Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Side 12

Víkurfréttir - 13.10.1988, Side 12
12 Fimmtudagur 13. október 1988 muri Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja auglýsir Skyggnilýsingamiðillinn A1 Cattan- ach mun starfa á vegum félagsins frá 28. okt. - 18. nóv. Forsala miða á einkafundi mun verða laugardaginn 15. okt. frá kl. 14-18. A1 Cattanach mun halda 3 almenna skyggnilýsingafundi í sal félagsins að Túngötu 22, Keflavík, fimmtudag- ana 3. nóv., 10. nóv. og 17. nóvemb- er. - Geymið auglýsinguna - Mánafélagar mætum allir! Árshátíð Mána verður haldin í Golf- skálanum í Leiru laugardaginn 29. október 1988. Skemmtinefndin Byggöasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. A UGLYSINGASIMINN ER 14717 og 15717. Ljósm.: hbb. Garðvangur í Garði. - Viðbygging mun kosta tólf milljónir króna. Aukum vistrými - á því er þörfin mest Ég sé mig knúinn til að setja nokkrar línur á blað vegna skrifa um málefni D.S. upp á síðkastið, þar sem ýmislegt er sagt um D.S. t.d. að Keflvík- ingar séu að rífast út af 3 millj- ónum í viðbyggingu við Garð- vang og ætli að láta samstarfið brotna á því, þetta sé bara frekja og yfirgangur í Keflvík- ingum, að allt samstarf sveit- arfélaganna sé í hættu út af af- stöðu Keflvíkinga. Fyrir það fyrsta þá kostar viðbygging við Garðvang 12 milljónir, nema að menn ætli að byggja sökkla og láta þá bara standa sí svona. En lítum aðeins á aðdrag- andann. Fjárhagsnefnd S.S.S. samþykkti að stjórn D.S. mætti ráðstafa 3 milljónum með þeim hætti sem hún teldi hagkvæmast fyrir stofnunina, 8(f KEFLAVÍK Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarlögmannsins í Keflavík úrskurðast að lögtak fyrir gjaldföllnu útsvari og aðstöðugjaldi til bæjar- sjóðs Keflavíkur álögðu 1988, ásamt hækkunum, dráttar- vöxtum og kostnaði, geta farið fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Keflavík 6. október 1988. Bæjarfógetinn í Keflavík, r Ulfar Lúðvíksson e.u. en Guðfinnur Sigurvinsson fulltrúi Keflvíkinga í fjárhags- nefnd S.S.S. samþykkti þetta ekki, þar sem verið var að greiða framlag úr fram- kvæmdasjóði aldraðra vegna eldri framkvæmda við Garð- vang og hafði verið tekið lán í Sparisjóði Keflavíkurtil þeirra framkvæmda og því væri eðli- legt að nota þessar 3 milljónir til að borga það lán. Stjórn D.S. var búin að samþykkja framkvæmdaröðun og var við- bygging við Hlévang nr. 1 og viðbygging við Garðvang nr. 2 og 3 sitthvor álman. Keflvík- ingar telja það forgangsverk- efni að auka vistrými á svæð- inu. Umrædd viðbygging við Garðvang eykur ekki vistrými og þar er hægt að skapa viðun- andi aðstöðu innan stofnunar- innar með litlum tilkostnaði. Það má heldur ekki dreifa kröftum of mikið en ljúka því sem byrjað verður á og taka fyrir eitt í einu, vitandi það að 3 milljónir duga ekki nema fyrir 25% af byggingakostn- aði, þá vantar 9 milljónir upp á að hægt sé að klára þær fram- kvæmdir. Fjárhagsstaða margra sveitarfélaga er ekki upp á það besta og ekki er vit- að hvort staðgreiðslukerfi skatta gefi sveitarfélögunum auknar tekjur. Keflvíkingar voru mjög kurteisir í þessu máli og ræddu þessi mál við stjórn D.S. á fundi og hafa bent á aðrar lausnir í þessu máli svo sem að færa mætti þvottahúsið út, færa bókhald og fleira í aðal- stöðvar S.S.S. eins og gert er við bókhald annarra sameigin- lega rekinna fyrirtækja. Þetta vildi meirihluti stjórnar D.S. ekki hlusta á en fulltrúar Keflavíkur og Njarðvíkur vildu reyna að fmna lausn á þessu máli og ræða betur við bæjarstjórn Keflavíkur en það mátti ekki heyra á það minnst. Keflvíkingar borga 57% af öll- um kostnaði við D.S., þannig að okkur (fulltrúum Keflavík- ur og Njarðvíkur) fannst það eðlilegt að taka tillit til þeirra óska og dæmi nú hver fyrir sig um frekju og yfirgang. Það er talað um að allt sam- starf sveitarfélaganna sé í hættu út af afstöðu meirihluta stjórnar D.S. (eða hvort erþað út af afstöðu stjórnar D.S. eða Keflavíkur?) Það er alger fá- viska að halda slíku fram t.d. ákváðu Grindvíkingar að vera ekki með í rekstri D.S. og var það allt í lagi. Einnig um rekst- ur Brunavarna Suðurnesja og þar eru Sandgerðingar heldur ekki með. Þessi sveitarfélög eru ekki með í þessum rekstri af því að þau telja það ekki hagkvæmt og þetta finnst mönnum allt í lagi. En þegar Keflvíkingar vilja endurskoða þátttöku sína í rekstri D.S. þá verður allt vitlaust. Menn verða líka að átta sig á því að flest fólk er frá Keflavíkur^ Njarðvíkur svæðinu: í Keflavík eru líka hlutfallslega mun fleiri aldraðir miðað við íbúafjöldann og hér vill fólk helst vera þ.e. í sinni heima- byggð og sjálfsagt vill fólk í hinum sveitarfélögunum líka eyða sínum ævikvöldum í sinni heimabyggð. Því hefur einnig verið varp- að fram hvað Keflvíkingarætli að gera við sitt fólk ef þeir ganga úr þessu samstarfí. Því er fljótsvarað, það verður áfram út á Garðvangi því þetta er orðið hjúkrunardeild þar sem rekstrarkostnaður er greiddur af ríkinu og þar af leiðandi eiga allir jafnan rétt á legu þar. Attum okkur líka á einu, sveitarfélögin eru farin að leggja ríkinu til húsnæði undir rekstur hjúkrunardeildar (þ.e. Garðvangur), þar sem sveitar- félögin voru áður með dvalar- heimili. Umræða um þessi mál segja okkur meira en allt annað hvað það er mikilvægt að D álma við Sjúkrahús Keflavík- urlæknishéraðs verði byggð sem fyrst og ríkið standi við fyrirheit sem gefin hafa verið því þar verður rými fyrir um 70 manns á hjúkrunardeild. Með vinsemd og virðingu. Hermann Ragnarsson, formaður stjórnar D.S.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.