Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 05.05.1989, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 5. mai 1989 mur< (UWt molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll Dugnaður við krabbann Þeir félagar Eiríkur H. Ól- afsson og Þorbjörn Daníels- son hafa sem kunnugt er ver- ið ötulir við að koma í verð- mæti ýmsum lítið nýttum sjávardýrum s.s. Kónga- snigli o.fl. Þeir félagar eru svo sannarlega ekki af baki dottnir, því nú berast fréttir af því að þeir hafi á dögunum keypt krabbaverksmiðju ofan af Skaga og flutt vélarn- ar í verksmiðju sína í Sand- gerði. Þá munu þeir hafa fest kaup á 2000 krabbagildrum, fengið humarleyfi og eru nú u.þ.b. að senda loðnuskipið Keflvíking með gildrurnar út til að fanga lifandi humar, sem verður fluttur þannig á markað í Japan. Verður skip þetta hið stærsta sem stund- að hefur humarveiðar hér við land. Við eigum samlcið Það var vel við hæfi, svona skömmu eftirað bítlabærinn Keflavík hélt upp á 40 ára af- mæli sitt, að eini Keflvíking- urinn í keppninni um Lands- lagið ’89 skyldi sigra. Er Jó- hann G. Jóhannsson vel að sigrinum kominn með lag sitt Við eigum samleið. Við hér í bítlabænum sendum honum því kveðju okkar. Annars áttum við fleiri full- trúa á staðnum, m.a. dans- höfundinn Níels Einarsson (Söring) og a.m.k. tveir af þeim sem fram komu í tísku- sýningunni eru héðan að sunnan, þeir Þórir Telló og annar til, sem Molahöfund- ur man því miðurekki nafnið á að sinni, en bætir úr því þegar það kemur upp. Undirbýður Spari- sjóðurinn SBK? Nokkur umræða hefur verið um rútu frá Akranesi sem ók með ferðahóp frá Keflavík á dögunum. Hefur nú komið í Ijós að umrædd bifreið var í raun keypt frá Steindóri á sínum tíma og það sem meira er, þá er eig- andi hennar sagður skulda Sparisjóðnum í Keflavík allt kaupverðið og því sé það í raun Sparisjóðurinn sem eigi bílinn en ekki viðkomandi Skagamaður. ...og hvað meinar KFUM og K? Segir sagan að sá félags- hópur, sem í þessu tilfelli hafi leitað viðskipta við Akranesbílinn, sé KFUM og K í Keflavík. Hafa heyrst fregnir af því að hugur bæj- aryfirvalda í garð viðkom- andi félagasamtaka sé allt annað en góður, eftir að upp- lýst var að þeir hafi ávallt farið með viðskipti sín út fyrir bæinn, en þó fengið styrki frá bænum vegna hús- næðis í þeirra eigu m.a. Valdið á fárra höndum... Sjóefnavinnslan h.f. er fyrirtæki sem er í eigu mjög margra, þó einn aðili, Hita- veita Suðurnesja, sé þar lang stærsti hluthafinn. Síðasta föstudag var aðalfundur fyrirtækisins haldinn í Festi í Grindavík að viðstöddum níu manns. Af þessum níu voru sjö sem tengdust stjórn eða varastjórn, einn endur- skoðandi og einn almennur hluthafi, sem er utan þessa hóps en mætti þó þarna fremur sem blaðamaður. Þrátt fyrir að mætingin hafi verið dræm höfðu viðstaddir umboð 99,9% hlutafjár, því fulltrúi Hitaveitunnar einn- ar hefur á bak við sig 98,8% hlutafjár. ...hækkuðu við sig launin Þó Sjóefnavinnslan hafi tapað miklum fjármunum á síðasta ári bar fráfarandi for- maður upp tillögu um hækk- un á þóknun til stjórnar- manna. Jón Gunnar Stef- ánsson, en svo heitir maður- inn, lagði tilaðstjórnarmenn fengju 4% af þingfararkaupi á mánuði fyrir setu í stjórn- inni og formaðurinn tvö- falda þá upphæð. Fær hver stjórnarmaður því um 5000 kr. fyrir fundarsetu á mán- uði og formaður 10.000. Var tillagan samþykkt með at- kvæðum þeirra sem fyrir eru í stjórn og varastjórn en eini almenni hluthafinn sem sat fundinn sat hjá að sjálf- sögðu. Sveitarfélögin valda vonbrigðum I máli Jóns Gunnars Stef- ánssonar, stjórnarformanns Sjóefnavinnslunnar h.f., á aðalfundinum á dögunum kom fram að það hefði vald- ið stjórninni vonbrigðum að ekki hefur náðst samkomu- lag um greiðslu hlutafjár og skiptingu aðstöðugjalda milli sveitarfélaganna, sem í upphafi keyptu land og hita- réttindi á Reykjanesinu. Vegna þessa var upplýst að Njaðrvíkurbær skuldaði enn kr. 1.065.685 í hlutafé. Rólegur fundur Sérleyfisnefnd Keflavíkur og bæjarfulltrúar í Keflavík héldu í síðustu viku fund með starfsfólki SBK, bæði þeim gömlu og þeim armi sem kom frá Steindóri. Var hugmyndin að talað yrði hreint út svo lægja mætti all- ar öldur, þar sem orðið hafði vart urgs meðal starfsmanna í garð hvors hóps fyrir sig. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst enginn óánægja upp á yfirborðið og lauk fundi því á rólegri nótunum. Er þess því vænst að hóparnir jafni sig og samstarfið gangi vel, enda hefur starfsmannahópi Steindórs nú verið lofað störfum a.m.k. fram á haust. Jóhanna Sigurðardóttir Lítill baráttuandi Þó talað hafi verið um há- tíðar- og baráttufund í Stapa á 1. maí fór lítið fyrir bar- áttuandanum. Fremur var um huggulega menningar- samkomu að ræða þar sem félagsmálaráðherra flutti enn eina pólitísku ræðuna um húsbréfafrumvarpið sitt, málefni sem flestir launþeg- ar eru fyrir löngu orðnirleið- ir á að hlusta á, enda búið að tröllríða fjölmiðlum að und- anförnu, þó frumvarpið sé trúlega gott út af fyrir sig. Vegna ávarpsins mættu dyggustu flokksbræður ráðherrans til að hlýða á, jafnvel menn sem eiga dag- lega lítið sameiginlegt með verkalýðsstéttinni. Kannski er þetta það sem koma skal á 1. maí. Engin kröfuspjöld á lofti, engin kröfuganga, að- eins góðar menningarsam- komur þar sem fólk gleymir stund og stað við góð veislu- föng. Þar sem hlustað er á ræðuhöld sem segja ósköp lítið, eða pólitískar fram- boðsræður. Bæjaryfirvöld beiti sér gegn fækkun lögregluþjóna rýni sem fram hefur komið og telur vafalaust, og reynd- ar þegar fram komið, að hraðaakstur og önnur um- ferðarlagabrot muni færast í aukana þegar dregið er úr eftirliti. Því skorar nefndin á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að fækkunin nái ekki fram að ganga. MESSUR Keflavíkurkirkja Laugardagur 6. maí: Jarðarför Guðrúnar St. Berg- mann, Sólvallagötu 6, Keflavík, fer fram kl. 14. Sunnudagur 7. maí: Guðsþjónusta kl. 11. Hádegis- verður í Kirkjulundi eftir messu og síðan aðalsafnaðarfundur, þar sem m.a. verður tekið fyrir 6. mál Kirkjuþings 1988 um skipan prestakalla og prófastsdæma. Sóknarprestur Þorri sveitarfélaga á Suð- urnesjum hafa ályktað um þá fyrirætlan stjórnvalda að fækka í lögregluliðinu á Suð- urnesjum um atta lögreglu- þjóna og gagnrýnt það harð- lega. Umferðarnefnd Kefla- víkur tekur undir þá gagn- SKIPTING GRÓFIN 19, 230 KEFLAVÍK, SÍMI 92-13773 — • Almennar bílaviðgeröir • Sjálfskiptingar • SUN-vélastillingar • Bremsuviðgerðir Mikið úrval af varahlutum: • í bremsukerfi • í kveikjukerfi • í sjálfskiptingar Hjöruliðskrossar og legur - Pakkdósir Úrval smáhluta - þurrkublöð, viftureimar o.fl. DRATTARBÍLL ALLTAF TIL TAKS. Bílas. 985-23774 Verkst. 13773

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.