Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Side 2

Víkurfréttir - 13.10.1988, Side 2
viKun 2 Fimmtudagur 13. október 1988 Stórt gat í fjárhag Knattspyrnuráðs ÍBK stóra málið er hins vegar ekki gengi ÍI)K undant'arin ár. Stóra ntálið er stórt gat á fjárhag knattspyrnuráðs. Ljósm.: hbb. „Þetta er aivarlegasta mál sem komið hefur upp í íþrótta- hreynngunni í Keflavík frá upp- haft. Að ein tlcild eða eitt ráð skuli geta gert íþróttahreyfing- una, eða bandalagið, sem næst gjaldþrota, er hreint ótrúlegt. Knattspyrnuráð skuldar um 8 milljónir króna. Menn standa ráðþrota frammi fyrir þessum vanda sem óvíst er hvernig tek- ið verður á,“ sagði ónefndur forráðamaður í íþróttahreyf- ingunni í Keflavík í samtali við blaðið. ÍBK gjaldþrota? Verður íþróttabandalag Keflavíkur gjaldþrota vegna skulda knattspyrnuráðs? Þetta er spurning sem menn hafa vel fyrir sér að undanförnu, eftir að upplýst var að skuldir ráðs- ins nemi nú um 8 milljónum króna. Rekstur ráðsins hefur gengið afar illa á undanförn- um árum, sérstaklega síðustu tveimur, samkvæmt heimild- um blaðsins. Helstu tekjulind- ir hafa verið innkoma af heimaleikjum ÍBK í 1. deild, auglýsingatekjur og' ýmiskon- ar fjáröflun, sem gengið hefur mjög misjafnlega. Ahorfenda- fjöldi minnkaði verulega í sumar. A síðasta heimaleik ÍBK gegn Víkingi greiddu að- eins 80 manns sig inn á leikinn. Óheppni - lélegt lið? Þrátt fyrir erfiða fjárhags- stöðu eftir síðasta keppnis- tímabil (1987) var stefnan sett hátt. Leikmenn voru „keypt- ir“ og einnig samið við dýran þjálfara. Þrátt fyrir glæsilegan sigur í fyrsta heimaleik sum- arsins, þar sem mættu hátt á annað þúsund manns, fylgdu níu leikir í röð án sigurs. Liðið hélt sæti sínu í 1. deild en litlu munaði að 2. deildin yrði hlut- skipti ÍBK í stað íslandsmeist- aratitils, sem björtustu menn höfðu spáð liðinu. „Aðkeypt- ir“ leikmenn stóðu ekki undir væntingum sem menn höfðu ætlað þeim og aumingja þjálf- arinn kvartaði undan því að hann hefði ekki stuðning stjórnarinnar. Samt höfðu for- ráðamenn ráðsins lofað hann í hástert eftir að hafa tekið við af öðrum í lok tímabilsins á undan. Sögðu þó að aðal ástæðan fyrir slæmu gengi IBK í sumar væri óheppni. Þjálfar- inn sagði hins vegar að mann- skapurinn væri bara ekki betri. Það er því kannski ekki nema von að hann fengi ekki stuðning frá stjórninni? Nýir menn tilbúnir, en... Stóra málið er hins vegar ekki slæmt gengi ÍBK í sumar. Stóra málið er stórt GAT í fjárhag knattspyrnuráðs. Hvernig verður tekið á mál- inu? Núverandi knattspyrnu- ráðsmenn hafa flestir sagt að þeir muni hætta í haust. Þá kemur upp annað vandamál. Eru einhverjir tilbúnir að vinna sjálfboðastarf i knatt- spyrnuráði og taka við 8 millj- ón króna mínus? Aðildarfélög ÍBK, UMFK ogKFK, hafa þreifað fyrir sér að undanförnu og samkvæmt heimildum blaðsins eru komn- ir nokkrir áhugasamir menn í sigtið, sem eru tilbúnir til starfa, en með því skilyrði að allar skuldir og kvaðir núver- andi ráðs verði hinu ,,nýja“ ráði óviðkomandi. í framhaldi af því hefur ver- ið rætt um að skipa sérstaka skilanefnd sem „taki að sér“ mál núverandi knattspyrnu- ráðs og leysi það. Að sjálf- sögðu yrðu einhverjir núver- andi ráðsmanna að eiga sæti í þessari nefnd til að koma mál- unum í réttan farveg, ef það er þá hægt með einhverju móti. Iþróttavallarhúsið, sem nú er í eigu ÍBK, fékk knatt- spyrnuráð að veðsetja upp á eina milljón króna fyrir láni. Að sögn lögfræðinga geta lánadrottnar orðið að taka fjárnám í húsinu fyrirskuldum ráðsins. Kannski verður húsið þá selt einhverjum óviðkom- andi aðila. Og ráðið á að sjálf- sögðu ekkert í íþróttavallar- húsinu. Að sögn eins viðmæl- enda blaðsins er ekkert sem útilokar að gengið verði á eign- ir UMFK ogKFK, en bæði fél- ögin eiga húseignir, á Hring- braut og Sunnubraut. Engin leikmannakaup Skuldir ráðsins, sem eru um 8 milljónir króna samkvæmt áreiðanlegum heimildum sem blaðið hefur afiað sér, eru að stærstum hluta í Utvegs- bankanum og Sparisjóðnum auk fleiri „smáskulda“ hjá fyrirtækjum og einstaklingum. M.a. mun einn ráðsmaðurinn eiga inni hjá ráðinu, þar sem hann neyddist til að greiða fiugfar fyrir liðið úr eigin vasa einu sinni í sumar. Þá munu einhverjir ráðsmanna vera í persónulegri ábyrgð á hluta af skuldunum. Þeir sem blaðið hefur rætt við segja að fiestir séu sam- mála um að á næsta ári verði engin leikmanna-„kaup“. Lið- ið verði byggt upp á þeim leik- mönnum sem fyrir eru og hvað þjálfaramálin varðar, þá sé réttast að leita eftir góðum manni hér heima. Lögð verði áhersla á yngri fiokkana og ræktun þeirra, sem skili sér í betri árangri í framtíðinni. 4. deild - nýtt félag? Allra svartsýnustu menn benda á hvað Isfirðingar gerðu, þegar félag þeirra varð gjaldþrota. Það var lagt niður og BI var stofnað og byrjað að nýju í 4. deild. Það yrði þó aldrei að ÍBK léki undir öðru nafni í 4. deild á næsta ári og stórleikur deildarinnar yrði nágrannaslagur Kefivíkinga og Njarðvíkinga? Slæmar atvinnuhorfur Atvinnuástand á Suðurnesj- um telst vera nokkuð slæmt um þcssar mundir. 82 eru á at- vinnulcysisskrá á Suðurnesjum og þar af aðeins sjö karlmenn. I sumum byggðarlögum á ástandið eftir að versna í vik- unni vegna lokunar fiskvinnslu- fyrirtækja. í Kefiavík voru 28 á at- vinnuleysisskrá á mánudag og þar af sex karlmenn. Stafaði þessi fjöldi atvinnulausra af lokun bæði Stokkavarar og Útvegsmiðstöðvarinnar. Von var á fieirum á skrá í Keflavík sökum uppsagna hjá Brynjólfi h.f. í Njarðvík. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið fékk hjá skrifstofu vinnumiðl- unar Kefiavíkurbæjar eru horfurnar ekki góðar. Einn kvenmaður var á at- vinnuleysisskrá hjá Gerða- hreppi á mánudag. Var ástandið sagt sæmilegt eins og það væri um þessar mundir en von var á fieirum á skrá í vik- unni. í Grindavík treystu menn á að síldin myndi laga atvinnu- ástandið en tuttugu manns voru þar á atvinnuleysisskrá, þó ekki alltaf sama fólkið, því ein færi af skrá og önnur kæmi í staðinn. Hafnahreppur hafði eina konu á atvinnuleysisskrá á mánudag og voru horfur góðar. I Vogum eru fimmtán manns á skrá yfir atvinnu- lausa, allt kvenfólk. Fimm af þessum sem eru á skrá hafa at- vinnu dag og dag. Skýringuna á miklu atvinnuleysi í Vogum má finna í því að Fisktorg er lokað og lítið að gera í öðrum fiskvinnslufyrirtækjum. Miðneshreppur hefur fjórar konur á atvinnuleysisskrá um þessar mundir. Ekkert hefur heyrst um að fólki verði sagt upp á næstunni, þannig að ástandið helst í horfinu. Ef til uppsagna kemur, þá verður það um áramót. Hjá Njarðvíkurbæ eru þrett- án manns á atvinnuleysisskrá, þar af einn karlmaður og er ástandið heldur verra en undanfarið. „Sem stendur er Hraðfrysti- hús Kefiavíkur h.f. aðal at- vinnurekandinn í fiskiðnaði í Kefiavík. Þaðan hef ég ekki heyrt neinar fréttir um upp- sagnir en búið er að segja upp öllu starfsfólki í Stokkavörog Útvegsmiðstöðinni," sagði Guðrún Olafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Kefiavík- ur og Njarðvíkur, í samtali við blaðið. Sagði Guðrún að uppsagnir þessar væru nú óvenjulega snemma á ferðinni miðað við meðal árferði. Auk þess sem áður hefur verið upp talið, þá hefur Brynjólfur h.f. sagt upp útlendingunum sem þar unnu og kauptryggingu fiskvinnslu- fólksins. Virðist því stefna í umtals- vert atvinnuleysi, því segja má að í Kefiavík séu nú aðeins í gangi tvær saltfiskverkanir ásamt Hraðfrystihúsi Kefia- víkur en eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er ým- islegt þar í farvatninu. Bílveltur og árekstrar Tvær bílveltur urðu á Reykjanesbrautinni á mánu- dagskvöld og aðfaranótt þriðjudagsins sökum hálku. I fyrri veltunni urðu engin slys á fólki en í þeirri síðari, þegar bíll valt í Kúagerði aðfaranótt þriðjudagsins, urðu minni- háttar meiðsli á fólki, en sex farþegar voru í bílnum. A þriðjudagsmorgninum urðu smávægilegir árekstrar og þriggja bíla árekstur á Mið- nesheiði af sömu ástæðum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.