Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 6
Raðauglýsingar
Fréttir
Víkurfréttir
sept. 1989 6
Gæsluvellir í Njarðvík
Foreldrar athugið að frá og með 15. sept-
ember nk. verður gæsluvöllurinn við
Brekkustíg í Ytri-Njarðvík opinn frá kl. 13-
16. Frá sama tíma lokar völlurinn við
Stapagötu í Innri-Njarðvík. Foreldrum í
Innri-Njarðvík er bent á að nota völlinn við
Brekkustíg í vetur.
Félagsmálastjóri
Skrifstofur Hitaveitu Suður-
nesja verða lokaðar föstudaginn
8. september frá kl. 13.
Hitaveita Suðurnesja
^ Útivistartími
'W barna
Samkvæmt lögum um útivistartíma barna
á tímabilinu 1. september til 1. maí, er
börnum 12 ára og yngri ekki leyfilegt að
vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd
með fullorðnum.
Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára
óheimil útivist eftir kl. 22 nema í fylgd með
foreldrum eða á heimleið frá viðurkenndri
æskulýðsstarfsemi.
Bamavemdarnefnd Keflavíkur
Dagmömmur
í Keflavík
athugið
Endurnýja þarf dagmömmuleyfi árlega.
Umsóknir þar um þurfa að berast skrif-
stofu félagsmálastjóra fyrir 22. sept. n.k.
Umsóknirfrá konum sem óskaeftiraðger-
ast dagmömmur þurfa einnig að berast
fyrir sama tíma.
Allar upplýsingar veittar á skrifstofu fél-
agsmálastjóra, Hafnargötu 32, III. hæð,
sími 11555.
Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar
Hópsnes GK sjösett
Sjósett hefur verið í
Gdansk í Póllandi nýtt 200
tonna stálskip fyrir Hóps-
nes h.f. í Grindavík. Hlaut
skipið nafnið Hópsnes GK
77 að því er fram kemur í nýj-
ustu Bæjarbót. Mun Hóps-
nesið vera væntanlegt til
Grindavíkur í nóvember nk.
Fullkominn frystibúnað-
ur verður um borð í skipinu
sem sérstaklega verður út-
búið til togveiða og síldveiða
í nót. I stað skipsins fer ann-
að skip, sem raunar heitir
Hópsnes líka, í úreldingu en í
fyrra var því skipi skipt fyrir
annað og betra skip frá út-
gerð á Grundarfirði.
Skipið á flot á ánni Vislu með tilhevrandi gusugangi.
Ljósm.: Bæjarbót
Eftirmáli af akkerisbjörgun-
inni í Höfnum
Nokkur eftirmáli hefur orð-
ið að björgun ankerisins sem
þeir Jón Borgarsson og félag-
ar stóðu að á dögunum. Sóttu
þeir gripinn yfir ósinn og í
Miðnesland.
Þessi aðgerð varð til þess að
Stafnesbændur töldu Hafna-
menn hér hafa verið að taka
strandgóss án tilskilinna leyfa
úr öðru sveitarfélagi. Þetta
viðurkenndu Hafnamenn og
báðust afsökunar á fundi sem
haldinn var milli deiluaðila á
mánudagskvöldið.
Þar var gert samkomulag
um að Jón Borgarsson sendi
fjölmiðlum yfirlýsingu um
málið og birtist hún hér með,
en jafnframt hafa Stafnes-
bændur gefið björgunarsveit-
inni ankerið með formlegum
hætti. Yfirlýsing Jóns er svo-
hljóðandi:
Drekayfirlýsing.
Mér varð á í messunni um
daginn þegar ég sótti akkerið í
Miðneshrepp. En það var í
Stafneslandi og eigendur voru
að sjálfsögðu Stafnesmenn.
En þegar þeir heyrðu um
verknaðinn ræddu þeir málið,
kölluðu mig til og tilkynntu
mér að þeir hefðu ákveðið að
gefa björgunarsveitinni Eldey
í Höfnum gripinn, þar sem
hann lá í landi þeirra og hafði
legið i 108 ár.
Saga þessa grips er merk, en
að hluta óráðin. En þessi að-
gerð Stafnesmanna undirstrik-
ar gildi sögunnar í nútíman-
um.
Uppboð til slita
á sameign
Brynjólfur h.f. í Njarðvík
hefur farið þess á leit að m.b.
Farsæll GK 162 verði seldur
á opinberu uppboði til slita á
sameign. Báturinn er í sam-
eign Brynjólfs h.f., Njarðvík,
Farsæls h.f., Grindavík, og
Hafsteins Þorgeirssonar,
Grindavík.
Hefur verið ákveðið að
uppboð fari fram 20.
október á vegum Sýslu-
mannsins í Gullbringusýslu.
Virðist séð á þessu að eignar-
aðilar hafi ekki getað komið
sér saman um verðmæti báts-
ins, sem er 35 tonna stálbát-
ur sem gerður er nú út á
dragnót.
ílíf®8:
“'C. L |
m v.. , iMr v %Æ
Farsæll GK 162, sem boðinn verður upp ti) slita á sameign.
Ljósm.: epj.
Fyrir hönd björgunarsveit-
arinnar Eldey þakka ég þeim
fyrir framtakið og þann hlý-
hug er þeir hafa sýnt í þessu
máli.
Jón Borgarsson
Messur
Keflavíkurkirkja
Sunnudagur 10. sept.: Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur. Organisti ogstjórn-
andi Örn Falkner.
Sóknarprestur
Ytri Njarðvíkurkirkja
Messa kl. -11. Prestur séra Guð-
mundur Örn Ragnarsson. Organ-
isti Gróa Hreinsdóttir.
Sóknarnefnd
~n
Grindavíkurkirkja
Messa kl. 11. Bænasamkomuralla
þriðjudaga kl. 20:30.
Sóknarprestur
Kirkjuvogskirkja
Messa kl. 14. Barn verður borið til
skírnar. Ef veður verður bjart og
stillt er ætlunin að ganga á Keili að
messu lokinni.
Sóknarprestur