Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1989, Page 20

Víkurfréttir - 05.05.1989, Page 20
Föstudagur 5. maí 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. I—!)= œ ffl , im gg nn m BB Útlit í norður (Faxabraut). Viðbyggingin við Hlévang: i Mýjar tillögur fá g ððar undirtektir Keflavík: Rekstur sund- miðstöðvar boðinn út? Garðar Oddgeirsson, bæj- arfulltrúi, lagði fram til- lögu á fundi bæjarstjórnar Kellavíkur á þriðjudag þess efnis að kosin yrði 3ja manna nefnd til að kanna hagkvæmni þess að bjóða út rekstur sundmiðstöðvarinn- ar og nýja dagheimilisins við Heiðarbraut í Keflavík. Var samþykkt með öllumgreidd- um atkvæðum að vísa tillögu þessari til bæjarráðs. Hlutafélag um SBK? Á vegum samgöngunefnd- ar SSS hefur veriðrætt umað SBK taki að sér allan skóla- akstur á Suðurnesjum og rekstur almenningsvagna á Suðurnesjum. Þá er einnig rætt um að breyta tíðni áætl- unarferða SBK. Er málið var til umræðu í bæjarstjórn Keflavíkur á þriðjudag upplýsti Guðfinn- ur Sigurvinsson bæjarstjóri að komið hefði upp hug- mynd um stofnun hlutafél- ags um rekstur SBK með að- ild allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Nýjar tillögur að viðbygg- ingu við dvalarheimilið Hlé- vang í Keflavík hafa verið lagðar fyrir bæjarráð og bæj- arstjórn Keflavíkurogstjórn DS. Er hér um að ræða tveggja hæða hús, 615 m2 hvor hæð, ásamt 113 m2 kjallara. Tuttugu og sjö her- bergi verða í nýju álmunni en níu herbergi í eldra húsnæði verða óbreytt. Heildarflatar- mál eldra húss er 375 m2, þannig að samtals verður húsið 1718 m2. Sparnaðuraf því að notast við núverandi liúsnæði svo til óbreytt hljóð- ar upp á rúmar 20 milljónir króna. Vistfólk á ekki að þurfa að yfirgefa húsið á meðan á framkvæmdum við nýbygginguna og breyting- arnar stendur. Teikningar að nýja hús- næðinu hafa hvarvetna feng- ið góðar undirtektir. Teikn- ingar af húsinu eru ekki full- frágengnar, en þær voru lagðar fyrir byggingarnefnd Keflavíkur á miðvikudag sem fyrirspurn. DS mun halda annan fund nú á mánudag, þar sem skýr- ari línur munu fást varðandi teikningarnar. Hermann Ragnarsson, formaður DS, sagði í samtali við blaðið að hann ætti ekki von á því að eitthvað stæði í veginum fy rir því að umrædd tillaga næði að ganga í gegn. Sjóefnavinnslan hf.: Rúmlega 50 mkr. tap Tap á rekstri Sjóefnavinnsl- unnar h.f. á síðasta ári varð um 51,6 milljónir króna. Kom þetta fram á aðalfundi félags- ins sem haldinn var síðasta föstudag. Tekjur námu aðeins 3,5 milljónum króna, rekstrar- gjöld 46,4 milljónum og tjóna- bætur sem féllu á fyrirtækið 4,2 milljónum króna. Kom fram á fundinum að staða þessi var nánast öll til komin á fyrri helmingi ársins, en á þeim hluta ársins gerði stjórn fyrirtækisins sér vonir um að ná mætti áætlaðri salt- framleiðslu og var öllu til kost- að, sem talið var að stuðlað gæti að árangri. Þó hefði að- eins tekist að framleiða á fyrstu fimm mánuðum ársins 578 tonn af salti, 106 tonn af kolsýru og 8 tonn af þurrís. Þá var fullreyndur, án árangurs, nýr saltframleiðslubúnaður sem kostaði um 20 milljónir króna. 22. júlí sl. var undirritaður samningur við Phaiimaco h.f. og Delta h.f. um sölu á orku og afnot af framleiðslutækjum verksmiðjunnar. Hefði samn- ingur þessi gefið 15 milljónir króna á þessu ári og farið stig- hækkandi upp í um 40 milljón- ir á árinu 1992. 23. september 1988 var samningnum rift og tilgreind sú ástæða að forsend- ur fyrir samningsgerðinni hefðu reynst rangar. Er nú skaðabótamál á hendur fyrir- tækjunum tveimur í undirbún- ingi af hálfu Sjóefnavinnsl- unnar h.f. í október var síðan gengið til samninga við Jarðvarma h.f. og er þess vænst að tekjur fari að koma frá þeim samn- ingi, auk þess sem Roð h.f., þurrkstöð fyrir fiskmeti, er í námunda við fyrirtækið á Reykjanesi og hefur notið orku þaðan. Eru tekjur vænt- anlegar þaðan á næstunni. Eru því miklar vonir bundn- ar við þá starfsemi sem nú er á staðnum, auk þess sem þess er vænst að hægt verði að hefja viðræður við ríkissjóð um lækkun áhvílandi skulda. Stjórn Sjóefnavinnslunnar er í dag skipuð eftirtöldum að- ilum: Björgin Ó. Gunnarsson, Ólafur Thordersen, Jóhann Einvarðsson, Jón Gunnar Stefánsson og Þórarinn St. Sigurðsson. Eina breytingin frá fyrra ári var að Ólafur kom úr varastjórn í skiptum við Hannes Einarsson, sem er starfsmaður fyrirtækisins. Nú getur bæjarritarinn fyrr- verandi farið og keypt dýra lambakjötið í llagkaup . . . —^ m m * _ w —fc. V V TRÉ TRÉ-X INNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700 _____________CL_____________

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.