Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.1989, Síða 15

Víkurfréttir - 07.09.1989, Síða 15
Viðhorf Þriggja milljarða flakk Gólfþurrkulýður Ameríkuhers Sjötta ágúst sl. var sýnd mynd á Stöð 2 sem heitir „Víetnam eftir stríð“. Sá ég þessa mynd. Fannst mér hún afar vel gerð og hafði mjög mikil áhrif á mig. Ég held að skriffinnar Moggans og annar gólf- þurrkulýður Ameríkuhers og hernaðaruppbyggingar Nató ættu að skoða þessa mynd þegar þeir lofsyngja hernaðar- aðstoð Ameríkumanna við óaldarlýð víða um heim og telja allt af hinu góða. Það kom fram í þessari mynd að sá efnahernaður sem ameríski herinn beitti í Víetnam er enn að grassera og stór landssvæði verða ekki nýtt og mikill fjöldi barna fæðist svo hræðilega vanskapaður að undrun og skelfingu vekur. Hlöðukálfar frjálshyggjunnar Um svipað leiti var einn helsti hlöðukálfur frjálshyggj- unnar og skriðdýrsháttar fyrir kananum að gagnrýna ríkisút- varpið vegna frásagnar þess af aftöku William Higgins og taldi Atla Rúnar hugsunar- lausan hálfvita að kalla þetta aftöku en ekki morð. Einnig að útvarpið hefði móðgað bandarísku þjóðina, okkar bestu vini. Én Bandaríkja- menn eru bara ekki alls staðar velkomnir. Förumanna- flokkamir 9. ágúst var svo viðtal við forsetann okkar sem var að koma heim úr 11 daga flakki með fríðu föruneyti um Kan- ada með viðkomu á Ný- fundnalandi. Það eru nú meiri förumannaflokkarnir þessir svokölluðu ráðamenn okkar. Það eru stórir hópar af topp- mönnum okkar hreint um all- an heim árið um kring. Forsetinn var spurður hvort hún væri ekki þreytt eftir ferð- ina og þar sem hún færi nú aðra reisu þann 12. sama mán- aðar. Forsetinn taldi það mestu furðu hvað hún kæmist yfir og sagði efnislega: „Að þetta væri sama eins og venju- legur togaratúr, hvað vinnu snertir.“ Argasta óvirðing Mér komu í hug siglingar hér á árum áður á Nýfundna- landsmið og svo flakk ráða- manna þjóðarinnar í dag á einkaflugvélum. Ég held að það sé argasta óvirðing við aldna togarasjómenn frá þeim tíma að tala um togaratúr í sambandi við ráðaleysis- og snobbflakk í dag og þá hörðu raun sem margir komust í við Nýfundnaland á gömlu togur- unum og komu enda ekki allir aftur. Allavega hvíla þar í votri gröf fimm nákomnir frændur mínir frá þeim tíma. Það er ekki hægt að segjá í stuttu máli það sem maður vildi. Ekki orðið að neinu gagni 30. jan. 1987 var merkilegt viðtal í Tímanum við Stein- Guðmundur Vigfússon skrifar 'cy grím Hermannsson. Hann var þá að undirbúa flóttann frá Vestfjörðum og hingað á Suð- urnes. Það var nú ekki neitt smávegis sem hann ætlaði að gera fyrir okkur Suðurnesja- menn. Ég átti smá grein í Vík- urfréttum stuttu síðar og spá mín hefur því miður ræst. Steingrímur hefur alls ekki orðið að neinu gagni hér á Suð- urnesjum hvað útvegsmálin varðar. En þegar Patreksfjarð- arhneykslið var loks stoppað af þá var hann hlaupandi milli stofnana ef hægt væri að hjálpa þeim. Það fór minna fyrir honum þegar Hraðfrystihús Keflavík- ur var að lognast út af og skip og bátar hafa verið seidir héð- an. Hinsvegar vita allir sem til þekkja hvernig kaupfélags- málin á Patró hafa gengið til, það er allt eitt svínarí frá upp- hafi byggingar þessa stóra húss sem aldrei var neinn grundvöllur fyrir. „I>að er svo toppurinn á þessu svínaríi, að brigsla þeim sem kaupa úr þrotabúum um allar vammir og skammir“. Stórpólitískt mál Bygging Hraðfrystihúss Patreksfjarðar var stórpóli- tískt mál frá upphafi. Það var fyrir ágætis hús, Skjöldur h.f., sem Magnús frá Tungu rak og var búið að endurbæta mikið og mátti gera gott án stórra fjármuna. En framsóknar- mafían á Patró vann að því öll- um árum að drepa niður undir sjávarútvegsráðherravaldi Steingríms og peningavaldi Regins h.f. Það voru engir peningar til á Patró fyrir þessu húsi. Það vita heimamenn mjög vel. Togar- inn Sigurey og Þrymur hafa ekki landað afla sínum þar og mikið af afla annarra báta hef- ur verið fluttur burt í langan tíma. Það er svo toppurinn á þessu svínaríi að brigsla þeim sem kaupa úr þrotabúinu um allar vammir og skammir. Niðurskurður sjúkraþjónustu Þegar ráðamenn okkar eru það lengi heima að þeir náist í fjölmiðla snýst allt þeirra tal um nauðsynlegan niðurskurð á útgjöldum ríkisins og þá helst á sjúkraþjónustunni. Það eru of margir sem þurfa á læknishjálp að halda og notuð of mikil meðul, en það er ekki nefnt að um síðustu mánaða- mót var búið að eyða í flakk ráðamanna og veislur 3 mill- jörðum af almannafé. Nei, læknar og annað starfsfólk sem starfar að sjúkramálum vinnur örugglega fyrir sínum launum og fer eins vel með allt og frekast er unnt. Ég hef því miður síðastliðin tvö ár þurft svolítið að um- gangast sjúkrastofnanir og ég held að þeir sem gaspra mest um að skera niður þá kostnað- arliði hefðu gott af að kynnast þeim málum á stofnunum. Smáflskadrápið En aftur að sjávarútvegin- um svolítið. Það er nú uppi umræða um að minnka sókn- ina í fiskimiðin og skyldi eng- an undra. Það er alveg hörm- ung að sjá fiskinn sem kemurá land af togurunum. Nánast eintómur smáfiskur, varla sést málsfiskur. Er smáfiskadrápið alveg skelfilegt. Það var því mjög athyglisvert í fréttum að 10 skip væru í smíðum fyrir 2 milljarða handa mjög svo illa stæðum útgerðarmönnum og gífurleg íjölgun smábáta. Háhljóðandi útgerðarmenn Á sama tíma eru ráðamenn þjóðarinnar að boða fækkun skipa. Þrátt fyrir barlóm og tap sem á að vera á útgerðinni, bjóða útgerðarmenn allt að 50 kr. fyrir kílóið af óveiddum fiski og rífast um að kaupa báta, gamla og nýlega, til aðfá kvótann og henda bátunum. Það var því nokkuð gott hjá Steingrími þegar hann móðg- aði útgerðarmafiuna í Vest- mannaeyjum og sagði að þeir borguðu ekki sínar skuldir en keyptu báta um allt land. Hann bara gleymdi þvi að það eru ekki aðeins þeir í Eyjum sem það leika. Maður horfir á það um allt land að háhljóð- andi útgerðarmenn geta end- urnýjað og bætt sinn flota, þó þeir geti ekki staðið í skilum með eitt og annað og flest virð- ist snúast um kaup þeirra sem vinna verst launuðu skítverk- in. Mér virðist allavega að for- svarsmenn ýmissa útgerða gangi ekki á botnlausum skón- um milli staða. Ég vil að lokum taka fram að persónulega ber ég ekki kala til minna vinnu- veitenda. Þeir hafa reynst mér vel þegar ég hef mest þurft þeirra með. Guðmundur Vigfússon, Sandgerði. Vikurfréttir sept. 1989 15 Öll almenn gröfuvinna Snjómokstur - Vörubíll Gröfuþjónusta Baldurs Árnasonar Holtsgötu 6 - 245 Sandgerði - Sími 37607 n ■■ i" ii m ~~Ti Byggöasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í simum 13155, 11555 og 11769. OtSJ KEFLAVÍK, GRINDAVÍK, SANDGERÐI, GARÐUR: Innritun daglega í síma: (92) 68680 klukkan 21-22

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.