Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 10.11.1988, Qupperneq 7
\)ÍKUK jUtUt Fimmtudagur 10. nóvember 1988 7 MIÐAPANTANIR í síma 27133 þrem tímum fyrir sýningar. Litla leikfélagið Loðnulöndun í Njarðvík Loðnuskipið Keflvíkingur KE 100 landaði á laugardag fullfermi af loðnu í Njarðvíkurhöfn og var þessi mynd þá tekin. Fór loðnufarmur þessi til meltuvinnslu hjá Valfóðri, eins og aðrir loðnufarmar sem komið hafa til Njarðvíkur á yfirstandandi vertíð. Ljósm.: epj. SJÖELDI GJALDÞROTA Fiskeldisstöðin Sjóeldi h.f. í Höfnum hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Er búið að skipa bústjóra en hann er Bjarni Ásgeirsson lögmaður. Talið er að skuld- ir fyrirtækisins nemi a.m.k. 40 milljónum króna. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu hefur fyr- irtækið orðið fyrir ýmsum áföllum undanfarin ár. Upp hefur komið nýrna- og kýla- veikistilfelli í eldislaxi og sjó- kvíarnar hafa rifnað í þrí- gang og þar með megnið af þeim flski, er í þeim var, glat- ast. Kvíar þessar, sem eru af Bridgestone-gerð, áttu að þola mjög mikla ölduhæð en stóðust í raun ekki helming þeirra ölduhæðar. Er því tal- ið að seiði að verðmæti milli 17 og 18 milljóna króna hafi sloppið með þessum hætti. Stóð til á tímabili að fara jafnvel í málssókn vegna þessa en sökum þess hve kostnaðarsamt það yrði, hefur ekkert orðið af því. ERT ÞÚ GRÆNMETISÆTA? Við höfum opnað glæsilegt ávaxta- og grænmetistorg, sneisafullt af nýjum bön- unum, eplum, appelsínum, vínberjum og öllum þeim ávöxtum sem hugurinn girnist. Tómatar, rófur, kál og allt þetta góða grænmeti bíður þín í nýja torginu okkar. Komdu og veldu þér ávexti og grænmeti, allt splunkunýtt og ferskt. Þú þarft ekki endilega að vera grænmetisæta. Smíðar Tek að mér smíðar í aukavinnu. Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 12918 eftir kl. 18. HIMNARIKI fjítlers eða ótti og eymd Þriðja Ríkisins eftir Bertolt Brecht Sýningar í Samkomuhúsinu Garði: ■ Fimmtudag 10.11. kl. 21 ■ Föstudag 11.11. kl. 23:30^1^ ■ Sunnudag 13.11. kl. 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.