Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Page 10

Víkurfréttir - 10.11.1988, Page 10
VÍKUR 10 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 VERSLUN OG VIÐSKIPTI jutíit miláiuau VERSLUM HEIMA Fimmtudagur 10. nóvember 1988 11 HÖLDUM FJARMAGNI í HEIMABYGGÐ Reynir var því spurður að því hvort bílarafmagnið væri orðinn stór þáttur í þjónustu fyrirtækisins. Svar hann var þetta: „Já, bílarafmagnsþjón- ustan er nálægt 40-50% af veltu fyrirtækisins. En auk þess þáttar eru hjá mér tveir til þrír menn er sinna vinnu úti í bæ, í íbúðarhúsum og fyrir- tækjum." -Hvernig virkar þetta kreppuástand, sem nú er mik- ið rætt um, á þig? Dregur það eitthvað úr verkefnum? „Eg vona að svo verði ekki. Eins og málin eru í dag eru engin lát á verkefnum og virð- ist vera nóg framundan.“ -Er kannski verra að inn- heimta? „Ekki get ég kvartað yfir því. Þau mál hafagengiðágæt- lega hjá okkur.“ -Þú ert þá bjartsýnn á fram- tíðina? „Já, ég verð að segja það.“ Eigendurnir, þau Helga Ragnarsdóttir og Reynir Ólafsson, hjálp- ast að við að skera fyrstu tertusneiðina úr rjómatertu, sem Nýja bakaríið gaf í tilefni opnunarinnar. Verslunin STAÐARKJÖR, GRINDAVÍK: ..Mikid að gera í kringum bátana" - segja þeir Ragnar og Guðfinnur í Staðarkjöri Vinnuvélaverk- takar í Vogurn Stofnsett hefur verið í Vog- um fyrirtæki er nefnist Vinnu- vélar Suðurnesja h.f. Tilgang- ur þess er almenn verktaka- starfsemi og rekstur vinnu- véla. Stofnendur eru Guðjón Hannesson og Baldur Georgs- son í Vogum ásamt aðkomu- mönnunt. Síðasta laugardag opnaði Reynir Ólafsson rafbúð sína og verkstæði á nýjum stað við Hafnargötu í Keflavík. Hið 9 nýja húsnæði er sérhannað fyr- ir þá þjónustu sem þar er boðið upp á og því mikil breyting frá því leiguhúsnæði sem RÓ hafði áður til umráða. í dag starfa þarna 6 manns en vera fljótlega sjö að tölu, en fyrirtækið er orðið nánast 10 ára gamalt. Hófst undirbún- ingur að hinu nýja húsi fyrir um 4 árum en þá keypti Reynir gamalt hús er stóð á lóð þess- ari nr. 52. Sagði Reynir í samtali við blaðið að þarna ræki hann verslun og rafmagnsverkstæði og þar með alhliða raftækja- þjónustu, eins og gert var á gamla staðnum. En nú væri vinnuaðstaðan betri, þó búðin hefði aðeins stækkað um 25 fermetra, þá væri aðal munur- inn fólginn í því að þarna væri hægt að taka inn velflestar bif- reiðategundir. „Það er mikið að gera í kring- um bátana, enda erum við með um 90% af skipunum hér í pláss- inu, auk báta úr Vogum og Kefla- vík,“ sögðu þeir félagar, Ragnar Ragnarsson og Guðfinnur Frið- jónsson, eigendur matvöruversl- unarinnar Staðarkjörs í Grinda- vík, í samtalið við blaðið, og bættu við, „Skipin eru nokkuð frek á starfsfólk og þess vegna höfum við ellefu starfsmenn í heilsdagsvinnu og veitum bátun- um því góða þjónustu.“ Verslunin Staðarkjör er opin frá níu til átján frá mánudögum til fimmtudaga, til átta á föstu- dögum og frá tíu til þrettán á laugardögum. Þá er verslunin alltaf lokuð frá hálf eitt til tvö. „Þetta er einskonar hefð með hádegislokunina. Þegar við keyptum verslunina var okkur „Við eigum ekki í samkeppni við kaupfélagið hér í Grindavík og stórmarkaðirnir eru komnir nálægt okkur í verðum. Við er- um á hælunum á Hagkaup. Við erum með betri þjónustu en markaðirnir, þú færð ekki þessa sérþjónustu í mörkuðunum. Þeir neita t.a.m. að taka skipin inn á sig, heldur vilja öll við- skipti beint í gegnum kassa. Við erum feti framar í þjónustu.“ -Nú er hart í ári hjá útgerð- inni. Hvernig gengur að fá kost- inn í skipin greiddann? „Við erum alltaf að fá ný Mjög gott vöruúrval er í versluninni og margir vöruflokkar ódýrari en í stórmörkuðum. Ljósm.: hbb. KEFLAVlK: R.Ó. í nýtt húsnæði Gott vöruval er í Rafbúð R.Ó. Ljósmyndir: epj. Iljá vcrsluninni Báru fást gallabuxur á 870 og 5000 kr. - Björn reynir að þjóna þörfum sem flestra. Ljósm.: hbb. Verslunin BÁRA, Grindavík: „Verslunin fylgir því sem gerist í sjávarútveginum’ - segir Björn Haraldsson í Bárunni Þvkkvabæjarbændur við kartöfiusölu framan við Stapann í Njarð- vík. Ljósm.: hbb. Njarðvík: Hvað eru bæjaryfir- völd að hugsa? Nú, á tímum uggvænlegrar atvinnuþróunar og á sama tíma og áróður fyrir því að Suðurnesjamenn versli heima og haldi þar með fjármagninu heima, leyfist slæm andstaða í málum þessum í Njarðvík. Þar hefur, sem kunnugt er, verið leyfð langa lengi blómasala að- ila af Suðurlandi á svonefndri torgsölu. Nú hafa yfirvöld leyft eða horfa alla vega framhjá enn verra dæmi, sem er torgsala á ávöxtum og nú síðast kartöflu- sölu frá bændum úr Þykkva- bænum. Er því ekki tímabært að bæjaryfirvöld geri hreint fyrir sínum dyrum? Nema það sé vilji þeirra að ganga af allri verslun á Suðurnesjum dauðri. Með því yrðum við svefnbær Reykjavíkursvæðisins eða flugvallarins. sama fólkið sem verslar við ykk- ur eða er hópurinn breytilegur? „Þetta er ekki stór markaður hér í Grindavík, en það eru allt- af ný andlit. Við erum í nokk- urri samkeppni við markaðina, því að um 35% af matvöruversl- un Grindvíkinga fer fram í Fjarðarkaup í Hafnarfirði eða í mörkuðunum í Njarðvík. Við ráðum ekkert við það að fólk sé á ferðinni en sumir eru þannig, að þeir halda að það sé grænna hin- um megin við ásinn. Þess vegna erum við með áróður fyrir því að fólk láti ekki plata sig.“ -Er eitthvað hægt að gera til þess að breyta þeirri þróun, að fólk versli í sinni heimabyggð en fari ekki með fjármagnið út af svæðinu? „Það eina sem hægt er að gera er að benda fólki á að versla heima, því það er hagur allra,“ sagði Guðfinnur, „hvað gerir fólk ef verslun leggst af á Suður- nesjum?“ Verslar þú heima? „Ég er búinn að vera í þessu í 19 ár og reksturinn hefur alltaf gengið vel, ef frá er talið árið ’63 og nú er verslunin í öldudal. Astæðan fyrir því er ástandið í þjóðfél- aginu í dag og þetta fylgir því sem er að gerast í sjávarút- veginum," sagði Björn Har- aldsson í versluninni Bár- unni i Grindavík. Verslunin Bára er ein stærsta sjoppan í Grindavík, reyndar aðeins meira en sjoppa, því undir rekstur Bárunnar heyrir líka önnur deild, þar sem hægt er að kaupa fatnað, gjafavöru og leikföng, ásamt raftækj- um. Þegar Björn var spurður hvort hann ætti í samkeppni við aðrar sjoppur í plássinu sagði hann „nei, það held ég ekki“. -Hafa sjoppur fastan við- skiptamannahóp eða eru ný andlit daglega? „Bæði og. Það er viss hóp- ur sem er alltaf. Útlendingar eru part úr ári, annars er nokkur hreyfing á fólki.“ -Fjölbreytni í vöruúrvali? „Ég er kannski með full- mikið úrval. Ég á gallabuxur á 870 krónur og einnig á 5000 krónur. Ég reyni að svara þörfum sem flestra. Kröfur fólks eru svo misjafn- ar.“ -Nú hafa skafmiðahapp- drætti og lottómiðar haldið uppi sölunni hjá mörgum sjoppueigandanum. Trekkja miðarnir að? „Þetta er nokkuð tvíeggj- að með happdrættin. Ég hef reynt að hafa þetta alveg í lágmarki. Þetta dregur eitt- hvað að, en ég er að leggja til besta staðinn í bænum.“ -Nú á verslun í harðnandi samkeppni við Reykjavíkur- svæðið. Hvað getum við gert til þess að snúa þeirri þróun við? „Fólk hefur alla tíð gert Verslunin Staðarkjör í Grindavík. Hildur Ingólfsdóttir: „Ég versla heima og hvergi annars staðar. Mér líst illa á þróunina eins og hún er að verða í þessu máli ■ í dag.“ -Hvaða ástæða heldur þú að sé fyrir því að fólk fer út fyrir svæðið til þess að versla? „Þetta er ekkert annað en sport að fara til Reykja- víkur. Maður fær allt sem til þarf hérna heima.“ jUnnur Jóhannsdóttir: „Ég versla allan mat hér á Suðurnesjum og fernærri aldrei til Reykjavíkur, ekki nema ég sé að leita að ein- hverju sérstöku, sem af ein- hverjum ástæðum er ekki til hér heima. Ég geri mjög lítið af því að versla í Reykjavík og er mikið á móti því.“ -Hvernig líst þér á þró- unina í þessuni málum? „Hún er ekki glæsileg og ég vil ekki missa verslunina af svæðinu. Það væri aga- legt að þurfa að fara til Reykjavíkur og versla.“ það að fara til Reykjavíkur til að versla. Það er ekkert sem ég ergi mig yfir. Það fólk sem hvað mest hefur talað um að það vanti fleiri störf í byggðarlagið er um leið að flytja það í burtu. Það eru á annað hundrað störf flutt héðan á þennan hátt. Hvað getum við gert? Ég er vantrú- aður á að við getum gert eitt- hvað meðan fólkið áttar sig ekki á því sem það er að gera. Það er leiðinlegt að þurfa að tala svona, en þetta er stað- reynd.“ -Heldur þú að fólk geri verðsamanburð? „Ég finn það ekki á mín- um viðskiptavinum. Fólkið er að leita að gæðum. Fólk er að átta sig á því að það er ekki allt sem sýnist.“ -Að lokum? „Ég er ánægður með mitt hlutskipti og hef haft gaman af því sem ég hef verið að fást við“ sagði Björn Haraldsson að lokum. Félagarnir Guðfinnur og Ragnar við grænmetisborðið. Ljósm.: hbb. - „Feti framar“, segja þeir. sagt að hafa lokað áfram í há- deginu, sem við höfum gert, en nú langar okkur til þess að hafa opið í hádeginu og auka þannig þjónustuna við viðskiptavin- ina.“ -Hvernig hefur versluninni vegnað? „Verslunin er alltaf á uppleið. Októbermánuður var sá besti frá því við tókum við rekstrin- um,“ sagði Ragnar og bætti við „Maður veit ekki hvort fólk er hætt að fara í stórmarkaðina?“ -Hvað með samkeppni við markaðina? skipaviðskipti og það er eins og það veljist til okkar skilvísir menn.“ Þegar þeir félagar, Ragnar og Guðfinnur, voru spurðir út í vöruúrval og vöruverð, sögðu þeir að bæði sölumenn og við- skiptavinir töluðu um það að vöruúrvalið væri mjög gott. Þá sögðust þeir félagar vera ódýr- ari í vissum vöruflokkum, t.d. smjörlíkis- og smjörvörum, einnig kjöti og kaffi, svo eitt- hvað sé nefnt. -Viðskiptavinir, er þetta alltaf -opið alla daga Mjólk og nýlenduvara -öll matvara Leitið ekki langt yfir skammt FI4BUÐ OPIÐ SJÖ DAGA VIKUNNAR TIL KL. 22 SÍMI 14566

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.