að lokum?
„Ég vil koma á framfæri
þökkum til allra þeirra sem
hafa stutt mig og aðstoðað við
þessa útgáfu. Þá vona ég að
Suðurnesjamenn sýni þessu
framtaki áhuga og tryggi sér
eiAtak, annaðhvort af sölu-
fólki eða á einhverjum sölu-
staða blaðsins."
TEXTI OG MYND:
Hilmar Bragi Bárðarson
Útsýnisflug
yfir Suðurnes!
© Tölvuskóli FS
Eftirtalin tölvunámskeið verða haldin í
september ef næg þátttaka fæst.
1. Wordperfect-ritvinnsla. 16 stundir. Verð
kr. 8.000.
Tími: 6. sept. kl. 20-22
7. sept. kl. 20-22
8. sept. kl. 20-22
10. sept. kl. 10-16
11. sept. kl. 10-16
2. Almennt grunnnámskeið. 16 stundir.
Verð kr. 8.000.
Tími: 17. sept. kl. 9-16
18. sept. kl. 9-16
19. sept. kl. 20-22
20. sept. kl. 20-22
Innritun fer fram á skrifstofu skólans, sem
jafnframt veitir allar nánari upplýsingar.
Námskeiðsgjald greiðist við innritun.
Skráning er ekki tekin í gegnum síma.
Skrifstofan er opin frá kl. 8-16.
Fjölbrautaskóli Suðumesja
S Stöðupróf
Stöðupróf í tölvufræði og vélritun verða
haldin þriðjudaginn 6. september kl. 17:00.
Skráningu lýkur þann dag kl. 12:00. Gjald
kr. 500.
Skólameistari
Útivistartími
barna
Samkvæmt lögum um útivistartíma barna
á tímabilinu 1. september til 1. maí, er
börnum 12 ára og yngri ekki leyfilegt að
vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd
með fullorðnum.
Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára
óheimil útivist eftir kl. 22 nema í fylgd með
foreldrum eða á heimleið frá viðurkenndri
æskulýðsstarfsemi.
Bamavemdarnefnd Keflavíkur
Gjaldheimtan
innheimtir
fyrir Njarðvík
og Sandgerði
Gjaldheimta Suðurnesja
hefur tekið við innheimtu
álagðra aðstöðugjalda og út-
svara 1988 fyrir Njarðvíkur-
bæ og Miðneshrepp. Að sögn
Ásgeirs Jónssonar í gjald-
heimtunni er hér um að ræða
gjöld álögð 1988 vegna 1987
og útsvarsgjöld af öðrum
tekjum en beinum launatekj-
um, sem nú eru innheimt
með staðgreiðslukerfinu.
Önnur sveitarfélög á Suður-
nesjum sjá ennþá um þessa
innheimtu sjálf en vegna
breytinga á rekstri hafa fyrr-
nefnd sveitarfélög óskað eft-
ir því að gjaldheimtan taki
við innheimtu þessara gjalda
um þessi mánaðamót.
Um næstu áramót kemur
gjaldheimtan svo til með að
taka við innheimtu allra
gjalda fyrir sveitarfélögin.
Þó er óvíst með fasteigna-
gjöldin sem sum hafajafnvel
hug á að innheimta sjálf.
I flestum sveitarfélögun-
um eru nú í gangi hertar inn-
heimtuaðgerðir á ógreiddum
gjöldum.
Eldur í
bakarofni
Lögreglu og slökkviliði
var í síðustu viku tilkynnt
um eld í íbúð við Ásabraut í
Kellavík. Var eldurinn,
sem reyndist vera í bakara-
ofni, fíjótt slökkturán þess
að verulegt tjón hlytist af.
Afmæli
Laugardaginn 3. september
munBjörn Þórhallur Jóhannes-
son halda upp á 21 árs afmæli
sitt. Hann mun skála við vini og
vandamenn í söngolíu á óþekkt-
um stað og síðar það kvöld, að-
dáendum til mikillar ánægju,
mun hann láta sjá sig i Glaum-
bergi.
Holta-
W skóli
Skólastarf hefst með kennarafundi 1.
september kl. 10:00.
Nemendur komi í skólann sem hér
segir:
Þriðjudaginn 6. september:
9. bekkur mætir kl. 10:00
8. bekkur mætir kl. 11: 00
Miðvikudaginn 7. september:
7. bekkur mætir kl. 10:00
6. bekkur mætir kl. 11: 00
Athugið: Nemendurhafimeðsérblöð
og skriffæri.
Skólastjóri
Flugfélagið Suðurflug verður með
útsýnisflug fyrir Suðurnesjamenn
laugardaginn 3. sept. og sunnudag-
inn 4. sept. 500 kr. pr. mann. Sjáið
skagann úr lofti!
SUÐURFLUG HF.
Keílavíkurflugvelli - Sími 92-5-7140
Leiguilug
Kennsluflug
Útsýnisflug
Auglýsingaflug
HARGREIÐSLUSTOFÁ SVANDISAR
VALLÁRGÖTU11
SANDGERÐI
. Permanent - Litanir
Klippingar - Strípur
olástur - Djúpnæringar
Tímapantanir í síma 37850
- Verið velkomin.
SVANDÍS GEORGSDÓTTIR
hársnyrtir