Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 150 ung pör voru gefin saman í fjöldabrúð- kaupi í borginni Surat í indverska ríkinu Guj- arat í fyrradag. Fjöldabrúðkaupið fór fram fyrir tilstilli indversks auðkýfings, Mahesh Savani, sem hefur greitt fyrir brúðkaup ungra, fátækra og föðurlausra kvenna í borg- inni í sjö ár. Savani byrjaði að gegna hlutverki „fósturföður“ föðurlausra kvenna árið 2008 þegar einn starfsmanna hans dó nokkrum dögum áður en tvær dætur hans gengu í hjónaband. Síðan hefur hann staðið fyrir slík- um fjöldabrúðkaupum árlega, greitt fyrir brúðkaupsveislurnar, gefið brúðunum skart- gripi, fatnað og ýmis búsáhöld til að stofna heimili. Brúðkaup eru yfirleitt mjög dýr á Indlandi og venja er að fjölskylda brúðarinnar leggi til heimanmund og greiði fyrir veisluhöld sem standa oft í þrjá daga. Veislurnar og gjafirnar til brúðhjónanna 150 kostuðu jafnvirði tæpra 100 milljóna króna. „Ég lít á þetta sem heilaga athöfn, þannig að það er ekkert til sparað og ég sé ekki eftir peningunum,“ segir Savani sem auðgaðist á demantasölu. AFP 150 föðurlausar konur giftar Indverskur auðkýfingur tekur að sér hlutverk „fósturföður“ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, boð- aði ekki neinar umtalsverðar breytingar á stefnu sinni í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi í ávarpi sem var sjónvarpað beint á besta útsendingartíma í fyrrakvöld. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem Obama hefur flutt ávarp til þjóðarinnar frá skrifstofu sinni. Haft var eftir hátt settum embættismanni í Hvíta húsinu að markmiðið með ræðunni hefði verið að sýna hversu alvarlegum aug- um forsetinn liti skotárásina í borginni San Bernardino í Kaliforníu fyrir viku þegar hjón urðu fjórtán manns að bana og létu síðan líf- ið í skotbardaga við lögreglumenn. Hjónin voru múslímar og fregnir herma að þau hafi stutt Ríki íslams, samtök íslamista sem hafa stofnað kalífadæmi á yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi og Írak. Í ræðunni hét forsetinn því að Bandaríkja- her myndi sigra samtök íslamistanna og „elta uppi hryðjuverkamenn þeirra í öllum löndum þar sem það er nauðynlegt“. Hann hvatti einnig múslíma í Bandaríkjunum og öðrum löndum til að „hafna afdráttarlaust haturskenningum hópa eins og ISIL [skammstöfun Ríkis íslams á ensku] og al- Qaeda“. „Frelsið er öflugra en óttinn,“ sagði hann og hvatti til þjóðareiningar í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. „Við megum ekki snúast hver gegn öðrum með því að leyfa mönnum að skilgreina baráttuna sem stríð milli Bandaríkjanna og íslams. Liðs- menn ISIL eru ekki málsvarar íslams. Þeir eru óþokkar og morðingjar,“ sagði hann. „Til að við getum sigrað hryðjuverkasamtökin þurfum við að fá múslímasamfélög til liðs við okkur sem mikilvæga bandamenn frekar en að ýta þeim frá okkur með tortryggni og hatri.“ Fréttaskýrandi The Washington Post seg- ir að Obama hafi ekki boðað neinar umtals- verðar breytingar í baráttunni gegn hryðju- verkasamtökunum eða nýjar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Banda- ríkjunum. Þess í stað hafi forsetinn lagt áherslu á að sefa ótta Bandaríkjamanna, sem hafi vaxandi áhyggjur af hættunni á fleiri hryðjuverkum og einnig vísbendingum um að íslamistarnir láti engan bilbug á sér finna þrátt fyrir loftárásir Bandaríkjahers á yfir- ráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Meirihluti styður landhernað Nýleg könnun CNN-sjónvarpsins og rann- sóknafyrirtækisins Orc International bendir til þess að 68% Bandaríkjamanna telji að Bandaríkin hafi ekki gripið til nógu harðra hernaðaraðgerða gegn Ríki íslams og um 60% séu óánægð með framgöngu Obama í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Könnunin bendir einnig til þess að meirihluti Bandaríkjamanna, eða 53%, sé nú hlynntur því að bandarískir hermenn verði sendir til Sýrlands og Íraks til að berjast gegn Ríki íslams. Stuðningurinn við landhernað er mestur meðal kjósenda sem styðja repúblik- ana. Um 69% þeirra vilja landhernað gegn Ríki íslams en aðeins 38% kjósenda sem styðja demókrata, að sögn CNN. Bandaríkjaher herti loftárásir sínar á yfir- ráðasvæði Ríkis íslams eftir hryðjuverkin í París 13. nóvember og hefur sent fámennt lið sérsveitarmanna til Sýrlands og Íraks. Frambjóðendur í forkosningum repúblikana hafa sakað Obama um ráðaleysi í baráttunni gegn íslamistunum. Forsetinn hefur einnig sætt gagnrýni meðal demókrata, þeirra á meðal Hillary Clinton, fyrir að hafa ekki brugðist nógu skjótt og hart við hættunni sem stafar af hryðjuverkasamtökunum. „Frelsið er öfl- ugra en óttinn“  Obama lofar sigri á Ríki íslams  Aukin óánægja með framgöngu forsetans í baráttunni AFP Sætir gagnrýni Barack Obama forseti ávarp- ar bandarísku þjóðina á skrifstofu sinni. Yfirvöld í Peking hafa í fyrsta skipti lýst yfir hæsta viðvörunarstigi vegna loftmengunar í borginni. Það þýðir að í dag verður helmingur einkabíla í borginni kyrrsettur og mengandi verksmiðjur þurfa að stöðva starfsemi sína tímabundið. Flugeldar og grillveislur eru einnig bannaðar. Spáð var gríðarlegri loftmengun í borginni í dag og heilbrigðisyfirvöld gripu því til þess ráðs að lýsa yfir hæsta viðvörunarstigi. Skólar verða lokaðir og byggingarverkamönnum verður bannað að vinna utandyra. Auk einkabílanna verða 30% bif- reiða hins opinbera kyrrsett. Íbúum borgarinnar er ráðlagt að vera sem minnst úti við og hafa grímu fyrir vitunum eða grípa til annarra varúðarráðstafana ef þeir þurfa að vera utandyra. Talið er að loftmengun valdi hundruðum þúsunda dauðsfalla í Kína á hverju ári. Stór hluti meng- unarinnar er af völdum bruna á kol- um en hann er mestur á veturna þegar þörfin á húshitun eykst. KÍNA Loftmengun Vegfarandi með grímu fyrir vitunum í Peking. Hæsta viðvörunar- stig vegna meng- unar í Peking Stjórnarandstaðan í Venesúela fékk meirihluta á þingi landsins í fyrsta skipti í sextán ár í kosningum sem fram fóru á sunnudag. Nicolas Maduro, forseti landsins, viðurkenndi ósigur sósíalista í kosningunum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir forystumenn sósíalista sem hafa framfylgt stefnu Hugos Chavez sem var við völd frá árinu 1999 og þar til hann dó 2013. Mið- og hægriflokkurinn MUD fékk 99 af 167 sætum á þinginu, samkvæmt opinberum kjörtölum í gær. Óljóst er þó hvort flokkurinn geti notað þingmeirihluta sinn til að knýja fram stefnubreytingu eða koma Maduro úr forsetaembættinu. Forsetinn kvaðst ætla að halda áfram að „byggja upp nýtt þjóðfélag“ í Venesúela í samræmi við stefnuskrá sósíalistaflokksins. Ósigur hans er einkum rakin til mikillar efnahagskreppu í landinu. VENESÚELA Stjórnarandstaðan fékk meirihluta á þingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.