Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
HEILSA OG LÍFSTÍLL
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 18. desember
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað um
heilsu og lífstíl
laugardaginn
2. janúar.
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og lífstílsbreytingu
Um þessar mundir
er unnið að gerð nýs
„búvörusamnings“ til
10 ára. Með búvöru-
samningum er mótuð
stefna um þróun fram-
leiðsluhátta landbún-
aðarins, samkeppn-
ishæfni, starfsskilyrði
og kjör bænda. Í leið-
inni er mörkuð stefna
um útgjöld skattgreið-
enda og neytenda til byggðanna. Það
er því um eins konar „byggðasamn-
ing“ að ræða, sem útfæra þarf nánar.
Bæta þarf lífskjör í landinu veru-
lega til að þau jafnist á við lífskjör í
nágrannalöndunum. Til að ná lífs-
kjörum í Danmörku, Svíþjóð og Nor-
egi á næsta áratug þurfum við að
auka landsframleiðslu á mann um
meira 45% þegar tekið er tillit til
óhagkvæmni þess að vera fá á stórri
norðlægri eyju. Bæta þarf meðal-
framlegð atvinnurekstrar um 20% til
að h laun og auk þess lækka mat-
arútgjöld og vaxtagjöld heimila nið-
ur í það sem fólk í þessum löndum
býr við. Á sama tíma munu viðmið-
unarlöndin bæta sinn hag og því
þurfum við að hífa upp um okkur
buxurnar til að ná þeim.
Landbúnaðurinn nýtur árlega um
14 milljarða króna beins stuðnings
frá skattgreiðendum og kostar neyt-
endur um 10 milljarða króna í formi
tollverndar, samtals um 24 millj-
arðar króna. Þessi upphæð nægir,
sem dæmi, til að byggja nýjan Land-
spítala á 4 ára fresti.
Landbúnaðurinn er mjög meng-
andi, losar um ¾ af þeim gróður-
húsalofttegundum sem landið losar
ef þurrkun votlendis er meðtalin.
Landbúnaðurinn bætir ekki bara
ásýnd landsins. Ofbeit heldur sum-
staðar viðkvæmum gróðri niðri,
óþarfa skurðir víða um land og þó
víða sé vel búið eru mörg dæmi um
óþarfan, úr sér genginn húsakost.
Það þarf víða að taka til hendinni.
Í markaðshagkerfi keppir vara og
þjónusta á frjálsum markaði, einnig
við innflutning. Þessi skipan mála
tryggir neytendum
góða, fjölbreytta vöru á
góðu verði ef allt er
með felldu. Í Evrópu
keppir landbúnaður á
550 milljóna manna
markaði og styrkir eru
að meðaltali aðeins 1/3
af því sem hér er. Evr-
ópa flytur einnig árlega
inn landbúnaðarafurðir
fyrir um 10 þúsund
milljarða króna frá þró-
unarlöndum og að-
stoðar þarlenda við
framleiðsluna.
Þegar samið er um mikilvæga
hagsmuni til langs tíma þarf að horfa
á heildarmyndina, nýta bestu þekk-
ingu og beita vinnubrögðum stefnu-
mótunar. Skilgreina og afmarka þarf
hlutverk landbúnaðarins betur, setja
háleit markmið og velja heppilegar
leiðir að markmiðunum. Eftirfarandi
kemur til álita í því sambandi.
Hlutverk landbúnaðar
Hlutverk landbúnaðar er að fram-
leiða holl, góð og fjölbreytt matvæli
á samkeppnishæfu verði.
Bændur vilja afkomutryggingu í
formi nægilegs söluverðs, niður-
greiðslna, verndar eða styrkja og
rökstyðja það með því að halda þurfi
landinu í byggð og tryggja matvæla-
öryggi. En kostnaður neytenda og
skattgreiðenda, sem margir hverjir
eru ekki aflögufærir, er of mikill.
Þegar neyðin er stærst og fólk hefur
lifað að mestu á núðlum árum saman
skiptir ekki miklu hvort bóndabæir
eru færri eða fleiri. Færa þarf kröfur
til landbúnaðarins nær því sem ger-
ist í öðrum atvinnugreinum og sam-
anburðarlöndunum.
Metnaðarfull markmið
Lækka þarf matarútgjöld heim-
ilanna niður í opið markaðsverð.
Í framhaldinu þarf að lækka bein-
an kostnað skattgreiðenda af land-
búnaði um helming.
Bæta þarf ásýnd landsins til ynd-
isauka fyrir landsmenn og ferða-
menn. Hætta lausagöngu búfjár og,
hætta að beita hálendið. Bæta um-
gengni og auka skógrækt.
Draga þarf úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og mengun með end-
urheimt votlendis, nýtingu metan-
gass og minni útblæstri.
Leiðir að markmiðum
Opna þarf á innflutning matvæla
án tolla- og innflutningshindrana, í
áföngum á næstu 10 árum. Í staðinn
opnast íslenskum bændum 550 millj-
óna manna markaður Evrópu.
Styðja þarf landbúnaðinn til að tak-
ast á við breytingar, meðal annars
vegna aukinnar samkeppni.
Stuðningur við mjólkurfram-
leiðslu þarf að færast yfir í stuðning
við heppilega landnotkun. Styrkja til
dæmis mjólkurframleiðslu á völdum
svæðum á Suðurlandi, Vesturlandi
og í Eyjafirði, í nágrenni þéttbýlis-
svæðanna, en minna eða ekkert utan
þeirra svæða. Þetta stuðlar að sam-
þjöppun og flutningskostnaður
minnkar.
Snyrtilegt vel gróið og fagurt land
eykur ánægju landsmanna og styður
við vöxt ferðaþjónustu, sem er vax-
andi atvinnugrein og á eftir að
blómstra víða um land. Ekki ætti að
styðja bú sem láta búfé sitt ganga
laust í byggð eða á hálendi. Styrkja
mætti ræktun og landfegrun.
Draga þarf úr mengun og endur-
heimta votlendi til að binda gróð-
urhúsalofttegundir. Styrkja til-
teknar aðgerðir af þessu tagi.
Skipulag
Gerð búvörusamninga hefur
gengið þannig fyrir sig að samn-
inganefnd bænda stendur fyrir um-
ræðum meðal bænda og semur svo
við landbúnaðarráðherra sem skrif-
ar undir við bændur, ásamt fjár-
málaráðherra. Ráðherrarnir eiga
væntanlega að gæta hagsmuna neyt-
enda og skattgreiðenda en þar
stendur hnífurinn í kúnni.
Hér skortir á gagnsæi og fagleg
vinnubrögð. Það þarf að standa bet-
ur að stefnumótuninni og samning-
unum og meðal annars fá til verka
sérfræðinga í stefnumótun, landbún-
aði, umhverfisvernd, ferðaþjónustu,
fjármálum auk fulltrúa bænda, neyt-
enda og skattgreiðenda.
Áhugavert er að Byggðastofnun
taki við gerð „byggðasamninga“ og
haldi utan um stefnumótun byggð-
anna og stuðning við þær. Sumum
byggðum hentar landbúnaður, öðr-
um ferðaþjónusta o.s.frv. Byggða-
stofnun ætti líklega að heyra undir
forsætisráðherra, því stuðningur við
byggðir er þverfaglegt viðfangsefni.
Með ofangreindu batna lífskjör í
landinu um meira en 10% að með-
altali og enn meira hjá þeim fátæku.
Landið verður fegurra og dregur úr
mengun. Bændum fækkar, sú þróun
er í gangi hvort sem er, en afkoma
þeirra batnar. Breytingarnar munu
vissulega taka á en þær má auðvelda
með stuðningi skattgreiðenda. Allir
hagnast þegar frá líður.
Gagnsæir, faglegir
byggðasamningar
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson
» Skilgreina þarf hlut-
verk landbúnaðarins
betur, setja háleit mark-
mið og velja heppilegar
leiðir að markmiðunum,
og beita til þess verk-
færum stefnumótunar.
Guðjón Sigurbjartsson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og bóndasonur.
1. Verð á fiski er til dæmis 16% lægra á Íslandi en annars staðar á meðan verð á kjúklingi er 42% hærra.
Heimildir: Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi, Hagstofa Íslands, Numbeo, Viðskiptaráð Íslands.
Nú um stundir er rætt um hve við
Íslendingar séum bláeygir gagn-
vart hryðjuverkaógn frá innflytj-
endum.
En höfum við enn grátið á lík-
vökunni um hreinræktaða norræna
kynstofninn hvíta, sem við lögðum
upp með í sjálfstæðisbaráttunni á
síðustu öld?
Lítið heyrist nú orðið frá þeim
sem harma minnkandi líkamlega
sérstöðu Íslendinga!
Um þetta yrki ég (mannfræðing-
urinn), í ljóði mínu Lýðveldið 1944,
í nýrri ljóðabók minni, Sjálfstæðis-
ljóðum, og segi þar m.a. þetta:
…
Og Ísland dreymir drauma Engilsaxa
um slátrun atvinnuleysis,
um frelsun trygginga- og mennta-
kerfis
er munu lyfta upp torfbæjarfólkinu
og gera alla jafna og félagslynda,
gæta hins hreinræktaða germanska
kynstofns,
og lifa sælir um alla séða framtíð
sem hjartahreinir víkingar af guðs
náð,
hvítir og stoltir með sínar smáfríðu
konur.
Tryggvi V. Líndal.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Um kynstofninn hreina
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/