Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 12
Skólamál
Tónlistarskólinn í Keflavík:
Boðið upp á nám
samkvæmt Suzuki-
aðferðinni í vetur
1 næstu viku hefst innritun í Tónlistarskólann í Keflavík (sjá
auglýsingu annars staðar á síðunni). Kennt verður á öll hljóðfæri
og einsöngur, eins og undanfarin ár og sú nýjung verður tekin upp
að boðið verður upp á kcnnslu á píanó samkv. SUZUKI kennslu-
aðferðinni.
Þessi aðferð hefur verið
mjög vinsæl um allan heim
og kemur frá Japan. Hún var
upprunalega fundin upp til
að kenna mjög ungum börn-
um, allt frá 3ja ára aldri, á
fiðlu en hefur nú verið útfærð
fyrir fleiri hljóðfæri m.a.
píanó. Nemendur á píanó
verða þó að vera aðeins eldri
eða um 5 ára. Aðferðin mið-
ast í stórum dráttum við það
að börn læra á hljóðfæri á
svipaðan hátt og þau læra að
tala, þ.e. að hlusta og reyna
síðan að spila það sem þau
heyra. Nótnalestur kemur
síðar. Þessi aðferð krefst þess
að annað foreldri barnsins
komi í skólann og sitji
kennslustundir með barn-
inu.
Annars verður starf skól-
ans með hefðbundnum
hætti. Kennarar verða 21,
ýmist í fullu starfi eða hluta-
starfi og er áætlaður nem;
endafjöldi í vetur um 250. I
fyrra komust færri að en
vildu og má búast við mikilli
aðsókn í vetur og verður
reynt að koma sem flestum
að. Allar hljómsveitir skól-
ans munu starfa með sama
sniði og í fyrra og verður nú
bætt við fleiri smærri sam-
spilshópum.
Nýr forskólakennari tek-
ur til starfa og eru öll börn á
aldrinum 6-8 ára velkomin.
Reynt verður að sníða
stundaskrá þeirra eftir
grunnskólanum þannig að
þau fari úr tónlistarskólan-
um beint í grunnskólann eða
öfugt. Ef nægilega margir 5
ára nemendur koma verður
þeim boðið upp á forskóla-
nám í sér hóp.
Skólagjöld munu hækka
eitthvað frá því í fyrra en
reynt hefur verið að halda
þeirri hækkun í lágmarki. Sú
nýjung verður tekin upp í
greiðslu skólagjalda að fólki
gefst kostur á að greiða þau
með VISA. Skólagjöld verð-
ur að greiða við innritun.
Allar hljómsveitir skólans munu starfa með svipuðu sniði og í fyrra
og verður nú bætt við fleiri smærri samspilshópuni. Ljósm.: hbb
TÓNLISTARSKÓLINN f KEFLAVIK
INNRITUN
Nemendur, sem stunduðu nám í skólanum á síðasta skólaári
og sóttu um skólavist í vor, þurfa að staðfesta umsóknir sínar
með greiðslu skólagjalda mánudaginn 11. sept. og þriðjudag-
inn 12. sept. frá kl. 10-19.
Nýir nemendur verða innritaðir miðvikudaginn 13. sept. frá kl.
10-19, ekki í síma.
Vekjum sérstaka athygli á píanónámi fyrir börn frá 5 ára aldri
samkv. Suzuki aðferðinni og einnig auglýsum við eftir nem-
endum á trommur (slagverk), horn, básúnur, túbur, selló,
kontra- og rafmagnsbassa og í söng.
Hægt er að greiða skólagjöld með VISA.
Skólasetning fer fram á sal skólans föstudaginn 15. sept. kl.
17.00 og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18.
sept.
Skólastjóri
Víkurfréttir
5. sept. 1989 12
Landsþekktir tónlistar-
menn í Útskálakirkju
Sunnudaginn 10. sept-
ember kl. 16:00 verða haldn-
ir tónleikar í Útskálakirkju á
vegum tónlistarfélagsins í
Garði. Fram kemur Tríó
Reykjavíkur en meðlimir
þess eru hinir landsþekktu
tónlistarmenn Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari,
Gunnar Kvaran sellóleikari
og Halldór Haraldsson
píanóleikari.
A efnisskrá ve'rður:
J. Haydn: Tríó í G-dúr
Hoboken xv:25. Andante-
poci Adagio-Finale Rondo.
Vagn Homlboe: Tríó op.
129. Allegro-Intermezzo 1-
Allegro-Intermezzo 2-All-
egro.
Franz Schubert: Tríó í B-dúr
op. 99. Allegro Moderato.
Andante poci mosso.
Scherzo Allegro. Rondo All-
egro Vivace.
Suðurnesjamenn! Missið
ekki af þessu einstæða tæki-
færi til að hlusta á þessa frá-
bæru tónlistarmenn á heima-
slóðum ykkar.
Tónleikanefnd tónlistar-
félagsins í Garði.
Skolastjorar
báru saman
bækur
Skólastjórar og yfirkenn-
arar úr 15 sveitarfélögum í
öllu Reykjaneskjördæmi
komu saman til árlegs haust-
fundar i Safnaðarheimili
Innri-Njarðvíkur í síðustu
viku. Að sögn Gylfa Guð-
mundssonar, skólastjóra
Grunnskóla Njarðvíkur,
sinar
voru þeir í boði bæjarstjórn-
ar Njarðvíkur.
A fund þennan mættu um
60 manns og þar lagði Helgi
Jónasson, fræðslustjóri, lín-
urnar fyrir komandi skóla-
ár. Þá báru skólastjórarnir
saman bækur sínar varðandi
það sem framundan er.
T ónlista rskóli
í Garði og nágrenni
bæði viðurkenndur og löglegur, hefur nú
starfsemi sína. Frábærir kennarar. Nem-
endur verða frá 4ra ára aldri til sextugs.
Kennsla hefst 8. sept. Innritún hafin og
stendur út næstu viku.
Aima Elisabet Jensen, fyrrum
dósent við Tónlistarháskólann í Köln.
Stóru-Vogaskóli
Skólinn verður settur í Kálfatjarnarkirkju
sunnudaginn lO.sept. kl. 14. Nemendur
mæti síðan þriðjudaginn 12. september sem
hér segir:
7., 8. og 9. bekkur kl. 9
4., 5. og 6. bekkur kl. 10
Forskóli, 1., 2. og 3. bekkur, kl. 11
Skólabíll eins og venjulega.
Skólastjóri