Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
Rafstöðvar og dekkjavélar
öflugaroghagkvæmar fráZipper - fjölmargar gerðir
Umfelgunarvél
ZI-RMM94
Hæð á felgum10-22”
Breidd á felgum 3-16”
Mestahæðádekki1100mm
Verð frá 328.000 með vsk
Jafnvægisstillingarvél
ZI-RWM99
Hæð á felgum 10-24”
Breidd á felgum 1,5-20”
Verð frá 250.000 með vsk
Rafstöð 1,36kw-STE3000
Verð 97.456 með vsk
Rafstöð 7,5kw-STE8000
Verð 237.305 með vsk
Rafstöð 1,3kw-STE2000
Verð 141.721 með vsk
Eigum einnig fyrirliggjandi
fleiri tegundir rafstöðva
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Aðalmeðferð Chesterfield-málsins
hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Saksóknari telur lánveitingar
Kaupþingsmanna vera umboðssvik
en vörn Kaupþingsmanna byggist á
því að lánin hafi verið veitt í þeirri
trú að því hefði ekki fylgt nein
áhætta fyrir bankann.
Í yfirheyrslum yfir Hreiðari Má
Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra,
og Sigurði Einarssyni, fyrrverandi
stjórnarformanni Kaupþings, hefur
oft komið fram að þeir hafi talið
stöðu bankans mjög góða, sér-
staklega í ljósi þess óróa sem var á
markaði, alveg þangað til íslenska
ríkið tók Glitni yfir í lok september
2008 og neyðarlögin voru sett á í
byrjun október sama ár.
Miðað við þá stöðu hafi ekki verið
slæm viðskiptaleg ákvörðun að lána
fjórum aflandsfélögum tugi millj-
arða til kaupa á lánshæfistengdum
skuldabréfum sem tengd voru
skuldatryggingarálagi Kaupþings af
Deutsche Bank. Bæði telja yfirmenn
bankans að þetta hefði getað bætt
skuldatryggingarálag bankans sem
og ef allt gengi vel bætt stöðu stórra
viðskiptavina sem voru í erfiðri
stöðu og þar með styrkt útlán Kaup-
þings. Saksóknari telur aftur á móti
að með þessum lánagjörningi hafi fé
bankans verið stefnt í verulega
hættu og að það hafi allt tapast með
falli Kaupþings.
Í dag halda yfirheyrslur áfram og
í framhaldinu vitnaleiðslur. Á
fimmtudag er svo gert ráð fyrir að
málflutningur verjenda hefjist, en
málið ætti að klárast öðrum hvorum
megin við helgina. Ítarleg umfjöllun
er um málið á mbl.is.
Fyrir dóm í þriðja sinn
Sigurður bað um að fá að ávarpa
dóminn í gær. Hann sagði að nú
væri hann mættur í héraðsdóm í
þriðja skipti, en áður var hann
dæmdur í Al-Thani málinu og stóra
markaðsmisnotkunarmáli Kaup-
þings.
Í markaðsmisnotkunarmálinu
sagði hann að dómurunum hefði tek-
ist að dæma hann fyrir umboðssvik
fyrir að taka ákvörðun í lánanefnd
bankans um lán sem hafði verið
greitt út áður, en þegar ákvörðunin
var tekin hafði lánið þegar verið að
fullu endurgreitt. Sagði hann þetta
furðulegt, þar sem veruleg hætta á
fjártjóni þyrfti að vera fyrir hendi til
að dæma fyrir umboðssvik.
Gagnrýndi hann Björn Þorvalds-
son saksóknara ítrekað í ræðu sinni,
meðal annars vegna handtökuskip-
unar til Interpol og sagði hann
ítrekað hafa logið upp á sig. „Ég á
ekki von á öðru en að Björn Þor-
valdsson haldi áfram að vefa lygavef
sinn hér,“ sagði Sigurður.
Hann tók fram að hann hefði ekki
tekið neina ákvörðun í því máli sem
er nú fyrir dómi og sagði engin sím-
töl, vitnisburð eða annað vísa til sín.
Honum hefði sem stjórnarmanni
verið bannað að taka ákvarðanir um
einstaka lánveitingar innan bankans
og spurði því: „Hvað er verið að
ákæra fyrir hér?“
Versta aðgerð íslenska ríkisins
Ákvörðun Seðlabanka Íslands að
lána Glitni 600 milljónir evra og fá á
móti stóran eignahluta í bankanum í
lok september 2008 var versta að-
gerð sem íslenska ríkið hefur gert.
Þetta var meðal þess sem kom fram
í yfirheyrslu yfir Hreiðari Má í gær.
Meðal annars spilaði saksóknari
símtal milli Hreiðars Más og Guð-
mundar Þórðar Guðmundssonar,
fyrrverandi framkvæmdastjóra fjár-
stýringar bankans, sem tekið var
upp eftir að yfirheyrslur fóru fram
yfir þeim árið 2010. Spurði saksókn-
ari um ummæli í símtalinu þar sem
Hreiðar Már talar um að lausafjár-
staðan hafi verið „djöfulleg“. Svar-
aði Hreiðar því til að þarna ætti
hann við það þegar Seðlabankinn
hefði fengið bréf í Glitni með 600
milljóna lánveitingu.
Sagði Hreiðar Már að hann hefði
eytt heilum dögum í ráðherrabú-
staðnum með ríkisstjórninni í kring-
um fall bankanna, en eftir tíma-
bundna björgun Glitnis hefði
lánshæfi ríkisins fallið mikið.
Hann hóf ávarp sitt á að segja að í
gegnum síðustu sjö ár af ásökunum
frá saksóknara og í gegnum fjöl-
miðla þá hefði það sært hann mest
að vera sagður hafa ætlað að valda
Kaupþingi skaða. Rakti hann ástæð-
ur þess að farið hefði verið í þau við-
skipti sem ákært er fyrir og að
ákvarðanir hefðu verið teknar eftir
ráðgjöf yfirmanna Deutsche Bank
um endurkaup á skuldabréfum
bankans og að kaupa skuldabréf
tengd skuldatryggingum bankans.
Sagði hann að m.a. hefði verið tekin
ákvörðun um þau viðskipti í ljósi
þess að innlánasöfnun bankans er-
lendis hefði gengið vel og stjórn-
endur talið bankann njóta trausts.
Tekist á um lánveitingarnar
Aðalmeðferð Chesterfield-málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Sakborningar fóru
hörðum orðum um ákæruvaldið og framkomu þess í sinn garð Yfirheyrslur halda áfram í dag
Morgunblaðið/Golli
Héraðsdómur Reykjavíkur F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, Almar Þór Möller, hdl. og aðstoðarmaður verjanda, og
Sigurður Einarsson við réttarhöldin vegna Chesterfield-málsins svonefnda í gær. Yfirheyrslur halda áfram í dag.
Umfang þeirra viðskipta sem sérstakur saksóknari ákærir fyrir í Chester-
field-málinu svokallaða nemur 510 milljónum evra eða um 72 milljörðum
króna á gengi dagsins í dag og 67-69 milljörðum á gengi þess tíma sem
viðskiptin áttu sér stað. Þetta er svipuð upphæð og neyðarlán Seðla-
bankans til Kaupþings sem veitt var 6. október 2008 en það nam 500
milljónum evra. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður
bankans, ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik og fyrir að hafa valdið Kaup-
þingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni, eins og segir í ákæru, með lánveit-
ingum til sex eignarhaldsfélaga skráðra á Bresku Jómfrúaeyjum. Magnús
Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er einnig
ákærður í málinu fyrir hlutdeild í umboðssvikunum.
Gríðarlegt og fáheyrt fjártjón
ÁKÆRA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Landhelgisgæslan og lögreglan eru
þær stofnanir samfélagsins sem al-
menningur treystir best. Þetta
kemur fram í könnun sem MMR
gerði á dögunum um traust til
helstu stofnana á sviði réttarfars og
dómsmála. Alls 961 svaraði könn-
uninni.
Traust til hæstaréttar, ríkis-
saksóknara og gæslunnar eykst
töluvert frá mælingu í nóvember á
síðasta ári. Á sama tíma dvínar
traust til lögreglunnar aðeins; er nú
75,5% en var 80,5% í fyrra. En þrátt
fyrir að þróun mála varðandi traust
til lögreglunnar sé sem að framan
greinir er það „meira en til allra
annarra stofnana á sviði réttarfars
og dómsmála, að Landhelgisgæsl-
unni undanskilinni“, segir MMR.
Fleiri treysta Hæstarétti
Alls 76,2% svarenda í könnuninni
sögðust bera frekar eða mjög mikið
traust til Landhelgisgæslunnar og
raunar hafa viðhorfin verið á þá
lund alveg frá því MMR gerði sína
fyrstu könnun um þetta efni árið
2009.
Um 45,3% þeirra sem tóku af-
stöðu báru almennt frekar lítið
traust til Útlendingastofnunar en
17,9% sögðust treysta stofnuninni.
Ekki er tilgreint hvað veldur þess-
ari frekar neikvæðu afstöðu al-
mennings, en ætla má þó að mjög
skiptar skoðanir og jafnvel deilur
um afgreiðslu umsókna þeirra sem
leita hælis á Íslandi, af ýmsum
ástæðum, hafi hér nokkur áhrif.
Þeim sem sögðust treysta Hæsta-
rétti frekar eða mjög mikið fjölgaði
úr 34,3% í 40,8% milli ára. Álíka
margir treysta ríkissaksóknara og
hæstarétti.
Landhelgisgæslu og
lögreglu best treyst
Fæstir stóla á Útlendingastofnun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Varðskip Þjóðin stólar á Landhelg-
isgæsluna, bæði á legi og í lofti.