Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 1
dregið í hverri viku!ÍSL E N SK A/ SI A. IS D AS 77 41 7 12 /1 5 Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757. Verður 30 milljóna króna íbúð í jólapakkanum? Mikið tjón varð í Vestmannaeyjum vegna óveðursins í gær. Einnig varð tjón undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli, á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Veðrið skall á í Vestmannaeyjum með miklum látum um kl. 18.30. Fjöldi tilkynninga um foktjón barst lögreglu og Björgunarfélagi Vest- mannaeyja. Þak fauk af íbúðarhúsi við Smáragötu. Liðsmenn í Björgun- arfélagi Vestmannaeyja reyndu að forða frá frekara tjóni með því að fergja niður það sem þeir gátu. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, sagði að ekki hefði verið stætt þar sem húsið stendur efst í bænum, vegna veðurofsans. Kona sem var í húsinu slapp ómeidd. Í gærkvöldi voru þakplötur að losna af fiskimjölsverksmiðju við höfnina. Klæðning sem lá í búntum inni á Eiði og var búið að fergja fór af stað og fauk. „Það hefur þónokkuð af rúðum brotnað og þakköntum losnað víða um bæinn,“ sagði Adolf. Hann vissi ekki til þess að slys hefðu orðið á fólki fyrir utan það að björgunar- sveitarmaður meiddist á fingri. Um 28-30 félagar í Björgunar- félagi Vestmannaeyja sinntu óveð- ursútköllunum í gærkvöldi. Þeir voru enn að störfum um miðnættið. Miklar truflanir urðu á dreifingu rafmagns víða um land. Þegar blaðið var að fara í prentun var t.d. raf- magnslaust á Akureyri og víðar á Eyjafjarðarsvæðinu, á norðanverð- um Vestfjörðum, á Austfjörðum og Austurlandi, á Suðausturlandi að Kirkjubæjarklaustri og í Vest- mannaeyjum. Farsímasendar duttu víða út vegna rafmagnsleysis eða keyrðu á varaafli. Ofsaveður gerði usla  Mikið tjón varð í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli og víðar  Miklar truflanir urðu á dreifingu rafmagns og símasambandi víða um land MÓveðursfréttir »2, 4 og 6 Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Mikið gekk á í gömlu höfninni í gærkvöldi. Flotbryggja og bátar ólmuðust í öldurótinu og bátur slitnaði frá og rak upp að grjótgarði. Morgunblaðið/Eggert Rok Þakklæðning fauk af húsi efst í Grafarholti um miðnættið. Þ R I Ð J U D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  288. tölublað  103. árgangur  16 GLUGGAR TIL JÓLA JÓLASÍLDIN ÚR SÍÐASTA FARM- INUM Á ÞÓRSHÖFN ANDRI OG JANET Í HÖRPU REYNSLU- AKSTUR OG RAFBÍLAR KÚNSTPÁSA 38 BÍLARTÁRAFLÓÐ 11  Ofsaveður var enn um allt land á miðnætti í nótt og lægðin sem geng- ur yfir landið var þá enn í fullum styrk. Víða var hvasst og mælir á Hallormsstaðahálsi eystra sýndi 51 m/s vindhraða í snarpri hviðu. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist mesti vindhraði 47 m/s og fór í 52 m/s í hviðum. Veðrið fer að ganga niður þegar líður á daginn í dag. Hin djúpa lægð verður þá gengin yfir landið til vesturs út af Breiðafirði og fjarar þar út. Í kvöld verður víðast komið skaplegt veður, en mikil snjóflóða- hætta er nyrst á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum. Björgunarsveitir sinntu fjölda út- kalla í óveðrinu í gær og mikill við- búnaður var um allt land. Þjóðvegir landsins voru að stórum hluta lok- aðir í varúðarskyni. Lögregla og Vegagerðin hafa ekki áður gripið til jafnvíðtækra ráðstafana af þeim toga og nú. sbs@mbl.is Snjóflóðahætta en lægðin fjarar út Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lokað Við Reynisfjall í Vík í Mýrdal í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.