Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.10.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 13. október 1988 „Það andar köldu frá ykkur til bæj- arstjórnarinnar" Mikið varð ég hissa þegarég las tröllafyrirsögn blaðsins ykkar í síðustu viku. Þar segir: „Keflavík rukkar nágranna- sveitarfélögin um 5 milljónir króna.“ Það er óneitanlega nokkuð neikvæður broddur í þessari fyrirsögn. Hefði ekki verið næraðsegja: „Nágranna- sveitarfélögin skulda Keflavík- urbæ um 5 milljónir króna.“? Mikið finnst mér anda köldu frá blaði ykkartil bæjar- stjórnar Keflavíkur. Væri ekki nær að snúa sér að því jákvæða í stað þess að rífa niður? í greininni kemur fram að Keflavíkurbær hefur ekki rukkað þessi lögboðnu gjöld frá því árið 1983. Þetta eru gjöld sem sjálfsagt og rétt er að innheimta og furðulegt að ganga þurfi eftir þeim. Eg er mjög áhugasöm um vöxt og viðgang bæjarins okk- ar. A undanförnum árum hef- ur mikið verið gert og til mikils sóma fyrir þá sem að þeim málum standa. Keflavík er í dag með snyrtilegri bæjum á landinu og hér er til staðar þjónusta sem við getum verið stolt af. Það er líka athyglis- vert að samhentur meirihluti jafnaðarmanna í bæjarstjórn hefur gert stórátak á hinum ýmsu sviðum bæði hvað varð- ar fegrun og framkvæmdir. Þegar ég sá fyrirsögnina í blaðinu ykkar komst ég vissu- lega í vont skap. Ég hafði sam- band við Guðfinn bæjarstjóra og spurði hversvegna þessi innheimta hefði dregist þetta lengi. Hann sagði mér að það væru mistök fyrri bæjarstjórn- ar sem ekki hefðu komið í ljós fyrr. Að mínu mati er hér gott tækifæri fyrir hreppsnefndir Garðs og Sandgerðis að sýna samstarfsvilja og hug hins góða nágranna og bjóðast til að greiða þessa skuld hið fyrsta. Reyndar er það sann- girnismál, því Keflavíkurbær hefur í raun lánað þetta í alltof langan tíma. Blaðið ykkar Víkurfréttir er blaðið mitt, það hefur verið þýðingarmikill tengiliður bæj- arbúa og rækt það hlutverk með mikilli prýði. Undanfarið hefur mér samt fundist þið hafa farið nokkuð út af spor- inu. Þið gætuð flutt fréttir í já- kvæðari tón, því það er tekið mark á ykkur. Ég vona að þið takið því með velvild að ég hefi uppá- stungur um efni til umræðu. Hversvegna ekki að kasta ljósi á það hvernig nú er reynt af ör- litlum minnihluta að kúga íbúa Keflavíkur og Njarðvík- ur í elliheimilismálum? Hvort það sé rétt að sveitarfélag með 0,8% eignaraðild að sameigin- legu fyrirtæki hafi sama at- kvæðisrétt og sá aðili eða þeir aðilar sem greiða mikinn meirihluta alls kostnaðar? Hvort það sé eðlilegt að pólitískur metnaður oddvitans í Garði sé settur framar æp- andi neyð gamla fólksins í Keflavík/Njarðvík. Hvort það sé ekki eðlilegra að leysa vanda gamla fólksins með fjölgun vistrýma sem viðbygging við Hlévang gerir kleyft? Hvort það sé ekki eðlilegra að rýma skrifstofuaðstöðu í Garðvangi og koma upp endurhæfingardeild fyrir gamla fólkið þar í stað þess að eyða a.m.k. 12 milljónum í ný- byggingu til þess verkefnis? Mér frnnst líka ástæða til að Víkurfréttir taki til umfjöllun- ar hvort ekki sé rétt að gjör- breyta öllu samstarfi í S.S.S. þannig að allar tekjur af starf- semi sem fram fer á flugvellin- um renni í sameiginlegan sjóð sem síðan verði notaður til sameiginlegra verkefna í þágu S.S.S. Er nokkuð vit í því að t.d. Sandgerði fái 20 milljónir í gjöld af flugstöðinni en Kefla- vík/Njarðvík ekki neitt? Er nokkuð vit í því að Kefl- víkingar skuli ekki fá eina krónu af flugvellinum en ná- grannasveitarfélögin allt? Er nokkuð vit í því að Kefl- víkingar þurfi að borga og borga til sameiginlegra verk- efna en vera afskipt öllum tekjum. Með von um áframhaldandi fróðleik og góðum og jákvæð- um fréttum úr blaðinu ykkar. Guðrún Arnadóttir Þverholti 14 Keflavík N auðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33, fimmtudag- inn 20. október 1988 kl. 10:00. Asabraut 8, Sandgerði, þingl. eigandi Aðalsteinn Sigfússon. Uppboðsbeiðendur eru: Trygg- ingastofnun Ríkisins og Olafur Gústafsson hrl. Fífumói 3E, íb. 0102, þingl. eigandi Alfreð G. Alfreðsson. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka Islands. Guðfinnur KE 19, þingl. eig- andi Sigurður Friðriksson. Uppboðsbeiðandi er Guðríður Guðmundsdóttir hdl. Háaleiti 3B, Keflavík, þingl. eigandi Guðlaug Sigurbergs- dóttir. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Heiðarholt 28, 0102, Keflavík, þingl. eigandi Sigurður S. Sig- urðsson. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Keflavíkur. Holtsgata 37, Sandgerði, þingl. eigandi Jón B. Sigursveinsson. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson hrl. Hraunbraut 1, Grindavík, þingl. eigandi Gylfi Þórðarson. Uppboðsbeiðendur eru Trygg- ingastofnun Ríkisins og Veð- deild Landsbanka íslands. Íshússtígur 3A, Keflavík, þingl. eigandi Reynir Mart- einsson. Uppboðsbeiðendur eru Helgi V. Jónsson hrl. og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Sigurþór GK-43, þingl. eigandi Steinþór Þorleifsson o.fl. Upp- boðsbeiðandi er Trygginga- stofnun Ríkisins. Strandgata 27, Sandgerði, þingl. eigandi Hús og Innrétt- ingar h.f. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Tjarnargata 10 n.h., Sand- gerði, þingl. eigandi Svavar Sæbjörnsson. Uppboðsbeið- andi er Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl. Tjarnargata 18, Keflavík, þingl. eigandi ísleifur Óli Ja- kobsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun Ríkisins. Vallargata 16, efri hæð, Kefla- vík, þingl. eigandi Bjarni Ing- varsson. Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hrl., Veðdeild Landsbanka Islands, Andri Árnason hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Bæjarsjóður Keflavíkur og Friðjón Örn Friðjónsson hdl. Vallargata 6, neðri hæð, Sand- gerði, þingl. eigandi Helga S. Halldórsdóttir. Uppboðsbeið- andi er Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl. Vestur-Klöpp, Grindavík, þingl. eigandi Oddur Jónas- son. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Ingólfsson hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Vesturgata 12 n.h., Keflavík, talinn eigandi Guðmundur Hannesson. Uppboðsbeiðend- ur eru: Ingi H. Sigurðsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands og Bæjarsjóður Keflavíkur. Víkurbraut 3, efri hæð, Sand- gerði, þingl. eigandi Anna Sveinbjörnsdóttir. Uppboðs- beiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Trygg- ingastofnun Ríkisins. Víkurbraut 50, jarðhæð, Grindavík, þingl. eigandi Dag- mar Óskarsdóttir. Uppboðs- beiðandi er Jón Egilsson hdl. Vogagerði 1C, Vogum, þingl. eigandi Viktor Guðmundsson. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki Islands. Vonin KE-2, þingl. eigandi Vonir h.f. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun Ríkisins. Þórustígur 4 n.h., Njarðvík, þingl. eigandi Sigurjón Kjart- ansson. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Tryggingastofnun Rík- isins. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. N auðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33, fimmtudaginn 20. október 1988 kl. 10:00. Baldursgata 10, efri hæð, Keflavík, þingl. eigandi Hlyn- ur Óli Kristjánsson o.fl. Upp- boðsbeiðendur eru: Trygginga- stofnun Ríkisins, Jón Þórodds- son hdl., Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl., Björn Ólafur Hallgrímsson hdl., Jón G. Briem hdl., Baldur Guðlaugs- son hrl., Sigurmar Albertsson hdl., Skúli J. Pálmason hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Keflavíkur. Dvergasteinn, Bergi, Keflavík, þingl. eigandi Eygló Kristjáns- dóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Keflavíkur, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Ingi H. Sigurðsson hdl. Fagridalur 11, Vogum, þingl. eigandi Kristján R. Kristjáns- spn. Uppboðsbeiðendur eru: Asbjörn Jónsson hdl. og Bjarni Ásgeirsson hdl. Fagridalur 8, Vogum, þingl. eigandi Eyþór S. Guðmunds- son o.fl. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka ís- lands og Guðmundur Þórðar- son hdl. Fitjabraut 6A 0101, Njarðvík, þingl. eigandi Jóhannes Ein- arsson. Uppboðsbeiðandi ei Ólafur Gústafsson hrl. Fífumói 1B 0202, Njarðvík, þingl. eigandi Einar Haukur Helgason. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Fífumói 1 D 3-1, Njarðvík, þingl. eigandi Ómar Bjarn- þórsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun Ríkisins. Fífumói 1C 0102, Njarðvík, þingl. eigandi Ólína Kristjáns- dóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Jón G. Briem hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Smáratún 36 e.h., Keflavík, þingl. eigandi Gunnar Guðna- spn. Uppboðsbeiðendur _eru: Útvegsbanki íslands, Árni Guðjónsson hrl., Vilhjálmur Þórhallsson hrl., Ingi H. Sig- urðsson hdl. og Friðjón Örn Friðjónsson hdl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. N auðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Akurbraut 10, efri hæð, Njarð- vík, þingl. eigandi Brynjar Sig- mundsson, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikud. 19. okt. 1988 kl. 11:45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Keflavíkur, Veðdeild Landsbanka íslands, Brunabótafélag íslands og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. þriðja og síðasta á fasteigninni Djúpivogur 2, Höfnum, sökk- ull, talinn eigandi Magnús B. Guðmundsson, fer fram á eign- inni sjálfri, miðvikud. 19. okt. 1988 kl. 10:00. Uppboðsbeið- endur eru: Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl., Jón Ingólfsson hdl. og Jón G. Briem hdl. þriðja og síðasta á fasteigninni Faxabraut 25 C 2. hæð, Kefla- vík, þingl. eigandi Ragnheiður Pálsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikud. 19. okt. 1988 kl. 10:45. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka ís- lands, Þórólfur Kr. Beck hrl. og Tryggingastofnun Ríkisins. þriðja og síðasta á fasteigninni Faxabraut 30, efri hæð, Kefla- vík, þingl. eigandi Jóhannes Bjarnason, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikud. 19. okt. 1988 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Þorsteinn Eggertsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.