Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 ✝ Soffía MargrétVídalín Þor- grímsdóttir fæddist á Grenjaðarstað í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu 24. október 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 11. nóvember 2015. Foreldrar henn- ar voru séra Þor- grímur Vídalín Sigurðsson, f. 19.11. 1905, d. 10.7. 1983, og Ás- laug Guðmundsdóttir, f. 25.7. 1908, d. 26.8. 1987. Soffía var næstelst fimm systkina en hin eru, Ásdís og Ragnheiður, sem eru látnar, Guðmundur og Heiðar. Hinn 7. júlí 1956 giftist hún Þráni Þorvaldssyni múrara- meistara, f. 2.7. 1934, og eign- Björk Gunnarsdóttir, f. 29.2. 1968. Dætur þeirra eru Hildi- gunnur og Brynhildur. Soffía Margrét ólst upp á Grenjaðarstað til tíu ára aldurs en flutti þá á mennta- og menn- ingarsetrið og kirkjustaðinn Staðastað á Snæfellsnesi þar sem foreldar hennar ráku ungl- ingaskóla yfir vetrartímann. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1953 og nokkru seinna fór hún í Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Soffía og Þráinn bjuggu í Reykjavík þar til hún hóf að kenna íslensku og dönsku við Víghólaskóla í Kópavogi. Sumarið 1970 fluttu Soffía Margrét og Þráinn til Ólafs- víkur og hóf hún kennslu við grunnskólann þar. Hún starfaði við skólann í tólf ár og var um tíma yfirkennari. Árið 1982 fluttu hjónin til Hafnarfjarðar og kenndi Soffía Margrét dönsku í Víðistaða- skóla þar til hún fór á eftirlaun rétt fyrir aldamótin. Útför Soffíu Margrétar fór fram í kyrrþey, að hennar eigin ósk. uðust þau fimm börn. 1) Bryndís, f. 10.1. 1956, maki hennar er Gísli Svan Einarsson. Börn þeirra eru Einar Svan, Þráinn Svan, Áslaug Sóllilja og Bryndís Lilja. 2) Ás- laug, f. 29.6. 1957, maki hennar Hilmar Gunnarsson, f. 16.9. 1955, d. 11.7. 2014. Börn þeirra eru Díana, Davíð og Hilmar Þór. 3) Þorgrímur, f. 8.1. 1959, maki hans Ragnhildur Ei- ríksdóttir, f. 18.1. 1969. Börn þeirra eru Kristófer, Kolfinna og Þorlákur Helgi. 4) Þorgerður, f. 20.3. 1961, maki hennar Gunnar Björn Gunnarsson, f. 14.7. 1959. Börn þeirra eru Þórhildur og Ás- grímur. 5) Hermann, f. 20.7. 1968. Maki hans er Sigríður Elskuleg móðursystir okkar var jarðsett í kyrrþey 23. nóv- ember 2015, það var í anda síð- ustu ára í lífi hennar þar sem heilsan og andinn þvarr. En við munum hana Döddu ekki þannig því hún var lífleg og sterk kona, glæsileg svo eft- ir var tekið, menntakona, stolt og ákveðin. Hún var hraustleg og kvik í hreyfingum. Hún var skemmti- leg og ræðin og það var gaman að vera í návist hennar. Dadda var alin upp á menn- ingarheimili þess tíma og var bæði trúhneigð og listhneigð. Hún hafði unun af bókmennt- um og tónlist og tók virkan þátt í félagsstörfum. Hún starfaði lengi með Leikfélagi Ólafsvíkur og fékk þar útrás fyrir list- hneigð sína því ekki var mikið um að vera í litlu sjávarþorpi úti á landi í þá daga. Hún tók á móti öllu því listafólki sem kom á vegum leikfélagsins til bæj- arins og bauð þeim heim í veisl- ur og menningarfjör og þar var oft glatt á hjalla. Dadda var alin upp á Grenj- aðarstað í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu og á Staðastað í Staðarsveit á Snæfellsnesi þar sem faðir hennar var prestur. Hún var send til Reykjavíkur sem ung kona til að ganga menntaveginn. Fyrst í Mennta- skólann í Reykjavík þar sem hún bjó hjá vinafólki foreldra sinna, Sveini Zoëga og Sigríði, og síðar í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún hafði erft kennarahæfi- leika föður síns og afa og gerði kennslu að lífsstarfi sínu, eins og reyndar öll hennar systkini gerðu. Hennar aðalfag var danska og hún var mjög vinsæll dönskukennari hjá unglingun- um þar sem hún átti auðvelt með að ná til nemendanna og gera kennsluna skemmtilega. Hún var líka vel að sér um Danmörku og danska siði og kúltúr og fléttaði þessu snilld- arlega inn í kennsluna. Dadda var alla tíð vinnusöm og var yf- irleitt með margt í gangi sam- tímis og hún var rösk og snögg að öllu sem hún gerði. Að sögn móður hennar var hún á við þrjár vinnukonur á Staðastað. Hún rak líka stórt heimili og ól upp fimm börn ásamt manni sínum, Þráni Þor- valdssyni. Þau áttu heimili beint á móti Grunnskólanum í Ólafsvík og við eldri börnin gátum alltaf skotist yfir ef kalt var í frímínútum eða ef kennsla féll niður og fengið okkur rist- að brauð með banana og kakó. Við systkinin, börn Ragn- heiðar Þorgrímsdóttur og Leifs Halldórssonar, eigum margar og sælar minningar um Döddu og fjölskyldu hennar. Bæði frá sveitalífinu á Staðastað hjá ömmu Áslaugu og afa Þorgrími og svo frá æskuslóðum í Ólafs- vík. Okkur eru sérstaklega kærar minningarnar frá laufa- brauðsgerð þeirra systra með öll börnin sín á aðventunni. Þá þurfti að hafa hraðar hendur í útskurði þar sem syst- urnar voru hörkuduglegir hnoðarar og Dadda stýrði hópnum í gleði í gegnum erf- iðisvinnuna. Eftir að móðir okkar lést langt um aldur fram kom Dadda frænka í nokkur ár og hjálpaði okkur með laufa- brauðsgerðina til að við gætum haldið í fjölskylduhefðina og til að skapa réttu stemninguna sem henni aldeilis tókst. Á meðan hún hnoðaði sagði hún okkur sögur af uppvaxtarárum sínum í sveitinni sem henni þótti svo vænt um. Dadda frænka var okkur mjög kær og við varðveitum góðar minningar um konu sem var áhrifavaldur í lífi okkar. Matthildur, Úlfhildur, Þorgrímur og Steingrímur. Fjölskylda mín bjó á Tóm- asarhaganum í Vesturbæ Reykjavíkur, þegar Soffia Mar- grét Þorgrímsdóttir flutti þangað í næsta hús við okkur með manni sínum og börnum. Yngri systir mín, Jónína Þór- unn, fór fljótlega að venja kom- ur sínar til fjölskyldunnar til þess að passa börnin. Í fram- haldi af því óskaði Soffía eftir því að barnapían kæmi með sér í heimasveit hennar sem var Staðastaður á Snæfellsnesi. Soffía dvaldi þar á sumrin með börnin hjá foreldrum sínum, þeim Áslaugu Guðmundsdóttur og Þorgrími Sigurðssyni, sem var prestur þar. Einnig útveg- aði Soffía undirritaðri sumar- dvöl á Furubrekku í sömu sveit. Þetta var sumarið 1960. Þá heimsótti ég oft systur mína og kynntist því Staðastaðarfólkinu ágætlega. Heimasæturnar þar á bæ þær Soffía Margrét, Ragnheiður og Ásdís voru hver annarri glæsilegri og gustaði af þeim. Soffía var sterkur per- sónuleiki. Það sópaði að henni. Hún gerði allt af eldmóði, talaði hratt, vann hratt og var kvik í hreyfingum eins og lífið lægi við. Þannig var lífsorkan. Þá var hún bráðskemmtileg, snögg og hnyttin í tilsvörum. Engum duldist að þarna fór sterk og vel gefin kona. Soffía var góður kennari. Henni var annt um ungt fólk og gleymist mér seint þegar hún og Þráinn maður hennar sendu risastóran blómvönd af rauðum rósum þegar ég og kærastinn trúlof- uðum okkur 17. júní 1965. Síð- an eru liðin 50 ár. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur vegna einstakrar konu. Ásthildur S. Rafnar. Soffía Margrét Ví- dalín Þorgrímsdóttir Við minnumst Sigríðar Helgu Þorbjarnardóttur með hlýju og þakk- læti. Hún var dásamleg kona og fjölhæf með eindæmum, göngugarpur og ferðafrömuður, hafði náðargáfu fyrir sameinda- líffræði, var kennari af Guðs náð og farsæll formaður Líf- fræðifélags Íslands. Margir urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga með Siggu á vegum Ferðafélagsins eða í öðrum ferðum um nágrenni Reykja- víkur. Ferðir sameindahópsins t.d. á Keili og Reynivallaháls eru okkur sérstaklega minnis- stæðar. Í samstarfi við Guðmund Eggertsson stundaði hún merk- ar rannsóknir og kenndi verk- legar æfingar í erfðafræði og sameindaerfðafræði. Minningin um Siggu með bakteríuskálar á lofti í kennslustofunni lifir með flestum líffræðingum sem út- skrifuðust frá Háskóla Íslands um og upp úr 1980. Hennar einstaka og ljúfa persóna hafði jákvæð áhrif á nemendur og gerði þungar lexíur auðveldari viðfangs. Seinna fékk ég að kenna með Sigríði. Til að undirbúa verk- lega tíma í erfðafræði fórum við saman í fjöru að sækja þang – til að rækta þangflugulirfur – og espuðum lauk til spírunar. Verklegu tímarnir voru hennar heimavöllur. Hún þekkti efnið inn og út og miðlaði til nemend- anna af alúð og nærgætni. Það voru sérstök forréttindi að kenna með Siggu og fá að stunda rannsóknir undir henn- ar leiðsögn. Sigga var nærgætinn og mildur leiðbeinandi, í raun frekar samstarfsmaður en yfir- maður. Sigríður Helga Þorbjarnardóttir ✝ Sigríður HelgaÞorbjarnar- dóttir fæddist 13. maí 1948. Hún lést 15. nóvember 2015. Útför Sigríðar var gerð 2. desem- ber 2015. Hún kenndi framhaldsnemum fræði og aðferðir, og það sem mikil- vægara er, hvernig yfirstíga má vanda- mál sem upp koma í flóknum tilraun- um. Undir hennar verndarvæng fengu nemar að þroskast og finna sína fjöl. Hún var yfirvegaður og grandvar vís- indamaður, laus við stærilæti eða yfirgang. Lagni hennar með gen og frumur var ann- áluð, í hennar höndum fengust bakteríur til stórkostlegra verka. Sigríður var formaður Líf- fræðifélags Íslands 1988 til 1991, og var starfið í miklum blóma á þeim árum. Hún var vel metin í samfélagi íslenskra líffræðinga og góð fyrirmynd um hvernig brúa má víddir líf- fræðinnar, sem sameindalíf- fræðingur með brennandi nátt- úruást eða náttúruunnandi sem rannsakaði leyndardóma gen- anna. Það er synd að Sigga skuli ekki fá að njóta fjölskyldu sinn- ar, vina og starfs lengur en skyldi. Ég, sem nemi, sam- starfsmaður og vinur, sakna hennar sárt. Sem vinur og fyrir hönd Líf- fræðifélags Íslands votta ég að- standendum og vinum hennar samhug og virðingu. Arnar Pálsson, dósent og formaður Líffræðifélags Íslands. Það var góður og samhentur hópur 25 ungra og lífsglaðra bekkjarsystra sem útskrifaðist frá stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1969. Ein þeirra, Sigríður Þorbjarn- ardóttir, er fallin frá eftir erfið veikindi, sú fyrsta úr okkar hópi. Við minnumst Siggu sem glæsilegrar og brosmildrar stúlku sem alltaf lagði gott til mála. Hún var góður námsmað- ur og hafði einstaklega þægi- lega nærveru. Við kusum hana umsjónarmann bekkjarins og sinnti hún því starfi af mikilli röggsemi og samviskusemi. Að loknu námi í MR hóf Sigga nám í líffræði við Há- skóla Íslands og fór þaðan í framhaldsnám í University of Warwick þar sem hún lauk M.Sc.-prófi. Hún stundaði síðan kennslu og rannsóknir í erfða- fræði við Háskóla Íslands og naut þar mikils álits og virð- ingar hjá nemendum og sam- starfsfólki. Sigga hafði yndi af útivist og ferðaðist mikið innan lands sem utan, m.a. með Ferðafélagi Ís- lands og var fararstjóri í mörg- um ferðum. Hún unni íslenskri náttúru og náttúruvernd var henni eðlileg og sjálfsögð. Eftir útskriftina úr MR tvístraðist hópurinn í ýmsar áttir og hittumst við fyrstu árin aðeins á útskriftarafmælum. Þegar frá leið fórum við að hittast æ oftar. Til að byrja með árlega á sameiginlegu jólahlaðborði, fyrst á veitingastað og síðan í heimahúsum, og hefur sú hefð markað upphaf aðventunnar hjá okkur. Eftir að við þokuð- umst yfir miðjan aldur varð þörfin fyrir samverustundir með gamla menntaskólabekkn- um æ meiri og höfum við í seinni tíð hist mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Þegar við urð- um 40 ára stúdentar fórum við í ferðalag til Berlínar, þar sem við áttum skemmtilegan tíma saman. Á þessum stundum var Sigga ómissandi. Hennar verður sárt saknað á samverustundum okk- ar í framtíðinni. Þær verða ekki samar. Við sendum eftirlifandi ætt- ingjum og vinum Siggu inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystra í 6.-X 1969, Elísabet, Fanney og Laufey. Hér á Grenivík eru margir með hugann hjá Siggu í Ægis- síðu eftir að fréttin barst af andláti hennar. Við skólasyst- urnar úr Grenivíkurskóla hugs- um til áranna sem við áttum saman í leik og námi. Sigga lét ekki mikið fyrir sér fara og var mjög yfirveguð í daglegu fari. Hún var gædd miklu jafnaðargeði og hafði fal- lega framkomu. Hún átti afar létt með nám. Á barnaskólaárum Siggu gekk lífið sinn vanagang á Grenivík eins og þá þótti eðli- legt. Þorpið var ekki stórt og flestir höfðu nokkrar kýr og örfáar kindur í bakgarðinum. Krakkarnir léku sér á bryggj- unni og í fjörunni og fóru snemma að vinna við að beita og breiða fisk og fengu kaup. Sveitakrakkarnir horfðu með stjörnur í augum á þennan lífs- stíl en minna var um kaup- greiðslur á bæjunum. Á Ægissíðuheimilinu var allt í föstum skorðum. Húsið var stórt og hugurinn var stór. Heimilisfaðirinn, Þorbjörn Ás- kelsson, var útgerðarmaður og var oft að heiman en húsfreyj- an, Anna, stjórnaði heima með bros á vör og skein umhyggjan af öllum hennar gjörðum. Sigga var næstyngst systk- inanna og voru eldri systkinin farin að heiman þegar við sem þetta skrifum vorum heima- gangar í Ægissíðu. Guðrún er tveimur árum yngri og var yfir- leitt talað um þær systur í sama vetfangi. Það var Sigga og Gunna þetta og Sigga og Gunna hitt. Það var mikið áfall þegar Þorbjörn fórst í flugslysinu við Osló 1963. Fljótlega eftir þetta átakan- lega slys seldi Anna Ægissíðu og flutti suður með systurnar og bjuggu þær á Tómasarhag- anum. Sigga fór í Hagaskólann og hélt svo áfram á mennta- brautinni sem endaði með meistaraprófi í líffræði frá há- skóla í Bretlandi. Það sýnir vel hug systkin- anna til æskustöðvanna að fyrir allmörgum árum keyptu þau Ægissíðu aftur og gerðu húsið upp sem tómstundahús. Sigga tók virkan þátt í því starfi og var því tíðari gestur á Grenivík síðustu árin en ella hefði orðið. Sást hún gjarnan í fjörunni eða uppi til fjalla. Við vottum systkinum Siggu og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Minningin um góða stúlku mun lifa. F.h. skólasystranna, Borghildur Ásta og Hólmfríður. Ég vissi auðvitað að þessi dagur kæmi einhvern tímann, að þú myndir kveðja okkur, amma. En ég var ekki undirbúin núna og því er það með miklum trega sem ég sest niður og rita þessi kveðjuorð til þín. Við systkinin vorum svo heppin að fá að alast upp nokkrum götum frá ykkur afa í Bolungarvík. Þangað vorum við alltaf velkomin og við gengum þar inn og út eins og það væri okkar annað heimili. Þá skipti engu máli hvort þið voruð heima eða ekki, heimilið var alltaf opið fyrir okkurbarna- börnin. Þetta var svo eðlilegt fyrir mér og ég velti þessu ekki mikið fyrir mér sem barn, en eftir að ég varð fullorðin áttaði ég mig á hvílík forréttindi það voru að fá að hafa ykkur afa svona rétt innan seilingar. Þegar ég var 11 ára fluttum við fjölskyldan norður í land og eðlilega hittumst við sjaldnar næstu árin. Við misstum aldrei sambandið okkar á milli, en það var öðruvísi þegar fjarlægðin var svona mikil. Það var svo þegar ég sjálf flutti til Reykja- víkur árið 2010 og þú hafðir þá verið búsett þar í 14 ár sem við kynntumst almennilega upp á nýtt og þú trúir því ekki, amma, hvað mér þykir vænt um sam- bandið sem við áttum. Við Mar- ín vorum tíðir gestir á heimili þínu og þú vildir allt fyrir okkur gera. Henni þótti afskaplega vænt um langömmu sína og hún skrifaði nokkur orð til þín þegar hún vissi í hvað stefndi. Mér finnst þau svo falleg og lýsandi fyrir upplifun 10 ára dóttur minnar af langömmu sinni að ég Jónína Rannveig Kjartansdóttir ✝ Jónína Rann-veig Kjart- ansdóttir fæddist 29. september 1940. Hún lést 23. nóvember 2015. Útför hennar fór fram 3. desember 2015. ætla að láta þau fylgja hér: „Amma mín svo fögur og fín og alltaf svo glöð þegar ég kem til hennar. Ég hlakka líka alltaf svo til að fara til hennar.“ Stutt og hnitmiðað en segir allt sem segja þarf. Hún á fallegar og góðar minningar um langömmu sína sem er ómetanlegt. Það sama má segja um Erling og Ríkharð sem kynntust þér fyrir tveimur ár- um síðan. Strax fundu þeir hvað þeir voru velkomnir á heimili þitt og strax tók Erlingur eftir hvað þú gast hlegið mikið og varst lífsglöð. Frá fyrsta degi talaði Ríkharður um þig sem „Jónu langömmu“ og þú varst meira en tilbúin að gegna því hlutverki fyrir hann og bæta við þig fleiri langömmubörnum. Æ amma, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að, fyrir öll skiptin sem við drukkum kaffi saman, spjölluðum og hlógum. Ég er líka einstaklega þakklát fyrir að hafa ferðast með þér til Cannes vorið 2012. Það var góð ferð og þú naust þín vel, enda hafðir þú mjög gaman af því að ferðast og hafðir í raun farið víða. Þú varst alltaf svo ljúf og góð og aldrei held ég að ég hafi heyrt þig brýna raust þína. En þú sagðir þína skoðun þegar það átti við, stundum fannst þér ég vinna of mikið eða að ég ætti ekkert að vera að þvælast á Yarisnum norður í land yfir vetrartímann. Þarna kom um- hyggjusemi þín vel í ljós því auðvitað var þetta ekkert annað en umhyggja þín fyrir mér sem þú barst í brjósti. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna, skarð sem ekki verður fyllt og ég get ekki lýst því með orðum hvað ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki í lífinu mínu. Ég er þér óendanlega þakk- lát fyrir allt og allt, elsku amma. Þín, Halldóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.