Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Page 15

Víkurfréttir - 10.11.1988, Page 15
\)iKiin (titU* Fimmtudagur 10. nóvember 1988 15 Vetrarstarf Kvenfélags- ins Njarðvík Vetrarstarf Kvenfélagsins Njarðvík er þegar hafið. Nýr þáttur í starfinu er þjónusta í tengslum við samverustundir aldraðra í Ólafslundi. Næsti félagsfundur verður á morgun kl. 20:30 í húsakynn- um félagsins. Þar mun Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir, kynna notkun Monitortækja við hlustun fósturhljóða, ef með þarf í meðgöngu og við fæðingu. Kökubasar Kvenfélags Keflavíkur Kvenfélag Keílavíkur held- ur sinn árlega kökubasar næst- komandi laugardag í Iðn- sveinafélagshúsinu, Tjarnar- götu 7 í Keflavík, og hefst hann kl. 14. Að venju verður þar gott úrval af kökum og brauði á boðstólum. Kökubasar í Vogum Kvenfélagið Fjóla á Vatns- leysuströnd gengst fyrir köku- basar nú á sunnudag í Glað- heimum í Vogum. Hefst hann kl. 14. Auk ýmislegs er kítlar bragðlaukana verður boðið upp á lukkupoka fyrir börnin. Stafnesmenn í Noregi: Nánast bornir á gullstól Meðan lokavinnan stóð yfir við smíði Stafness KE 130 í Kolvereid í Noregi var áhöfn- inni vel tekið af heimamönn- um, enda frískir strákar sem settu svip sinn á þennan litla bæ. Hafa okkur borist eintök af staðarblöðunum ,,Nord- trönderen og Namdalen" og ,,Ytringen“ 14. og 18. október s.l. Þar er þeim Stafnessmönn- um hampað mjög. Eru það einkum tveir at- burðir sem sagt er frá. I fyrsta lagi er það þegar Jórunn Garð- arsdóttir gaf skipinu nafn. Hitt tilefnið var einskonar landsleikur í knattspyrnu milli liða skipasmíðastöðvarinnar og áhafnarmeðlima á Stafnes- inu. Þótt þeim leik hafi lokið með sigri heimamanna, 6:3, kemur fram að hinir íslensku ftskimenn haft staðið sig mjög vel, þar sem lið heimamanna hafi að stórum hluta verið skipað A-leikmönnum bæjar- liðsins í Kolvereid. Var aðsókn að leik þessum gífurlega mikil og höfðu heimamenn á orði að þrátt fyrir þennan fjölda A-liðs- manna hafí verið mjög erfltt að keppa við fiskimennina og sýna úrslitatölurnar það best, en niðurstöður leiksins urðu heimamönnum til mikillar undrunar. Meðal áhorfenda voru íslendingar er höfðu með sér fornan þokulúður og blésu í hann mikið vonbrigðablístur í leikslok. Annars er það að segja að gestgjafarnir tóku vel á móti Stafnessmönnum og má nán- ast segja að þeir hafí verið bornir um bæinn í gullstól á meðan á dvöl þeirra stóð þar ytra. Tombóla í Myllu- bakkaskóla Nemendur í 4. og 5. bekk Myllubakkaskóla í Keflavík verða með sína árlegu tom- bólu á laugardaginn, 12. nóvember, kl. 14. Krakkarn- ir hafa safnað munum og vörum og eins og undanfarin ár er búist við miklu fjöri. Agóðinn mun að þessu sinni renna til hönnunar á skóla- lóðinni. I «Og Stafnes Gwfctw Jofuon Gcntamtotúf Atmidu, uí! byggfoppcfca vwkstwl pi Kotvenád hi KiAittex) honmxtsíkk spíJse & ger< ovwievtaie veri.steJslwteív fukGttdien verftet 'mtiaiii fotbalíbaiien. fVcra Stafnesmanna holvereid vakti mikl hygh. Var m.a. fjall; pa i slaðarblöðum, c smá sýnishorn. tMOSKM. Ole Itelm íslnndfke Sjrmumli ‘«fner j jnorgfn pd grutbtuia, /.»4 Kahvrrú/ Landslcami mange mál H'vtnntikertj tæmmmm Frikirken földunga- deild Innritun á vorönn 1989 fer fram á skrifstofu skólans, sem er opin alla virka daga frá kl. 08:00-16:00. Staðfestingargjald, sem greiðist við innritun, er kr. 3000 -en skólagjald ann- arinnar er alls kr. 6.400- Gjöldin eru óháð fjölda valinna áfanga og eru ákveðin af Menntamála- ráðuneytinu. Kennt er frá kl. 18:00-20:00 og 20:00- 22:00 frá mánudegi til fimmtudags. Allar nánari upplýsingar, svosem um mat á fyrra námi og námsleiðum gefur skrifstofa skólans í síma 92-13100. Eftirtaldir áfangar verða kenndir ef næg þátttaka fæst: BÓK 103, 203, 303 • DAN 102, 203/212 ENS 102, 202, 303, 403 • FÉL 103, 233 FRA 103 • GRT103/203 • HES103 (rökfr.) ITB • ÍSL 102, 202, 212, 323 • LÍF 103 NAM 101 • REK 103 • SAG 103, 233 SÁL 103, 213 • STÆ 102, 202, 303 TJA 102 • TÖL 103, 203/213 VÉL 101, 202? • ÞJÓ 203 • ÞÝS 203, 403 haldið á Knattborðsstofu Suðurnesja 12. og 13. nóv. oghefstkl. 11 STÓRGLÆSILEG VERÐLAUN 1. verðlaun 50.000 3. verðlaun 15.000 2. verðlaun 30.000 4. verðlaun 10.000 Hæsta skor 15.000 Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis Mótsgjald kr. 2000. 16 ára og yngri kr. 1000. Skráningu lýkur í kvöld, fimmtudag. Urslitaleikurinn verður sýndur í Ríkissjónvarpinu í beinni útsendingu laugardaginn 19. nóvember. Gleraugnaverslun Knattborðsstofa Keflavíkur Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.