Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1988, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 10.11.1988, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 mun jUOU Körfufréttir: Annnað tap ÍBK Keflvíkingar töpuðu óvænt fyrir nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki á sunnudags- kvöldið 76:85, eftir að heima- menn höfðu leitt í leikhléi 52:39. ÍBK náði aldrei að sýna sitt rétta „andlit". Tindastolsmenn léku skynsamlega og unnu sanngjarnt. Sigurður Ingi- mundarson skoraði mest ásamt Guðjóni Skúlasyni, 20 stig hvor. Sigur hjá Grindavík Grindvíkingar fóru góða ferð norður og sigruðu þar Þór á Ak- ureyri 68:78. Guðmundur Bragason var stigahæstur UMFG með 24 stig. Reynir vann 1. deildarlið Reynis í körfu- knattleik lék gegn Breiðabliki um helgina og sigraði örugg- lega 75:50. Úrslit á þriðjudag: Valur - UMFN .. 83:92 UMFG-IS .... 81:65 Anna María Sveinsdóttir íslandsmeisturum ÍBK í körfuknattleik kvenna hefur gengið mjög vel það sem af er timabilinu og hafa þær unnið alla sína leiki, eða fjóra tals- ins. Þær unnu Hauka 71:60, Njarðvík 42:32, Grindavík 65:34 og ÍS 58:28. Þjálfari stúlknanna er enginn annar en íþróttakennarinn Jón Kr. Gíslason, einn af máttarstólp- um karlaliðs ÍBK í körfu. Til að forvitnast nánar um körfu- boltann hjá stelpunum þótti við hæfi að taka einn máttar- stólpa liðsins tali, en það er Anna María Sveinsdóttir. „Deildin leggst bara mjög vel í okkur og við ætlum okk- ur ekkert annað en sigur annað árið í röð. ÍS-stelpurn- ar, sem voru sterkar í fyrra, reyndust slakari en við áttum von á en KR-ingar og ÍR- ingar geta örugglega orðið erfiðir mótherjar." -Hvernig hafa þessir leikir gengið það sem af er? „Þeir hafa yfirleitt gengið ágætlega, nema helst leikur- inn á móti Njarðvík, sem var afleitur. Þaðgekkekkert upp og við hittum illa. Hins vegar má segja að Njarðvíkur- stelpurnar hafi tekið miklum framförum frá því í fyrra.“ -Hvenær byrjaðir þú í körfunni? „Ætli ég hafi ekki byrjað þegar égvarsvona 11-12 ára Anna María fagnar hér sigri í íslandsmótinu í fyrra, ásamt vin- konu sinni og meðherja í körfunni, Björgu Hafsteinsdóttur. og hef æft alveg stíft síðan. Ég hef verið í fótbolta á sumrin og körfu á veturna, en núna æfi ég líka hand- bolta með meistarafiokki ÍBK sem leikur í 2. deild.“ -Hvernig gengur í hand- boltanum? „Það hefur gengið ágæt- lega þar sem af er í handbolt- anum. Við höfum unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli. Við höfum mjög góðan þjálfara núna, Olaf Lárusson, og með sama áframhaldi eigum við jafnvel möguleika á sæti í 1. deild.“ -Er ekki erfitt að samræma báðar íþróttirnar og er þetta ekki tímafrekt? „Mér hefur ekþi reynst það erfitt að samræma þess- ar íþróttir, en hitt er annað mál að þetta er frekar tíma- frekt og tekur mikinn tíma frá lærdómnum.Égeráupp- eldisbraut í FS og það má segja að námið sitji svona frekar á hakanum,“ sagði Anna María Sveinsdóttir íþróttagarpur að lokum. Anna María skorar hér í handboltalvik. fmælisafsláttur á ðalstöðinni I tilefni 40 ára afmælis Aðal- stöðvarinnar bjóðum við 10% afslátt í bíla- þvottastöð út nóvembermánuð -þjónusta í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.