Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
BAKSVIÐS
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Það er alltaf hægt að karpa um
það, hvað er list. Listaháskóli Ís-
lands, rétt eins og listirnar sjálfar,
eru vettvangur margvíslegra til-
rauna og það er alltaf erfitt að gera
sér í hugarlund hvert þær leiða,“
segir Fríða Björk Ingvarsdóttir,
rektor Listaháskólans, en í gær lauk
einhverjum umtalaðasta listagjörn-
ingi í sögu skólans þegar Almar
Atlason myndlistarnemi steig út úr
kassa sem hann hafði verið nakinn í
í heila viku.
Fríða hefur verið erlendis og að-
eins séð fréttir netmiðla af Almari,
sem voru fjölmargar. „Við lítum á
þetta verkefni eins og hvert annað,
einhvern hluta vegferðar, lærdóms-
ferli sem háskólanemar eru að
ganga í gegnum. Munurinn á skól-
anum og öðrum listvettvangi er sá
að hér njóta nemendur stuðnings og
eru undir handleiðslu og öryggi við
úrvinnslu á verkunum. Það má ekki
gleymast að þetta er verkefni nem-
anda sem er enn að fara í gegnum
háskólanám. Honum ber að sýna
varfærni.“
Ögrandi og framsækið
Töluverð umræða skapaðist um
hvort gjörningurinn væri list eða
ekki. Fríða segir að það sé ekkert
nýtt að fólk spyrji þeirra spurn-
ingar. „Þetta er ögrandi, en fram-
sæknar listir eru í eðli sínu róttæk-
ar. Þær geta verið afhjúpandi og
óþægilegar. Í því liggur gildi þeirra
fyrir samfélagið og samfélags-
umræðuna. Ég held að hversu ögr-
andi þetta verk hefur verið fyrir
marga hafi verið prófsteinn á um-
ræðuna í okkar samfélagi eins og
hún er á þessum tíma. Það er alveg
sama hvort fólk er sammála list-
gjörningnum eða ekki, listamað-
urinn verður að fá að rannsaka það
sem hann telur brýnt. Það hefur
reyndar alltaf verið þannig í sögu
listanna að list sem ögrar, og er
óþægileg, hún vekur sterk við-
brögð.“
Hreyfði við þjóðinni
Fríða segir að verk Almars sé
margslungið og að fyrsta árs nema í
myndlist hafi tekist að hreyfa við
þjóðinni, sem sé nokkuð merkilegt.
Mörgum finnst nóg um þennan
gjörning Almars en aðrir hampa
honum. Þá hafa heyrst gagnrýnis-
raddir á skólann sjálfan fyrir að
leyfa þetta verkefni. Fríða segir að
skólinn sé ekki yfir gagnrýni hafinn
og hún standi með öllum sínum
nemendum.
„Við, sem skóli erum ekki yfir
gagnrýni hafin og tökum öllu sam-
tali um listirnar fagnandi. Fyrst og
fremst stöndum við þó með okkar
nemendum enda eru þeir ríkur
þáttur í því sem er að eiga sér stað í
samfélaginu. Það er heilbrigt að
skapa slíkt umtal og að skólinn
vekji athygli fólks.
Þörf áminning
Ester Ösp Valdimarsdóttir
mannfræðingur segir að verk Al-
mars sýni manninn í sinni frum-
mynd. „Umbúðirnar sýna hvað við
erum uppfull af rusli. Við komum
nakin í heiminn en liggjum svo á
ruslahaug. Þetta tók ekki nema viku
fyrir hann að fylla kassann af rusli.
Samt byrjaði hann ekki með neitt.
Það er mjög góð áminning fyrir okk-
ur öll. En tilganginum er náð þegar
svona margir eru að ræða þetta.
Svo má spyrja sig hvað hefði verið
sagt og gert hefði þetta verið kona í
kassanum. Ég veit ekki svarið en
hefði kona fengið að koma í fréttir
RÚV á besta tíma á föstudags-
kvöldi? Ef kona hefði fróað sér og
gert fleira sem Almar gerði,“ spyr
Ester.
Gjörningur sem hreyfði við mörgum
Almar Atlason myndlistarnemi kom út úr kassanum eftir vikudvöl Alltaf hægt að þræta um
hvað sé list og hvað ekki segir rektor LHÍ Ögrandi og framsæknar listir eru í eðli sínu róttækar
Morgunblaðið/Golli
Í þann mund Síðustu andartök Almars í kassanum en hann steig út eftir vikudvöl í gærmorgun. Fulltrúar margra fjölmiðla voru þar samankomnir.
400.000
horfðu einhvern tímann á beina út-
sendingu Almars á Youtube.
1616
notuðu myllumerkið #nakinnikassa
216
lækuðu vinsælustu færsluna
á Twitter
NAKINN Í KASSA
»
Almar Atlason, 23 ára myndlist-
arnemi, var heila viku nakinn
inni í kassanum. Var þetta loka-
verkefni hans í námskeiðinu
„Leiðir og úrvinnsla“ í Lista-
háskólanum. Hann sagði ekkert
meðan á dvölinni stóð. Fjöl-
miðlar sýndu uppátækinu mik-
inn áhuga og voru flestir fjöl-
miðlar landsins samankomnir
þegar Almar steig út í gær-
morgun. Hann hafði lítinn
áhuga á að tala við þá þegar
hann var kominn í föt, heldur
gekk rakleiðis að konu sinni,
faðmaði og kyssti.
Vildi ekki tala
við fjölmiðla
VIKULOK HJÁ ALMARI
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma