Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.1989, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 07.09.1989, Qupperneq 8
rndar- grin ■ gagnryni y vangaveltur- un^sjón:*emil páll.*» Ymislegt Þriðji ráðherrann Nú er ljóst að Reyknesing- ar fá með inngðngu Borgara- flokksins í ríkisstjórnina sinn þriðja ráðherra. Sá er Júlíus Sólnes sem kemur í hóp þeirra Steingríms Her- mannssonar og Olafs Ragn- ars Grímssonar. Hvort þetta hefur einhverja þýðingu fyrir Reyknesinga skal ósagt látið, enda ósennilegt að þessi breyting hafi í raun í för með sér einhvern ávinning fyrir Reyknesinga eina og sér. Átti Júlíus að fá sæti Ellerts? Helgarblað Þjóðviljans greindi frá því í síðustu viku að Júlíusi Sólnes hefði verið boðið 4. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins á Reykjanesi í komandi kosningum ef ekkert yrði um inngöngu Borgaraflokksins í ríkis- stjórnina, þar sem það yrði baráttusætið. I síðustu kosn- ingum var það Ellert Eiríks- son, sveitarstjóri í Garði, sem vermdi það sæti. Vand- séð er þó hvernig hægt er að gefa einhverjum manni eitt- hvert sæti, nema menn séu búnir að taka ákvörðun um að viðhafa ekki prófkjör, en láta einvald ráða þess í stað skipan listans. Arnarflug og Flug- leiðir kysstust Erkifjendurnir Flugleiðir og Arnarflug kysstust sam- kvæmt ströngustu merkingu þess orðs við Leifsstöð á laugardag. Gerðist það með þeim hætti að bifreið frá Arnarflugi fauk á nef Flug- leiðaþotu sem stóð þar. Skemmdir urðu þó ekki alvarlegar en þó einhverjar á nefi flugvélarinnar. Kári bjargaði málum Gárungarnir segja að nýi leikmaðurinn, sem spilaði með IBK á laugardag gegn Víkingum, hafi nánast bjarg- að leiknum. Umræddur leik- maður var sjálfur Kári, sá aðgangsharði. Kolaveiðar á öskuhaugunum Oft hefur verið sagt að snurvoðarbátarnir séu að veiðum upp í kálgörðunum í Garðinum. Þó það sé kannski fremur sagt í áróð- ursskyni gegn veiðunum í Garðsjó er eitt þó víst, að einn veiðistaðurinn út af Gerðahreppi er réttnefndur öskuhaugarnir. Sá staður er utan við golfvöllinn. Þar fá sjómennirnir oft allskyns drasl í veiðarfæri sín, jafnvel hafa heilu klósettin komið upp með voðunum, svo eitt- hvað sé nefnt. Ágangur hersins Þeir voru margir á Suður- nesjum, sem og á höfuðborg- arsvæðinu, er áttu von á hinu versta, er rakettur fóru að sjást á lofti út af Keflavík kvöld eitt í síðustu viku. Jafnframt urðu Keflvíkingar varir við mikla þyrluumferð. Síðar kom í ljós að hér var varnarliðið með æfingu en hafði aðeins látið lögregluna á flugvellinum vita, en ekki þá sem nær voru æfinga- svæðinu. Er þetta enn eitt dæmið um þann ágang sem herinn er farinn að hafa í frammi gagnvart íbúum þessa lands. Seigir bræður Suðurnesjabræðurnir Halldór og Ólafur Sigur- jónssynir eru seigir í rallýinu. Þrátt fyrir að það hafi sprungið hjá þeim á Kalda- dalnum í rallýinu um helg- ina og þeir hafi farið veltu í Meðallandinu sigruðu þeir í mótinu. Eru þeir nú í forystu eftir keppnir sumarsins. langt utan þeirra starfssvæð- is. Má líkja þessu við að biðja um sjúkrabíl úr Keflavík inn að Straumsvík. Eins er spurning hvers vegna notað- ur var björgunarsveitarbíll Skipulagt kaos... Mikið kaos varð á sunnu- dag er umferðarslys varð á Strandarheiði á Reykjanes- braut. Eigi færri en 11 neyð- artæki með blikkljós mættu á staðinn, auk eins sem komst ekki sökum áreksturs sem það lenti í. Komu tveir sjúkrabílar úr Keflavík, tveir úr Hafnarfirði, tveir lög- reglubílar og eitt bifhjól úr Keflavík, einn björgunar- sveitarbíll frá Grindavík, þrír slökkvibílar af Keflavík- urflugvelli. Þá lenti björgun- arbíll úr Hafnarfirði í árekstri við gröfu á leiðinni og að auki mátti sjá rann- sóknarlögreglubíl og lög- reglubíl úr Grindavík á staðnum. Þrátt fyrir allt þetta lið virtist enginn einn stjórna aðgerðum heldur virtust allir vilja stjórna eða enginn. ...tilgangsleysi... Erfitt er að sjá hvaða til- gangi það þjónaði hjá Hafn- firðingum að senda tvo sjúkrabíla og einn björgun- artækjabíl á slysstað, sem var sunnan til á Strandheiði, úr Grindavík til sjúkraflutn- ings fyrst tveir þeirra sjúkra- bíla sem komnir voru á stað- inn fóru tómir heim af slys- stað, annar til Keflavíkur en hinn til Hafnarfjarðar. ...sýndarmennska eða stjórnleysi? Þó var sýndarmennska flugvallarslökkviliðsins all áberandi. Að senda þrjá bíla þegar beðið er um einn björgunartækjabíl vegna fólks sem fast var inni í flaki bílsins. Með tækjabílnum komu tveir stórir slökkvibíl- ar, þar af var annar stigabíll, hver svo sem tilgangurinn með þeim bíl átti að vera. Kom flotinn það seint á stað- inn að sjúklingarnir voru að hverfa af vettvangi. Þessir þunglamalegu bílar, þ.e. slökkvibílarnir tveir, sköp- uðu aðeins hættu á brautinni sökum þungrar umferðar í báðar áttir. Auk þess sem þeir heftu för annars sjúkra- bílsins frá Keflavík með því að gefa ekki eftir tommu er ökumaður hans vildi komast fram úr með umferð á móti. r TÍMATAFLA Mánud./miðvikud. 10.00- 12.05- 13.30- 15.15- 16.10- 16.25- 17.20- 17.35- 18.30- 18.45- 19.40- 19.55- 20.50- 21.05- 11.00 13.00 14.30 16.15 17.10 17.25 18.20 18.35 19.30 19.45 20.40 20.55 21.50 22.05 Þriðjud./fimmtud. 7.30- 8.30 K-2 $c i 8.30- 9.30 K-2 $c i K-4 $ 10.00-11.00 K-103 $ 20 kgf K-7 o' 12.05-13.00 K-3 $ i hratt K-4 $ K-1 $ i 15.00-16.00 K-3 $ rólegt K-2 $ hratt 16.10-17.10 K-3 $ hratt K-5 $ 16.25-17.25 K-6 $ K-2 $ hratt 17.20-18.20 K-3 $ rólegt K-101 $ 5-10 kg 17.35-18.35 K-102 $ 10-20 kg K-3 $ hratt 18.30-19.30 K-3 cT hratt K-102 $10-20 kg 18.45-19.45 K-103 $ 20 kg t K-3 o' hægt 19.40-20.40 K-3 cf hratt K-2 $ hratt 19.55-20.55 K-2 $ rólegt K-3 o' hratt 20.50-21.50 K-3 cf rólegt K-2 $ tólegt 21.05-22.05 K-2 $ hratt Föstud. 13.15-14.15 K-7 o' 17.30-19.00 K-8 $ cf púltími 18.00-19.00 K-9 $cT Laugard. 11.00-12.30 K-8$cT púltími $ = Konur = Karlar Kerfi 1 Mommu- og barnaleikfimi. - Kerfi 2 = Hratt og rólegt eróbikk, mikil fitubrennsla. - Kerfi 3 = Þrekhringur, eróbikk og tækjaleikfimi (stóövaþjálfun). - Kerfi 4 = Róleg- ir tímar fyrir konur ca. 40 ára og eldri. - Kerfi 5 + Magi-rass-læri (engin hopp). - Kerfi 6 = Tímar fyrir barnshafandi konur og þær sem þurfa aö ná sér eftir barnsburö. Kerfi 7 Forvarnir gegn kransæöasjúkdómum. Timar fyrir karlmenn ca. 40 áraog eldri. Styrkjandi og þolaukandi timar. - Kerfi 8 = 90min. púltímar. - Kerfi 9 = Teygjutimar fyrir þá sem vilja teygja aöeins meira. - Kerfi 100 = Megrunarflokkar, mikil fitubrennsla, vigtun, mæling. ráögjóf. - Kerfi 101 = Þærsem vilja léttast um 5-10 kg. -Kerfi 102 r Þær sem vilja léttast um 10-20 kg. - Kerfi 103 = Þær sem vilja léttast um 20 kg eöa meira. I - GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA ■ - LIFÐU LIFINU LIFANDI - - GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Víkurfréttir 5. sepf. 1989 8 Hættan minnkar Þá er ógnvaldur hraðakst- ursmanna, lögguvolvó Keflavíkurlögreglunnar, kominn með blá ljós og sést því betur fyrir þá sem þurfa að varast hann. Best er þó að aka hægar, því bæði Volvó- inn og BMW-inn eru kraft- miklir bílar sem eiga auðvelt með að ná glönnunum. Helgi kominn með Bæjarpóstinn Helgi Jónatansson, fyrr- um framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur og starfsmaður undirbún- ingsnefndar að stofnun Eld- eyjar h.f., er nú kominn í blaðaútgáfu. Hefur hann ásamt bróður sínum tengst útgáfu á bæjarblaði á Dalvík er ber nafnið Bæjarpóstur- inn. Jafnhliða blaðaútgáf- unni reka þeir prentsmiðju á staðnum. Kemur Samvinnu- bankaútibúið í góðar þarfír? Það hefur vart farið á milli mála að á undanförnum misserum hafa Landsbanka- menn íhugað einhverja breytingu varðandi af- greiðslustaði sína hér á norð- anverðu nesinu. En hér eru nú fjórir afgreiðslustaðir, þ.e. einn á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, annar í Leifsstöð, í Grindavík og í Sandgerði. Hefur verið rætt um að samræma þetta eitt- hvað og voru þau mál raun- ar komin á góðan rekspöl er viðræður hófust við SIS um kaup á Samvinnubankan- um. Nú virðist því sem þau kaup geti virkað þannig að útibú Samvinnubankans í Keflavík komi vel inn í þessa hagræðingaumræðu. Kvennauppboð í Vogum? Nú bendir allt til þess að innan tíðar gefist Voga- mönnum sem og öðrum kostur á að skipta um kven- maka fyrir gott verð, því samkvæmt aðvörunarbréfi sveitarstjórans í Vogum verður á næstunni haldið nauðungaruppboð á kven- félagskonum í Vogum. Þó öllu gríni fylgi nokkur al- vara, þá er hér um að ræða að kvenfélagið ásamt ung- mennafélaginu eiga í greiðsluvandkvæðum varð- andi eign þeirra í Glaðheim- um. Af því tilefni hefursveit- arstjóri sent forráðamönn- um félaganna bréf þar sem krafist er greiðslu ella verði að framkvæma aðför að lög- um, eins og það heitir á stofnanamáli. Þar sem eignir félaganna eru ekki miklar, er þar með lítið annað til að bjóða upp en konurnar í kvenfélaginu og ungmenna- félagana, eða eins og gerðist á dögum þrælahalds. Sjá menn þvi fyrir sér að einn góðan veðurdag verði hjörð- inni stillt upp og svo boðið í eftir að hafa pikkað í gripina svona hér og þar...

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.