Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 20
BÆJARRÁO KEFLAVÍKUR MÓTMÆLIR: Varnarliðið reynir að komast undan gjaldskyldu Komið hefur í ljós að varn- arliðið telur sér ekki skylt að borga vörugjöld vegna olíu sem skipað er upp í Helguvík, þó samningar kveði svo á um. Vegna þessa hefur bæjarráð Keflavíkur sent varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneyt- isins eftirfarandi bréf: „Bæjarráði Keflavíkur hef- ur borist afrit bréfs til Lands- hafnar Keflavík-Njarðvík frá Olíufélaginu h.f. dags. 23. ágúst 1989, þar sem fram kem- ur að yfírstjórn Varnarliðsins telur sér ekki skylt að greiða vörugjöld af þeirri olíu sem dælt er á land í Helguvík. Bæjarráð Keflavíkur mót- mælir þessum skilningi yfir- stjórnar Varnarliðsins og vís- ar til samnings Utanríkisráð- herra vegna Varnarmáladeild- ar Utanríkisráðuneytisins og bæjarstjórans í Keflavík vegna Keflavíkurkaupstaðar dags. 21. apríl 1983, sem segir í 2. kafla 5 málsgrein: „Umsjón, afgreiðsla og ör- yggisgæsla á hafnarsvæðinu verði í höndum íslenskra aðila og gjaldtaka með sama hætti og verið hefur í Keflavíkur- höfn til þessa. Risi mál út af samningi þessum skal það rek- ið fyrir bæjarþingi Keflavík- ur.“ Bæjarráð Keflavíkur fer þess á leit við Varnarmála- deild Utanríkisráðuneytis að hún hlutist til um aðákvæðum þessa samnings verði fullnægt, og að yfirstjórn varnarliðsins verði gerð frekari grein fyrir tilvist þessa samnings.“ Bandarískt olíuskip í Helguvíkurhöfn í síðustu viku. Varnarliðið telur sér ekki skylt að greiða vörugjöld vegna þeirrar olíu sem þar er skipað upp. Ljósm.: hbb Þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna, þessir ungu sveinar er léku sér. í höfninni í Keflavík á dögunum. Að sjálfsögðu voru Víkurfréttir innan seilingar. Ljósm.: hbb Endurskipulagn- ing hjá Sjófiski „Ég á von á að starfsemi hefjist aftur nú öðru hvoru megin við helgina,“ sagði Jó- hann Arason hjá Sjófiski í við- tali við blaðið. En eins og fram kemur á forsíðu blaðsins í dag var öllu starfsfólkinu þar sagt upp störfum í síðustu viku. „Stendur nú yfir endur- skipulagning í fyrirtækinu og aukning á hlutafé þess, jafnframt því sem verið er að skoða ýmsa hluti varðandi hráefnisöflun," bætti hann við. Sjófiskur er með frysti- hús Hraðfrystihúss Kefla- víkur á leigu og þar starfa milli 40 og 50 manns. Hafa þeir að undanförnu keypt sitt hráefni á mörkuðunum. Bandaríkjamaður tvisvar tekinn fyr- ir ölvunar- og hraðakstur sömu nótt Bandarískur starfsmaður varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, ekki hermaður, var tekinn tvívegis, með fimm klukkustunda millibili, fyrir of hraðan akstur og grun um meinta ölvun við akstur gf lögreglunni í Keflavík að- faranótt sunnudagsins. í fyrra tilfellinu var maðurinn tekinn fyrir að aka Víknaveg í Njarðvík á 79 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. Þar var hann jafn- framt grunaður um meinta ölvun við akstur. Eftir að rannsókn þess máls lauk var lagt hald á bíl hans, en skömmu síðar kom hann á lögreglustöðina í Keflavík með ökumann, sem var ajjsgáður og fengu þeir þar með bílinn á ný. Fimm klukkustundum eftir fyrra afbrotið var hann stöðvaður á ný og þá aftur undir stýri. Eins og í fyrra til- fellinu var hann grunaður um ölvun við aksturauk þess sem hann var nú á yfir 130 kílómetra hraða. Var hann þegar sviptur ökuleyfi og fékk jafnframt gistingu í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík fram á sunnudag. TRÉ-X ROYAL ÞILJUR TRÉ-X byggingavörur - Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700 GRINDAVfK: Löggan göbbuðí fæðingu Lögreglan í Grindavík, ásamt sjúkrabifreið og sjúkraflutningsmönnum, var kölluð í félagsheimilið Festi um kl. 3 aðfaranótt sl. sunnudags. Hafði borist til- kynning um að kvenmaður væri að fæða barn og þyrfti aðstoð strax. Þegar lögregla og sjúkra- lið mættu á staðinn var hins vegar engin kona að fæða og reyndist um að ræða gabb. MUNDI Jæja, hvernig finnst ykkur? Loksins heitir maður eitthvað, búinn að fá snyrtingu og ný föt. Eg „mundi" ekki geta hugsað mér það betra.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.