Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 07.09.1989, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR GLEÐII GRINDAVÍK: UMFG f 2. DEILD „Ég er mjög ánægður með mína menn og ég átti alveg eins von á þessu. Þetta hefur verið strögl í sumar, en þetta hafð- ist,“ sagði Guðjón Olafsson, þjálfari Grindvíkinga, í samtali við Víkurfréttir að loknum leik Grindavíkur og Hvergerðinga í Grindavík á laugardag. Grindvíkingar tryggðu sér sæti í 2. deild að ári með 3:0 sigri á andstæðingunum. Veðr- ið setti sitt mark á leik liðanna. Mikill vindur og rigning, sem Gott hjá 1. flokki Það var ekki aðeins 1. flokkur UMFG sem stóð sig -vel í 3. deildar keppninni. Fyrsti flokkur félagsins var stutt frá því að sigra í íslands- mótinu. Liðið varð í 1.-2. sæti ásamt ÍR, en Reykjavíkurlið- ið sigraði vegna betra marka- hlutfalls. Grindvijíingarnir unnu sex leiki og töpuðu að- eins einum. hellt væri úr fötu, varð til þess að dómari ákvað að taka klukkustundar langt leikhlé og vildi jafnvel láta fresta leiknum til síðari tíma. Grindvíkingar voru 2:0 yfir í hálfleik. Þeir höfðu vindinn í bakið í þeim fyrri og þá skor- uðu þeir Hjálmar Hallgríms- son og Gunnlaugur Jónsson mörkin tvö fyrir Grindvík- inga. I síðari hálfleik voru það hins vegar Hvergerðingar sem Úr leik UMFG og Hveragerðis. Sundæfingar hafnar Sundfélagið Suðurnes hef- ur nú hafið starfsemi sína. Æfingar hjá eldri hópunum hófust sl. föstudag undir stjórn Þórunnar Magnúsdótt- ur, aðstoðarþjálfara félags- ins. Æfrngar hjá yngsta hópn- um, en það eru krakkar á aldr- inum frá u.þ.b. 7 ára til 12-13 ára, munu hefjast næstkom- andi þriðjudag, þann 12. sept- ember, kl. 18:30 í sundlaug Njarðvíkur. Þeir krakkar sem hafa áhuga á að vera með, vinsam- lega mæti stundvíslega á þriðjudaginn til skráningar. Þjálfari yngsta hópsins er Eð- varð Þór Eðvarðsson. Sundfélagið Suðurnes Reykjanesmótið í körfu: Fyrsti leikurinn á morgun Niðurröðun leikja íReykja- nesmótinu í körfuknattleik hefur verið breytt vegna landsleiks í handbolta og ann- arra ástæðna. Fyrsti leikur- inn verður annað kvöld kl. 20 milli ÍBK og Reynis. Á laug- ardag leika svo kl. 13 Haukar og UMFN og strax^ á eftir UMFG og UMFT. Á sunnu- dag verða svo þrír leikir, sá fyrsti kl. 14 milli Hauka og ÚMFT, strax á eftir leika UMFN og Reynir og kl. 20 leika svo IBK og UMFG. Nú dustum við rykið af kjuðunum OPIÐ mánudaga til föstudaga kl. 11:30-23:30. laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-23.30. KNATTBORÐSSTOFA SUÐURNESJA Gróftnni 8 - Sími 13822 höfðu „Kára“ sem tólfta leik- mann, en tókst ekki að færa sér það í nyt. Grindvíkingar bættu hins vegar við marki Þórarins Olafssonar og sigruðu örugg- lega í leiknum, 3:0, og tryggðu sér um leið sæti í 2. deild að ári. Það voru hins vegar Reynis- menn og Hvergerðingar er féllu í 4. deild, en Reynir tap- aði fyrir IK með engu marki gegn þremur. Páll skor- aði 13mörk Páll Björnsson, leikmaður með Grindvíkingum, varð markahæsti leikmaður liðs- ins á þessu keppnistímabili með 13 mörk, þegar einn leikur er eftir, úrslitaleikur um deildarbikarinn. Siguróli Kristjánsson var kjörinn leikmaður ársins hjá UMFG í hófi er haldið var á laugardag _ í Grindavík og Þórarinn Olafsson var kjör- inn efnilegasti leikmaður Grindvíkinga þetta árið. Lítilfjörleg torfæra Torfærukeppni björgun- arsveitarinnar Stakks fór fram við Grindavík sl. laug- ardag. Var bæði keppt í flokki sérútbúinna bíla og óbreyttra. Keppnin var Iítilfjörleg á að horfa og tók allt of langan tíma. Brautirnar voru oflétt- ar fyrir bílana og fólki leidd- ist þær tafir er urðu á keppn- inni. Áður en næsta keppni verður haldin þarf að skipu- leggja allt betur og fækka keppnisbílum nokkuð, svo fólk þurfí ekki að standa upp á endann í tæpa fimm tíma, rennblautt og leitt. Evrópukeppnin f körfu íslandsmeistarar Keflavík- ur í körfuknattleik drógust gegn ensku meisturunum Bracknell frá London í 1. um- ferð Evrópukeppni meistara- liða í körfuknattleik. Njarðvíkingar lentu gegn þýsku bikarmeisturunum Bayern Levercusen en það mun vera geysisterkt lið. Vikurfréttir 7. sept. 1989 19 Áhorfendur leituðu skjóls Það viðraði ekki vel til knattspyrnuiðkunar í Grindavík á laugar- dag. Aftakaveður gerði á meðan á leik Grindvíkinga og Hvergerð- inga stóð og því flýðu áhorfendur í skjól urtdir húsgafli þegar flaut- að var til leikhlés. Leikhléið, sem tekið var, var það lengsta á Suð- urnesjum í sumar, ein klukkustund. Það voru því margir orðnir ansi kaldir þegar leikurinn var loks flautaður af. Ljósm.: hbb Óskum Grindvíkingum til hamingju með 2. deild- ar sætið í knattspyrnu. - SPARISJÓÐURINN - KAUPFÉLAGIÐ GRINDAVÍK - VERSLUNIN STAÐARKJÖR - HAFURBJÖRNINN - GRINDAVÍKURBÆR UTSALA á golfvörum - öllum vörum verslunarinnar s.s. kylfum, pokum, peysum og skóm. MIKILL AFSLÁTTUR. GOLFVERSLUN John Príor Hólmsvelli, Leiru. Ferskur sjávarréttamatsölustaður Opinn föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 18:30 Borðapantanir daglega í síma 14040 NÝTT: Bubbi og Mummi leika Ijúfa dinnertónlist laugardagskvöld

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.