Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 2
Farsímasendar á Höfðabrekku og
Kirkjubæjarklaustri duttu út í gær-
kvöldi vegna rafmagnsleysis. Far-
símasendar á Hryggjum, Jökuls-
árlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu
voru úti vegna línubilana.
Farsímasendar á Þórólfsfelli,
Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum,
Rauðuskriðu og Svínadal keyrðu á
varaafli. Í talsímakerfinu keyrðu
stöðvar á varaafli, það er Braut-
arholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland
og Vík. Bæði var um að ræða bil-
anir og rafmagnsleysi, að sögn al-
mannavarnadeildar Ríkislög-
reglustjóra. gudni@mbl.is
Truflanir á síma
Rafmagnsleysi eða keyrt á varaafli
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Óveðrið olli víða rafmagnstruflunum
í gærkvöldi. Meginflutningskerfið
var rekið í nokkrum minni eining-
um, svokölluðum eyjarekstri, til að
tryggja sem mestan stöðugleika.
Rafmagn fór af í Úlfarsárdal í
Reykjavík á níunda tímanum. Sig-
öldulína 4 og Prestbakkalína 1, milli
Sigöldu og Hóla við Hornafjörð,
leysti út rétt upp úr klukkan átta.
Það olli rafmagnsleysi út frá Prest-
bakka í Vestur-Skaftafellssýslu,
m.a. á Kirkjubæjarklaustri. Eftir að
Prestbakkalína 1 var rofin var hægt
að spennusetja Sigöldulínu 4 frá
Sigöldu og var unnt að afhenda raf-
magn í Vestur-Skaftafellssýslu.
Kerskáli álvers Alcoa var tengdur
frá byggðalínunni til að minnka
áhættu vegna hugsanlegra truflana í
flutningskerfinu.
Díselvélar voru ræstar í Vík í
Mýrdal til að sjá íbúum þorpsins
fyrir rafmagni þar til viðgerð hefði
farið fram á Víkurlínu. Í fyrstu önn-
uðu díselvélarnar aðeins helmingi
íbúðarhúsa í Vík en RARIK tók raf-
magn af húsum sem ekki voru í
notkun til að tryggja rafmagn fyrir
íbúðarhúsin. Þá varð rafmagnslaust
í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Einnig
varð rafmagnslaust á Höfn í Horna-
firði og í nærsveitum um stund.
Rétt fyrir kl. 21.30 leysti
Vatnshamralína 1 út og fóru þá
Norður- og Austurland í eyjarekst-
ur. Vatnshamralína kom aftur inn
en svo varð rafmagnslaust á Austur-
landi kl. 22.15.
Breiðadalslína 1 var tekin úr
rekstri til að auka afhendingarör-
yggi rafmagns á norðanverðum
Vestfjörðum. Þeir fengu rafmagn
frá vararafstöð í Bolungarvík.
Mjólkárlína 1 var einnig tekin úr
rekstri til að auka afhendingarör-
yggi rafmagns á sunnanverðum
Vestfjörðum sem fengu rafmagn frá
Mjólkárvirkjun.
Viðgerðar- og viðbragðshópar frá
Landsneti voru í startholunum á
Geithálsi, Brennimel, Kolviðarhóli,
Sultartanga og víðar á Suðurlandi, í
Fljótsdal og víðar á Austurlandi og í
Varmahlíð í Skagafirði. Þá var
fylgst grannt með gangi mála í
stjórnstöð Landsnets í Reykjavík og
einnig var maður frá Landsneti í
upplýsingamiðstöð Almannavarna í
Skógarhlíð.
Rafmagnið datt
víða út og inn í
óveðrinu í gær
Mikill viðbúnaður hjá Landsneti
Ljósmynd/ÁÞJ
Stjórnstöð Landsnets Vel var
fylgst með ástandi raforkukerfisins.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mjög lítil umferð var á götum höf-
uðborgarsvæðisins í gærkvöldi.
Varðstjóri í umferðardeild lögregl-
unnar sagði að umferðin í gær-
kvöldi minnti á miðja nótt í miðri
viku, „sem betur fer“ bætti hann
við. Þá var farið að bæta í veðrið í
borginni og það orðið hálf-
ískyggilegt á köflum.
Lítil umferð var einnig á vegum
til og frá höfuðborginni undir kvöld
í gær eins og myndin ber með sér.
Enginn bíll var sjáanlegur hvorki á
leið til né frá borginni. Þó voru
sumar leiðir þá enn opnar.
Vegum út frá höfuðborginni var
síðan lokað vegna óveðursins, bæði
Reykjanesbraut, veginum austur
fyrir fjall og eins leiðinni upp á
Kjalarnes. gudni@mbl.is
Eins og um
miðja nótt
í miðri viku
Morgunblaðið/RAX
Óveður í aðsigi Mjög lítil umferð var í Reykjavík í gærkvöldi og enginn bíll á leið til eða frá borginni þegar myndin var tekin.
Sigurður Bogi Sævarsson
Anna Marsibil Clausen
„Hér er mikið hvassviðri. Austanátt-
in er óskaplega þung og það er ljóst
nú þegar að hér hafa orðið miklar
skemmdir. Staðan virðist verst hér
efst í bænum,“ sagði Elliði Vignis-
son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Óveðrið skall á Vestmannaeyjar
um klukkan 18.30 og vindhraði á
Stórhöfða mældist mestur 49 m/s
þótt staðan væri ögn skárri niðri í
bænum. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir
hættustigi í Vestmannaeyjum vegna
óveðursins í gærkvöldi. Þá var hús
við Smáragötu fokið, rúður í húsum
að brotna og rusl og brak fauk til og
frá. Einnig losnuðu þakplötur af
fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins.
Tugir tilkynninga höfðu borist lög-
reglu og björgunarsveitum.
Jóhann Georgsson, íbúi við
Smáragötu, segir hús nágranna síns
hafa hreinlega liðast í sundur og þak
þess lent á sinni lóð. „Þakið er hérna
á blettinum hjá mér. Það eru einir 10
björgunarsveitarmenn ofan á því til
að reyna að bjarga því, svo það haldi
ekki áfram eitthvað.“
Á Hvolsvelli var ofsarok í gær-
kvöldi og íbúar þar voru í tilkynn-
ingu hvattir til að halda sig hlémegin
í húsum sínum. „Hér hafa þakplötur
losnað, bílar fokið saman, fellihýsi
losnað og fleira,“ sagði Jón Her-
mannsson björgunarsveitarmaður á
Hvolsvelli.
Á ellefta tímanum stóð til að fara á
brynvörðum bíl austur undir Eyja-
fjöll vegna manns sem talinn var
vera í sjálfheldu en hann var aftur-
kallaður þegar í ljós kom að ekkert
amaði að manninum.
Hljóp með vasaljós
„Þessa stundina hefst ég við á kló-
settinu í kjallaranum og bíð þess sem
verða vill,“ sagði Þorsteinn Birgis-
son á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum
í samtali við Morgunblaðið seint í
gærkvöldi.
„Fyrst brotnaði ein rúða og þá
virðist sem undirþrýsingur hafi
myndast í húsinu því fjórar rúður
fóru strax á eftir. Þetta er alveg
hrikalegt. Ég skaust héðan úr kjall-
aranum og upp áðan til að kanna
stöðuna. Í rafmagnsleysinu hljóp ég
upp með vasaljós og sá að skemmd-
irnar voru miklar,“ segir Þorsteinn.
„Það er ofsaveður“
Það var á ellefta tímanum í gær-
kvöldi sem tilkynningar um fok-
skemmdir á höfuðborgarsvæðinu
fóru að berast til Neyðarlínu. Blaða-
gámar og skúrar losnuðu, skjólvegg-
ir gáfu sig og rúður brotnuðu. Þá
fuku gluggar upp og bátar við
Reykjavíkurhöfn losnuðu. Vindhraði
á Hólmsheiði, Norðlingaholti í
Reykjavík og á Völlunum í Hafnar-
firði var um 28 m/sek. „Það er ofsa-
veður samkvæmt skilgreiningu,“
sagði Elín Björk Jónsdóttir veður-
fræðingur.
Morgunblaðið/Eggert
Garðabær Björgunarlið og slökkviliðsmenn festu vegg, sem var farinn að riða til, við Sjálandsskóla.
Bátar losna, bílar
fjúka og hús í sundur
Bóndi undir Eyjafjöllum beið í kjallara í gluggalausum bæ