Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 2
Fréttir
VÍkurfréttir
7. sepl. 1989 2
mimmihM
Arnþrúður B. Arnadóttir,
skrifstofutæknir,
útskrifuð jan. ’89:
„Námið var mun yfirgrips-
meira en ég hafði haldið. Það
hitti beint í mark hjá mérenda
voru kennararnir frábærir og
námið ítarlegt. Það var mjög
ánægjulegt að hitta og starfa
með því fólki sem var á nám-
skeiðinu.
Ég sé ekki eftir því að hafa
fjárfest í skrifstofutækninámi,
því það skilar sér margfalt til
baka.“
Nám í skrifstofutækni opnar þér nýja möguleika
í starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og
tölvugreinar, sem gera þig að úrvals starfskrafti.
Innritun og upplýsingar í síma 14879.
\r VÍKURHUGBÚNAÐUR
Hafnargötu 61 - Keflavík - Sími 14879
Starfskraftur óskast
Vantar starfskraft í afgreiðslu í sjoppu.
Uppl. gefur verslunarstjóri á föstudag.
SAMKAUP
NÚ ER VIKA HÁRSINS
Hárgreiðslustofan
£laúan5
Vatnsnestorgi
Tímapantanir í síma 14848
Slagorð vikunnar er: Verslið
hársnyrtivörur hjá fagfólki.
Ath. breyttan opnunartíma:
Opið 9-18 alla daga nema
mánudaga 13-18. Opið laug-
ardaga.
JOICO-KERACTASE-NEXUS
Reykjanesbraut:
Mikill hraði og ölvun olli slysi
Tveir fólksbílar fóru út af
Reykjanesbraut um klukkan
13.30 á sunnudag eftir árekst-
ur. Fernt, sem var í öðrum
bílnum, var flutt á sjúkrahús,
tveir fullorðnir og tvö börn.
Slasaðist annar þeirra full-
orðnu all mikil en börnin
sluppu að mestu, svo og far-
þeginn í framsæti.
Tildrög slyssins voru þau að
bifreið af gerðinni Mazda 323
tók fram úr fólksbifreið, sem
var af Lödu-gerð. Er Mazdan
var komin fram úr missti öku-
maður bílsins stjórn á bílnum
þannig að hann dansaði á
veginum. Við það rakst Ladan
tvisvar á fyrrnefndu bifreið-
ina. Við þann árekstur rann
Ladan stjórnlaus út af vegin-
um en hafnaði þó á hjólunum
án þess að velta. Mazdan
endastakkst nokkrum sinnum
og hafnaði að lokum á toppn-
um. Komust börnin þá út af
sjálfsdáðum.
Tvennt var í Lödunni og
slapp það án meiðsla en þeir
fullorðnu í Mözdunni voru
fastir í framsætinu í flakinu er
að var komið. Eftir að tekist
hafði að losa þá voru þeir,
ásamt börnunum, fluttir á
Borgarspítalann í Reykjavík.
Er ökumaður Mözdunnar
grunaður um meinta ölvun við
akstur. Einnig mun farþeginn í
framsætinu hafa verið ölvað-
ur, en hann hafði tekið bifreið-
ina í heimildarleysi og fengið
félaga sinn til að aka honum.
Þá er fullvíst talið að bifreið-
inni hafi verið ekið á umtals-
verðum hraða er tekið var
fram úr Lödunni. Er Mazdan
gjörónýt á eftir en Ladan lítið
skemmd.
Mikill fjöldi hjálpartækja
barst þegar á vettvang auk
þriggja lækna. Sökum óhapps-
ins urðu all miklar tafir á
akstri um brautina, en mikil
umferð var m.a. vegna tor-
færukeppninnar við Grinda-
vík.
Mazdan er illa leikin eftir velturnar og má teljast mikil mildi að
ekki fór verr. Ljósm.: epj.
Þór Pétursson ÞH 50:
Nýsmíði komin til Sandgerðis
Nýtt fiskiskip og um leið
frystiskip, Þór Pétursson ÞH
50, kom til Sandgerðis að
morgni sunnudagsins í fyrsta
sinn. Var skipið smíðað fyrir
Njörð h.f., Sandgerði, hjá
Skipasmíðastöð Marsellíus-
ar á ísafirði og er smíðaverð
þess um 140 milljónir króna,
en skipið mælist 143 tonnað
stærð.
Hið nýja skip er tæplega
26 metra langt og 7,5 metra
breitt. Það er útbúið með
frystitækjum og vinnslu um
borð, en hugmyndin er að
gera það út á flatfiskveiðar
og rækjuveiðar. Þá hefurþað
humarkvóta. Er frystigetan
á milli 15 og 16 tonn á sólar-
hring.
Lagði skipið af stað frá
Isafirði á laugardagskvöld
en á heimleiðinni til Sand-
gerðis voru veiðarfæri og
búnaður prófaður út af Pat-
reksfirði. Þó skipið sé gert út
frá Sandgerði er skráð
heimahöfn þess á Húsavík
eins og er með önnur skip
Njarðar h.f. Kemur skipið í
stað Blika ÞH 50 sem nú ferí
úreldingu.
Skipstjóri verður Páll
Kristjánsson, sem áður var
með Blika ÞH, stýrimaður
Kristján Guðmundsson og
yfirvélstjóri Ingimundur
Arnason.
Þór Pétursson ÞH 50 kominn til Sandgerðis. Ljósm.: epj.
Guðmundur Rúnar á Vitanum
föstudags- og laugardagskvöld.
20 ára aldurstakmark. Krafist
verður skilríkja við innganginn.
Opið alla daga til 23:30
Föstud. og laugard. til 03.
P.S. MUNIÐ KAFFIHLAÐ-
BORÐIÐ SUNNUDAG.
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, simar 14717, 15717, Box 125, 230 Keflavik. - Ritstjórn: Emil Páll
Jónsson, heimas. 12677, bilas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bilas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll
Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5500 eintök, sem dreift er ókeypis
um öll Suðurnes. - Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið.
Setning. (ilmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavik