Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 13.10.1988, Qupperneq 7
VlHWAíutíu Fimmtudagur 13. október 1988 7 Tipp-Topp: Versl- unar- dyrnar inn- siglaðar Að ósk skiptaréttar Reykja- víkur hefur bæjarfógetinn í Keflavík innsiglað dyr tísku- verslunarinnar Tipp-Topp við Tjarnargötu í Keflavík. Teng- ist beiðni þessi gjaldþroti Islensk-Portúgalska verslun- arfélagsins í Reykjavík. Innsiglið við innganginn í verslunina Tipp-Topp. Ljósm.: epj Keflavík: Gunnar Hámundarson GK á toppnum Mokfiskirí var hjá Gunnari Hámundarsyni GK í net í síð- ustu viku. Landaði hann 17,8 tonnum úr þremur róðrum. Svanur kom næstur með 8,2 tonn úr jafnmörgum róðrum. Búrfellið var efst á blaði hvað varðar línubáta með 14,9 tonn en Barðinn og Albert Ól- afsson voru báðir með 14,4 tonn. Vel gekk hjá Baldri á snurvoð og fékk hann 15,4 tonn í voðina í síðustu viku. Farsæll 13,4 tonn og Haförn 12,3, aðrir minna. Landlega var hjá flestum í þrjá daga vegna brælu og handfærabátar lönduðu um hálfu tonni í síðustu viku. Bongóblíða var aftur á móti um helgina og þá lönduðu flestir handfærabátar hjá kaupendum í Garði. HÚSGAGNASPRAUTUN - SPRAUTUM HÚSGÖGN, flNNIHURÐIR OG MARGT FLEIRA bílarétting “T: m rs.'._: 4'íQAA A Ulc 1 Grófin 20A - Sími 13844 • Hs. 11868 ORÐSENDING r' til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu eða rafveitu í haust og vetur, þurfa að sækja um tengingu sem fyrst og eigi síðar en 15. október n.k. Hús verða ekki tengd nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í skurðstæðinu. Með umsókn- inni skal fylgja afstöðumynd. Ef frost er í jörðu þarf húseigandi að greiða aukakostnað sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður. Hitaveita Suðurnesja Annar gúmmíbátanna sem sprengdur var upp. Ljósm.: hbb. Hálf meðvit- undarlausir af pilluáti Um helgina var brotist inn i tvo björgunarbáta í Keflavíkurhöfn og stolið þaðan sjóveikistöflum. Síðar var komið að tveim- ur piltum, 16 og 17 ára gömlum, hálfmeðvitund- arlausum á götu í Keflavík. Voru þeir þegar fluttir á sjúkrahús og hresstust þar fljótlega. Kom í ljós að hér voru á ferðinni þeir sömu og höfðu farið í björgunarbát- ana og höfðu þeir innbyrt pillurnar ofan í víndrykkju með fyrrgreindum afleið- ingum. ETRI ÍLASALA VEGNA MIKILLAR SÖLU BRÁÐVANTAR NÝLEGA BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN - OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 13-17

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.