Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 13.10.1988, Qupperneq 9
VlKUR juMt Hlévangur í Keflavík. - „Það þarf að byggja upp keðju, það er orðið allt of margt fólk sem bíður eftir þessari aðstöðu'1, segir Jórunn Guðmundsdóttir m.a. í viðtali. Ljósm.: epj. Dvalarheimilin á Suðurnesjum: Taka þarf afgerandi af- stððu til uppbyggingar Flestir eru á því að umræðan um dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum að undanförnu hafi verið til góðs, ef rétt verð- ur haldið á spilunum. Nú fyrst megi vænta að menn fari af al- vöru að ræða mál heimilanna, Garðvangs og Hlévangs. Einn þessara aðila er Jórunn Guðmundsdóttir, full- trúi Miðnesinga í stjórn DS. Hennar álit á málinu er þetta: „Ég ætla svo sannarlega að vona að þessi umræða hafi orðið til þess að menn ræði málin nú af alvöru. Við verð- um að taka afstöðu, ekki bara til Garðvangs og Hlévangs, heldur kemur D-álman sterk- lega inn í þessar umræður all- ar. Heféggrun um aðþarþurfi að taka afgerandi afstöðu til þessara mála og þá hvort við verðum ekki hreinlega að fara út í að byggja, þá jafnvel ann- ars staðar en við Hlévang og byggja þá bæði hjúkrunar- heimili og elliheimili, því ég hef grun um að það gangi ekki upp með D-álmuna eins og menn óska. Eitt af því sem nauðsynlegt er að komi úti á Garðvangi er aðstaða fyrir iðjuþjálfun. Svo verðum við að fara að huga að annarri upp- byggingu þar, þ.e.a.s. um- hverfinu, lagfæra lóð og jafn- vel gera garðhús og annað til að útbúa sem best viðunandi aðstöðu fyrir fólkið þarna." -Er það ekki framtíðin að byggja þessi heimili i heima- byggð? „Eins og ég sé málin fyrir mér varðandi frekari upp- byggingu, þá er Keflavík næst, en hjúkrunarheimili byggjum við ekki upp nema á þessum tveimur stöðum. Aftur á móti þarf það að gerast að það komi verndaðar íbúðir í hvert byggðarlag. Það er svo annað mál hvort það verður á vegum DS eða viðkomandi sveitarfél- ags. Það þarf að byggja upp ákveðna keðju, þar sem er heimahjúkrun, heimilishjálp, verndaðar íbúðir og síðan þessir þættir, þ.e. elliheimili, hjúkrunarheimili og D-álman. Þetta allt verður að koma en það kemur náttúrulega ekki allt í einu. En það kemur allt of seint, því það er þegar orðið allt of margt fólk sem bíður eftir þessari aðstöðu," sagði Jórunn að lokum í samtali við Víkurfréttir. Fimmtudagur 13. október 1988 í tilefni 10 ára afmælis bjóðum við 10% afslátt af allri almennri þjón- ustu í 10 daga. Hið frábæra Jetting er komið. Komið og notið tækifærið. ÞEL - hárhús Tjarnargötu 7 - Sími 13990 Sókabúl He^laóíkut LÍM-STAFIR HALLO - HALLO Gömlu og nýju dansarnir verða haldnir í Karlakórshúsinu uppi laugardaginn 5. okt. kl. 22-03. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar, söng- kona Hjördís Geirs, sjá um fjörið. Allir velkomnir, Þingeyingafélag Suðurnesja. SOLUÐ RADIAL VETRARDEKK Nú er rétti tíminn til að huga að vetrar- dekkjunum. - Höfum flestar stærðir af sóluðum radial-hjólbörðum á lager. - Frábær inniaðstaða. - Fljót og góð þjónusta. fútílCÖEr FITJABRAUT 12 - NJARÐVÍK - SÍMI 11399, 11693

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.