Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Side 12

Víkurfréttir - 10.11.1988, Side 12
\>ÍKUR 12 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 | {UttU Þú skalt lesa þetta Vegna fjölda áskorana verða gömlu dansarnir í K.K. húsinu, uppi, laug- ardaginn 12. nóvember. Hljómsveit- in Glæsir leikur og syngur frá kl. 10:00 til 03:00. Mætið öll á ykkar bestu dansskóm. Þingeyingafélagið LEIRUMENN „ATTU HELGUVÍK ÚÁ BÍG Bókasafn Grindavíkur í Festi — Sími 68549 í vetur verður safnið opið sem hér segir: Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga kl. 17-20 kl. 17-20 kl. 17-20 kl. 17-20 kl. 17-20 kl. 14-16 Vinsamlegast skilið bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma. Bókaverðir. í Víkurfréttum 3. nóvember skrifar höfðinginn Njáll Bene- diktsson ritstjóra svar við greinarstúf sem ég sendi Vík- urfréttum í byrjun október. Meðan sú var tíð að menn skrifuðust á var talað um að eiga inni bréf svo lengi sem svarbréf barst ekki. Þótt Njáll ávarpi ritstjórann leyfí ég mér að taka bréfið til mín, bæði vegna þess að því er að nokkru leyti beint til mín og einnig vegna þess að ég hef ástæðu til að vantreysta því að ritstjórinn sé hæfur til að svara Njáli mál- efnalega. Njáll lýkur bréfi sínu með því að segja að hann þekki mig að því að vilja hafa sannleik- ann í heiðri. Ekki skal ég bregðast Njáli í þeim efnum nú^ fremur en fyrr. Njáll hrekur ekki eitt orð úr grein minni „Garðmenn hafa aldrei átt Helguvík“. I máli sem þessu verður þó allur sannleikur seint sagður. Njáll nefnir ekki að í sinni tíð var Keflavík í sveitarfélagi með þeim Garð- og Leirumönnum. Hann upplýsir hins vegar nokkuð sem ég ætlaði að hlífa Garð- mönnum við. En þegar þeir áttu fyrsta rétt til að kaupa land Leirumanna, nýttu þeir hann ekki. Nú, þegar þeir sjá að Kefl- víkingar hafa gert landið verð- mætt, rjúka þeir upp og segja að landið sé þeirra. Njáll marg- endurtekur í bréfi sínu að Leirumenn hafi átt allt Hólms- bergið, sem rétt er samkvæmt þeim fráleitu reglum sem hér gilda um eignarrétt. En hvar eru Leirumenn nú? Það var Ragnar Guðleifsson sem á sínum tíma flutti frum- varp til laga um stækkun lög- sagnarumdæmis Keflavíkur. Það er því óþarfi fyrir Njál að hallmæla hálf-guðum (Deirra Garðmanna, sjálfstæðisþing- mönnum, fyrir það. Þeir að vísu hengluðust til að vera með, en hvorki í þessu hags- munamáli Keflvíkinga eða öðrum hafa þeir haft forystu. Landið sem Keflavík fékk ráð yfir fyrir þetta frumkvæði Ragnars er nú nær fullbyggt ofan Garðsvegar. Bergið hefur þegar verið skipulagt og allt bendir til að Keflvíkingar full- nýti það löngu áður en Garð- menn fer að skorta land undir íbúðarhús og rekstur, sem að sjálfsögðu verður að fylgja með auknum íbúafjölda. Ónýtt land er aðeins norður af Keflavík. Fari svo að sveit- arfélögin manni sig ekki upp í að sameinast mega Garðmenn eiga von á að Keflvíkingar þurfi á meiru að ónýttu landi Leirumanna að halda, af þeirri einföldu ástæðu að fólk vill heldur búa í Keflavík en Garði. Leiran var í sinni tíð 11 jarð- ir en Keflavík ein jörð. Ekki óska ég byggð í Garði sömu örlaga og Leiran hefur hlotið, þó best yrðu þeir settir með því að sameinast Keflavík hið fyrsta. Keflavík, 6. nóv. 1988, Ólafur Björnsson. Höfuðbólið og hjáleigurnar Það sem af er þessu ári hefur nokkrum sinnum mátt sjá í Víkurfréttum hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Virðist sem sumum finnist að flest vanda- mál muni leysast með þeim hætti. Mínar hugmyndir ganga þar þvert á veg. Eg sé ekkert sem mælir með samein- ingu sveitarfélaganna umfram Líki þér okkar þjónusta, láttu þá vini þína vita. Líki þér ekki okkar þjónusta, láttu þá okkur vita. Vetrarskoðun Stilltir ventlar • Athugaður stýrisbúnaöur . jrtí’ • Stilltur blöndungur • Aihugaöar og stilltar 'M' • Skipt um kerti hjólalegur »p • Skipt um platinur • Mælt millibil á • Stillt kveikja framhjólum • Athuguö viftureim • Athugaöir bremsuboröar *BI'r og stillt • Skoöaður undirvagn • Athugað frostþol á • Boriö silicon á þéttikanta kælikerfi • Athuguö öll Ijós og • Athugaðar þurrkur stillt ef þarf. j Verð m/kertum,platínum,ísvara, | og settur ísvari • Mæid hleösla i ijósaskoðun og söluskatti fyrir I í rúðusprautu j flestar gerðir 4ra cyl. bíla ' • Önnumst einnig alla smurþjónustu fvrir NISSAN, | _ kr. 5.866,- _ 1 subaru, Daihatsu, MAZDA og honda zmmmmmmmmmmm—nz Oílo ! Erum einnig með viðgeröar- j DÍI3- Og V6lavefKSt0ÖOl . þjónustu fyrir Mazda, Nissan, i KRISTÓFERS ÞORGRÍMSSONAR j Datsun, Subaru, Daihatsu, Iðavöllum 4b - Keflavík - Simi 11266 ! Volvoog Honda bifreiðir. | það sem nú er. Það má benda á að hér áður og meir voru stórbýli sem höfðu í kringum sig hjáleigur og ég óttast og reyndar veit að sama yrði upp á teningnum hér. Keflavík yrði í þeirri mynd höfuðbólið og litlu byggðarlögin ímynd hjáleig- anna, sem yrðu settar skör lægra með afmarkaðar sjávar- götur. 30. mars s.l. ritar Ólafur Sig- urðsson smágrein í Víkurfrétt- ir um hugsanlegt ágæti sam- einingar og nefnir sérstaklega rafveitumálin - það er rétt hjá honum að þegar ég flutti á Suðurnesin sýndist mér allt eða mestallt rafmagnskerfið 1 Garðinum vera hangandi á misjafnlega lélegum tréstaur- um en hér í Sandgerði voru flestar lagnir í jörð og götu- lýsing á tilheyrandi stálstaur- um. Hins vegar eftir sameiningu rafveitnanna sýnist mér loks vera að rofa til í þeim málum í Garði, þannig að ég skil Ólaf að nokkru leyti vel. Þann 20. mars s.l. er einnig smáklausa um skiptar skoðan- ir hér í Sandgerði um samein- ingaráform. Þar kemur fram að Jón Norðfjörð og Grétar Mar eru fremur málsvarar þess að sameina sveitarfélögin en Ólafur Gunnlaugsson og þó sérstaklega Sigurður Bjarnason mæltu því mót. Per- sónulega vona ég að þeim Ól- afi og Sigurði endist líf og heilsa til að standa gegn þessu máli og óska þeim alls velfarn- aðar svo lengi sem þeir vinna þannig fyrir okkur Sandgerð- inga. Það kemur nefnilega úlfur- inn undan sauðagærunni í sameiningarmálum í Víkur- fréttum 13. okt. s.l. í grein eft- ir Guðrúnu Árnadóttur. Þar kemur fram áhuginn fyrir sameiningunni. Miðneshrepp- ur hefur nefnilega fengið nokkrar krónur borgaðar vegna flugstöðvarbyggingar á Miðnesheiði og nú skal höfuð- bóli njóta af því og Sandgerð- ingar borga sinn varartoll, eins og tíðkaðist hér áður með hjá- leigurnar. Það má vissulega skilja að nokkru leyti græðgina sem er í þessa peninga, þegar maður lítur yfir fréttir um bágan fjár- hag Keílavíkur og skulda- stöðu þess byggðarlags. Um þær 5 milljónir sem Guðrún nefnir vegna skólanna held ég að rekja megi til ríkisins, alla- vega er 9. bekkjar byggingin hér í Sandgerði búin að standa lengi yfir. Ef Keflvíkingar hafa gleymt að rukka þessi gjöld síðan 1983 handa sjálfum sér, hvað myndi þá um annarra hagi. Um hin sameiginlegu mál- efni elliheimilanna nær það náttúrulega engri átt að Kefl- víkingar eigi að ráða þar meira en aðrir, eins og mér finnst liggja í loftinu gegnum blaða- skrif og þeir eru með sitt pláss fullnýtt á Garðvangi og allt skítkast um oddvitann í Garði ætla ég að láta liggja milli hluta. Að lokum er rétt að nefna að það eru ekki mörg ár síðan, að í Víkurfréttum var nokkuð vegið að Miðneshreppi vegna skulda sveitarinnar við Heilsu- gæsluna, enda þá engir llug- stöðvarpeningar til að skipta milli sveitarfélaganna í aug- sýn. Guðmundur Vigfússon, Sandgerði.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.