Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. „Held ég fái mér bara að reykja“ 2. Svona er best að leggja bílnum 3. Aftakaveður „í beinni“ 4. „Húsið er bara að liðast í sundur“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á þriðjudagskvöldum í desember verður boðið upp á húslestur í Pet- ersen-svítunni á þriðju hæð Gamla bíós og munu margir af fremstu rit- höfundum, tónlistarmönnum og ljóð- skáldum landsins koma fram. Hús- lesturinn í kvöld ber yfirskriftina Skáldkonur spjalla og koma fram Ingibjörg Hjartardóttir, Ragnhildur Thorlacius, Þórunn Jarla Valdimars- dóttir og Iðunn Steinsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Skáldkonur spjalla  Swing- kompaníið heldur jólatónleika í Fella- og Hóla- kirkju í kvöld kl. 20.30 með barna- kór og kór kirkj- unnar, Kór Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og kór- stjóranum og orgelleikaranum Arn- hildi Valgarðsdóttur. Hljómsveitina skipa Greta Salóme, fiðluleikari og söngkona, Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona, Lilja Björk Runólfsdóttir söngkona, Gunnar Hilmarsson gítarleikari, Leifur Gunn- arsson bassaleikari og Óskar Þor- marsson trommuleikari. Swing-kompaníið í Fella- og Hólakirkju  Ragnhildur Bragadóttir, sagn- fræðingur og skjalastjóri á Biskupsstofu, flytur erindi um frillulífi og framhjátöku á 19. öldinni kl. 12 í dag í sal Þjóðminjasafnsins. Erindið fjallar um líf vinnukonu nokkurrar og auðugs stórbónda. Frillulífi og framhjá- taka á 19. öldinni Á miðvikudag Breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað víðast hvar, en úr- komulítið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag Þurrt og bjart með köflum S- og V-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan hvassviðri með rigningu eða slyddu þegar kemur fram á daginn, en hægari og léttir til NA-lands. Suð- læg átt, 8-13 m/s og stöku él S- og V-til í kvöld. Kólnandi veður. VEÐUR „Ég held að Emil sé að þroskast og vaxa. Hann tekur meiri ábyrgð en verið hefur. Að sjálfsögðu fylgir því aukin ábyrgð fyrir ung- an mann að vera fyrirliði. Hann gerir margt fyrir okk- ur og passar vel inn í okk- ar áætlanir,“ segir þjálfari Þórs í Þorlákshöfn um leik- mann umferðarinnar í körfubolta karla, hinn 21 árs gamla Emil Karel Ein- arsson. »4 Ungur fyrirliði og aukin ábyrgð „Ef okkar skyldi bíða titilbarátta, annaðhvort á Spáni eða í Evrópu, þá væri skemmtilegt að taka þátt í því. Ég er orðinn brattari en ég var, er kominn í gírinn og langar að klára dæmið,“ segir körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem hefur gert munnlegt samkomulag við Valencia á Spáni um nýjan samning en liðið hef- ur unnið alla sína leiki til þessa á tímabilinu. »1 Langar til að klára dæmið með Valencia „Ég bara trúi ekki öðru en að ég verði í hópnum sem fer á EM. Í ljósi reynslunnar geng ég ekki út frá því en þætti það óréttlátt ef ég yrði ekki með, það er alveg ljóst,“ segir Bjarki Már Elísson, handknattleiksmaður hjá Füchse Berlin, sem hefur náð sér vel á strik með Berlínarliðinu í sterk- ustu deild í heimi. » 3 Trúi ekki öðru en að ég verði í hópnum á EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, semur lög og texta í frístundum og sendir stundum sköpunar- verkin í forkeppni Evróvisjón. Eitt evróvisjón- laga hans er nú orðið að jólalagi, það heitir Stjörnubjarta nótt og er að finna á nýrri jóla- plötu. Guðmundur Karl segir bestu jólalögin „búa til góða jólastemningu án þess að gleypa allt“. „Mig dreymdi lagið árið 2012. Þá hafði ég verið með predikun í kirkjunni, þar sem ég lagði út frá málverki Van Goghs, Stjörnu- bjartri nótt. Í predikuninni sagði ég meðal annars að á sínum tíma hefði fólk ekki komið auga á snilldina í verkum hans. Nóttina á eftir vaknaði ég með lagið í kollinum, ég raulaði það strax og tók það upp. Síðan lét ég það gerjast innra með mér um tíma áður en ég sendi það í forkeppni Evróvisjón og þá var það flutt af Þorleifi Einarssyni,“ segir Guðmundur Karl. Alltaf að semja Lagið bar þá líka heitið Stjörnubjarta nótt og í textanum var fjallað um mann sem bað stjörnurnar á himnum að segja konunni sem hann elskaði hug sinn, því hann hafði ekki hug- rekki til þess sjálfur. „Svona vonlaus róm- antík,“ segir höfundurinn og hlær. Lagið hlaut ekki brautargengi í keppninni, en Óskar Ein- arsson tónlistarmaður og organisti í Linda- kirkju sá þarna góðan efnivið í jólalag og úr varð að Guðmundur Karl samdi við það jóla- texta. Jólalagið var frumflutt í kirkjunni fyrir síðustu jól og hefur nú ratað á jólaplötu Þórs Breiðfjörð sem heitir Jól í stofunni og verður lagið m.a. flutt á tónleikum Þórs í Gamla bíói um næstu helgi. „Þór sagði mér að hann væri með jóladisk væntanlegan, ég bauð honum lag- ið og honum fannst það passa vel inn í þann anda sem hann vildi hafa á plötunni.“ Guðmundur Karl hefur samið talsvert af lögum, textum og ljóðum sem mörg hafa verið flutt opinberlega, m.a. í Lindakirkju og hafa Rómantíska evróvisjónlagið breyttist í blíðlegt jólalag  Guðmund Karl, sókn- arprest í Lindakirkju, dreymir lög og texta Morgunblaðið/Eggert Jólalagasmiður Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, segir að gott jólalag þurfi að sínu mati að miðla friði og gleði. Hann segist alltaf vera að semja bæði lög og texta, oft að næturlagi. verið gefin út á geisladiskum á vegum kirkj- unnar. Hann segist „alltaf vera að semja“ og á t.d. texta við lag sem nú tekur þátt í jólalaga- keppni Rásar tvö. Spurður hvenær hann hafi tíma til þessarar iðju í annasömu starfi sókn- arprests í einni af stærstu sóknum landsins segist hann gjarnan gera það síðla kvölds eða að næturlagi. „Annars dreymir mig oft lög og texta og þá flýti ég mér að taka þau upp á sím- ann minn áður en ég gleymi þeim.“ Að mati sóknarprestsins og lagasmiðsins má jólalag ekki vera of yfirþyrmandi ef vel á að vera. „Gott jólalag miðlar bæði gleði og friði. Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs er uppáhaldsjólalagið mitt. Þar er steypt saman fyrstu jólunum og jólunum okkar og þessi tenging þykir mér svo falleg.“ Aðventan og jólin eru sá tími árs sem er í einna mestu uppáhaldi hjá Guðmundi Karli sem segist vera „sérlega mikið jólabarn“. „Það er reyndar alltaf gam- an að vera prestur, en það er sérstaklega gaman á þessum árstíma. Ég kemst í jólaskap við að hitta fólk í kirkjunni og að taka þátt í þeim gleðistundum sem fylgja hátíðinni. Það kemur mér líka í jólaskap að tala um hin fyrstu jól og gleðjast yfir þessu mikla undri sem jólin í raun eru; að okkur hafi verið treyst fyrir syni guðs. Mikið jólabarn GAMAN AÐ VERA PRESTUR Á JÓLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.