Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1989, Side 19

Víkurfréttir - 05.05.1989, Side 19
\>iKun (uWt Föstudagur 5. maí 1989 19 Körfuknattleiksfólkið sem hlaut viðurkenningar. Ljósm.: mad. Uppskeru- hátíð KKRK Uppskeruhátíð Körfuknatt- leiksráðs Keflavíkur var haldin sl. sunnudag. Þar voru mættir allir flokkar ÍBK í körfuknattleik og svo hluti af bæjarstjórn Kefla- víkur. Bæjarstjóri tók til máls og afhenti formanni KKRK 200.000 krónur í við- urkenningarskyni fyrir frá- bæran árangur. Að þessu loknu var þeim leikmönnum sem skarað höfðu framúr í sínum aldursflokki veittar viðurkenningar. Þeir eru eftirtaldir: Flokkur: Efnilegasti leikmaður: Besti leikmaður: Minnibolti yngri Einar Snorrason Minnibolti eldri Örn Eyfjörð Jónsson 6. flokkur Sigurður Magnússon 7. flokkur Unnar Sigurðsson S. flokkur Kristján Guðlaugsson 9. flokkur Sigurður V. Arnason Drengjafl. Birgir Guðfinnsson Unglingafl. Egill Viðarsson 1. flokkur Júlíus Friðriksson Meistarafl. Nökkvi Már Jónsson Meistarafl. Elínborg Herbertsd. 2. fl. kv. Eva Sveinsdóttir Stúlknafl. Ástrún Viðarsdóttir Minnib. kv. Vigdis Jóhannsdóttir Örn Hjartarson Davið Jónasson Guðjón Karlsson Guðmundur Oddsson Eysteinn Skarphéðinss. Kristinn Jónasson Kristinn Friðriksson Einar Einarsson Jón Kr. Gíslason Anna María Sveinsd. Kristín Blöndal Eva Sveinsdóttir Debbie Shackleford Vítaskytta ársins: Nökkvi Már Jónsson, 88,5% nýting. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu vítaskyttu í hverjum flokki og rósir þeim sem unnið höfðu gott starf fyrir körfubolt- ann í vetur. Vormót G.S.: Skotlands- farar bestir Höggleikur með og án for- gjafar var i Leiru sl. laugar- dag. Urslit urðu sem hér segir: ÁN FORGJAFAR 1. Sigurður Albertsson . 73 högg 2. Hjörtur Kristjánss. ... 78 högg 3. Júlíus Jónsson ... 80 högg MEÐ FORGJÖF 1. Ragnheiður Ásta Margeirsdóttir .... 62 nettó 2. Gerða Halldórsd... 65 nettó 3. Kristinn Gunnarsson 68 nettó 20 félagar úr Golfklúbbi Suðurnesja eru nú í Mekka golfsins, á austurströnd Skot- lands, í æfinga- og keppnis- ferð. Þeir hafa nýtt sér hið góða veður hér heima undan- farið og æft af kappi. Staðsetn- ing Hólmsvallar kemur sér vel „veðurfarslega". Völlurinn kemur ágætlega undan vetri, meðan sumir verða enn að renna sér á gönguskíðum á sín- um golfvöllum. Myllu- bakka- sköli með árshátíð Myllubakkaskólabörn héldu árshátíð sína í íþrótta- húsinu í Keflavík nú ný- lega. Voru skemmtiatriði á hátíðinni sett upp í formi sjónvarpsdagskrár. Húsfyll- ir var í íþróttahúsinu og skemmtu allir sér konung- lega. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari blaðsins á hátíðinni og sýna þær annars vegar hluta hátíðargesta og hins vegar ungar fimleika- drottningar í Myllubakka- skóla, sem sýndu viðstödd- um listir sínar. Ljósm.: hbb. Holtaskóli: Færeyingar í heimsókn Þrettán pennavinir barna í Holtaskóla í Keflavík komu í heimsókn til vina sinna hér í Keflavík fyrir um hálfum mánuði síðan og dvöldu hér í vikutíma ásamt sveitar- stjórnarmönnum og tveimur kennurum. Meðan á dvölinni hér á landi stóð var ýmislegt gert til skemmtunar, s.s. farið í Bláa lónið, Gullfoss og Geysir skoðaðir. Þá stund- uðu krakkarnir einnig nám við Holtaskóla. Kveðjukvöld var haldið í Holtaskóla í síðustu viku og þá var íslensku krökkunum kenndur færeyski þjóðdans- inn og brúðardans. Meðfylgjandi ljósmynd er af gestunum ásamt gestgjöf- um. Ljósm.: hbb.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.