Víkurfréttir - 05.05.1989, Side 17
mun
jtittU
Eldur í
Um miðjan dag á fimmtu-
dag kom upp eldur í Víði II
GK 275 þar sem hann er til
viðgerðar í Skipasmíðastöð
Njarðvíkur. Lagði mikinn og
þykkan reyk út um eitt kýr-
auga bátsins er slökkvilið
Brunavarna Suðurnesja kom
á vettvang.
Var eldurinn fljótt slökkt-
Rúðubrot í
Þrátt fyrir langa helgi var
óvenju rólegt hjá lögregl-
unni í Keflavík, einungis 53
útköll, sem telst í minna lagi.
Aðfaranótt sunnudagsins
síðasta var ytra gler brotið í
hurð á versluninni Stapafelli
og hafði lögreglan afskipti af
þeim verknaði. Skömmu síð-
ar var lögreglan aftur kölluð
að versluninni en þá höfðu
krakkar rifið glerbrot úr
Víði II.
ur en hann var í einangrun í
mannaíbúðum aftan til í
bátnum. Tók slökkvistarfið
skamma stund og er tjónið
ekki talið mjög mikið.
Hefur báturinn að undan-
förnu verið í miklum við-
gerðum í slippnum. Er Ijóst
að viðgerðir þessar standa
a.m.k. fram á sumar.
Stapafelli
hurðinni og kastað í götuna.
Minna hefur borið áölvun
unglinga að undanförnu og
sagði Karl Hermannsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn,
að þar væri um það að ræða
að bjórinn væri orðinn vin-
sælli en sterkari áfengir
drykkir. Lögreglan tók tvo
ölvaða ökumenn í síðustu
viku.
Bannað að brenna sinu
Frá og með 1. maí sl. er
óheimilt að brenna sinu.
Nokkuð hefur verið um sinu-
bruna og útköll vegna þeirra
hjá lögreglunni. Vill lögregl-
an í Grindavík brýna það
fyrir foreldrum barna, að
þeir geri börnum sínum það
ljóst að bannað sé að brenna
sinu, því bæði er það stór-
hættulegt ef eldur kemst í
verðmæti og einnig eru fugl-
ar farnir að huga að varpi.
Viðhaldsframkvæmdir gatna:
Fólk veiti um a Nú er að hefjast sá tími er viðhaldsframkvæmdir á gatnakerfinu fara fram. Miklar framkvæmdir eru framundan m.a. á Hring- braut í Keflavík og því vill lögreglan koma þeim tilmæl- um til ökumanna að þeir merking- thyglí veiti merkingum verktaka athygli, svo framkvæmdir geti gengið vel og röskunar- lítið fyrir sig. Þá er fólk hvatt til að velja sér aðrar ökuleiðir en þar sem framkvæmdir eru í gangi.
Smáauglýsingar Páfagaukur í óskilum grænn m/svörtu í fjöðrum og gulan haus. Uppl. að Suður- garði 2. leigu í Keflavík. Þarf helst að vera laus 1. júní. Uppl. í síma 15885.
Ibúð óskast Par í háskólanámi óskar eftir íbúð til leigu í Keflavik eða Njarðvík frá 1. júní. Nánari uppl. gefur Viktor eða Ása í síma 91-73830.
20 ára fermingarafmæli (árgangur ’55) Laugardaginn 6. maí mæt- umst við á Glóðinni ^tundvís- lega kl. 19:00. Nefndin
Ibúð óskast 3ja herb. íbúð óskast til leigu frá mánaðamótum júlí/ágúst. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 13555 eða 16066. Ibúð óskast 5 herb. íbúð eða einbýlishús óskast til leigu. Góðri um- gengni og reglusemi lofað. Á sama stað óskar 17 ára piltur eftir vinnu. Uppl. í síma 27923 eftir 17.00.
Barnastóll á reiðhjól Óska eftir barnastól á reið- hjól. Uppl. í síma 14725.
Börnin og við Hinn mánaðarlegi rabbfund- ur félagsins verður haldinn í anddyri Heilsugæslustöðvar- innar mánudaginn 8. maí kl. 21:00. Fundarefni: Hefur mataræði móður áhrif á brjóstagjöf. Allir velkomnir. Stjórnin
Stevpuhrærivél Óska eftir ódýrri, notaðri steypuhrærivél. Uppl. í síma 27279.
Einbýlishús til leigu Til leigu einbýlishús með hús- gögnum í að minnsta kosti eitt ár. Uppl. í síma 14160.
Dagmamma Get bætt við mig börnum í pössun. Hef leyfi. Uppl. ísíma 27279.
íbúð óskast 3ja-4ra herb. íbúð óskast til
Föstudagur 5. maí 1989 17
Viltu losna við auka-
kílóin eða bara lagast
í vextinum?
Erum komin með lóð fyrir hendurnar.
Þú færð 10% afslátt í Sport-
búð Úskars og barnafata-
versluninni ANDREU, ef þú átt
tíu tíma kort í líkamsræktinni
0 Mánud. kl. 15-22. - Þriðjud. kl. 10-17.
P Miðvikud. kl. 15-22. - Fimmtud. kl. 15-22.
I Föstud. kl. 10-17.
Ð
f SOLGLERAUGU
EIN
VÖNDUÐUSTU
SÓLGLER-
AUGU ALLRA
TÍMA
GLGRflUGNRVGRSLUN KflFLflVÍKUR
FLOTT FORM
Líkamsrækt ðskars
Hafnargötu 23 - 2. hæð - Simi 15955
- fyrir ofan sportbúðina