Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1988, Síða 17

Víkurfréttir - 13.10.1988, Síða 17
viKurt 0Mil KÖRFUBOLTI: UMFG tapaði sínum 2. leik Grindvíkingar töpuðu sín- um öðrum leik í röð er þeir mættu Valsmönnum á Hlíð- arenda á þriðjudagskvöld, 69:86. Lokatölur sýna þó ekki réttan gang leiksins því UMFG hafði yfir í byrjun og lengst af var leikurinn í járn- um. í leikhléi var staðan 43:37 fyrir Val. Stigahæstur Grindvíkinga var ,,gamla“ kempan Eyjólf- ur Guðlaugsson með 20 stig. Guðmundur Bragason náði sér ekki á strik og skoraði að- eins 13 stig. Létt hjá Njarðvík Njarðvíkingar innsigluðu sinn þriðja sigur í röð er þeir unnu Þór frá Akureyri létt í Njarðvík á þriðjudags- kvöldið. Lokatölur urðu 87:61 eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 49:32. Risinn í UMFN-liðinu, -Helgi Rafnsson, átti bestan- leik þeirra Njarðvíkinga og skoraði 24 stig. Teitur Ör- lygsson kom næstur með 18 stig og Hreiðar Hreiðarsson skoraði 15 stig. ÍBK - KR í kvöld Keflvíkingar fá KR í heim- sókn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Bæði liðin eru með fullt hús í A- riðli og verður því gaman að fylgjast með toppviðureign í íþróttahúsi Keflavíkur í kvöld sem hefst kl. 20. Ragnaránýíat- vinnumennsku? Miklar líkur eru á því að Ragnar Margeirsson, lands- liðsmaður IBK í knatt- spyrnu, gangi til liðs við þýska 2. deildarliðið Darm- stadt. Ragnar fór út á dögun- um og lék æfingaleiki með liðinu og gekk vel. „Mér leist vel á aðstæður þarna og því er ekki að neita að atvinnumennskan togar alltaf í mann,“ sagði Ragnar, sem lék með Keflvíkingum í sumar. Fimmtudagur 13. október 1988 17 „Þýðir ekki að vera með neina taugaveiklun" „Þetta var góður sigur og ég var ánægður með minn hlut í þessum leik. Þaðer erf- itt að spila hérna í Grindavík og heimamenn eru mjög erf- iðir heirn að sækja. Af örfá- um leikjum sem við töpuðum í fyrra var einn hér, þannig að það var á brattann að sækja,“ sagði Friðrik Rún- arsson, nýja stjarnan í úr- valsdeildarliði Njarðvíkinga í körfubolta. Arftaki Vals? Friðrik, sem er aðeins tví- tugur að aldri, hefur undan- farin tvö ár vermt vara- mannabekkinn hjá meistur- um Njarðvíkinga en þó kom- ið inn á af og til. Nú í haust hefur hann fengiðstóra tæki- færið, verið í byrjunarliðinu og svo sannarlega staðist próFið. Sagt hefur verið að Friðrik sé hinn ,,nýi“ Valur Ingimundar. Frammistaða hans í fyrstu leikjum UMFN sýnir það að hann stendur honum ekki langt að baki. Hann er mjög hittinn og allsendis óhræddur við að skjóta. Það er helst í vörn- inni sem hann þarf að bæta sig. „Það þýðir ekkert að vera með neina taugaveikl- un. Annars er það keppnis- andinn í Njarðvíkurliðinu sem hefur verið styrkur liðs- ins undanfarin ár. Menn hvetja hverjir aðra og það er geysilega 'gott fyrir nýliða eins og ntig núna,“ segir Friðrik, sem vildi ekki gera mikið úr því þegar hann var spurður hvort hann væri arf- taki Vals Ingimundarsonar. Verðum í baráttunni Eflaust hafa einhverjir haldið að Njarðvíkingar kæmu ekki til með að vera í toppbaráttunni vegna ,,Valsmissisins“ en sam- kvæmt fyrstu þremur leikj- unum er ljóst að UMFN verður við toppinn eins og _ undanfarin ár. „Þessi góða byrjun gefur okkur byr und-, ir báða vængi. Við stefnum að sjálfsögðu að því að end- urheimta íslandsmeistara- titilinn," sagði Friðrik Rún- arsson. - segir Friðrik Rúnarsson, nýjasta stjarna Njarðvíkinga í körfuboltanum Frikkarnir í Njarðvíkurliðinu, þeir Friðrik Rúnarsson og Ragnars- son, fagna sigri í Grindavík á sunnudagskvöldið. UMFN-liðið hefur fengið óskabyrjun í íslandsmótinu í körfuknattleik, unnið örugg- lega fyrstu þrjá leikina. Ljósm.: pket. ðskar þjálfar Víðismenn Óskar Ingimundarson, fyrrum leikmaður með KR og KA og síðar þjálfari Austra og Leifturs, var ráð- inn þjálfari mfl. Víðis á sunnudag. Óskar þjálfaði Leiftursmenn sl. þrjú ár og fór með þá úr þriðju deild upp í þá fyrstu, en þeirféllu, eins og kunnugt er, aftur nið- ur í aðra deild í sumar. Heimir Karlsson hefur aftur horfið til starfa á Stöð 2 og lagt þjálfun á hilluna í bili. Handbolti: Ármann vann Njarðvík Ármenningar báru sigurorð af Njarðvíkingum, 26:25, í 2. deild handboltans í íþrótta- húsinu í Njarðvík sl. fimmtu- dagskvöld. Leikur liðanna var nokkuð sérkennilegur. Ár- menningar náðu níu marka forskoti í fyrri hálfleik en Njarðvíkingum tókst að jafna metin. Njarðvíkingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálf- leik en vörnin var götótt og það nýttu Ármenningar sér. UMFN náði að jafna leikinn og leika yfirvegað en allt kom fyrir ekki og Ármenningar sigruðu með einu marki á lokamínútunni. „Ekki svartsýnrr - segir Haukur Ottesen, þjálfari ÍBK, eftir 3. tap liðsins ÍBK og HK áttust við í hörku- leik í íþróttahúsi Keflavíkur á þriðjudagskvöld. Kópavogsliðið náði að knýja fram sigur eftir mjög jafna viðureign, 24:22. I leikhléi var ÍBK með forystu, 9:8. „Þetta var góður leikur og ég er ánægður með mína menn. Markvarsla og sókn voru í góðu lagi en það vantaði herslumun- inn í vörn. Það er engin skömm að tapa fyrir þessu liði, sem hef- ur vermt toppinn í 2. deild und- anfarin ár og er geysilega reynslumikið. Og þrátt fyrir þrjú töp í röð er ég ekki svartsýnn. Erfiðustu liðin eru að baki og mótið er bara rétt að byrja,“ sagði Haukur Ottesen, þjálfari 2. deildar liðs ÍBK í handknatt- leik. Guðmundur Bragason „blokkerar“ hér skot frá Teiti Örlygssyni í leik UMFN og UMFG. Báðir stóðu sig mjög vel. Ljósm.: pket. „VORUM ALLTOF STRESSAÐIR - sagði Guðmundur Bragason eftir tap UMFG gegn UMFN „Við vorum alltof stressaðir og gerðum þar af leiðandi mörg mistök sem kostuðu það að við náðum okkur aldrei á strik. Það var eins og við bær- um virðingu fyrirNjarðvíking- um og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Annars er ég bjartsýnn á framhaldið. Ást- þór fellur vel inn í liðið og við erum ákveðnir í að komast í úrslitakeppnina," sagði Guð- mundur Bragason, fyrirliði Grindvíkinga, eftir ósigur þeirra gegn UMFN í „Grinda- víkurgryfjunni" í úrvalsdeild- inni á sunnudagskvöld, 85:93. Staðan í hálfleik var 44:38 fyrir UMFN. Njarðvíkingar komu grimmir til leiks og náðu góðu forskoti í byrjun leiksins, 7:2 og 23:12. UMFG minnkaði muninn í 24:28 og var leikur- inn í járnum til leikhlés en þá munaði 6 stigum. I seinni hálf- leik var sama upp á teningnum og í þeim fyrri. Njarðvíkingar náðu aftur góðri forystu, allt upp í 15 stiga og eftir það náðu heimamenn ekki að ógna bikarmeisturunum með Frið- rik Rúnarsson, Kristinn Ein- arsson og Teit Örlygsson í far- arbroddi. Öruggur sigur UMFN, 95:83. Stigahæstir UMFN: Friðrik Rúnars 24, Teitur Örlygs 18 og Kristinn Einars 16. Stigahæstir UMFG: Guðmund- ur Braga 24, Jón Páll 18 ogÁstþór Inga 18.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.