Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015
!"
!"
#!$$
%!
%
$!
%!"
##
$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!"
!"#
##$
%%
% $
!
%$
!$
$%
$
!"%#
!#
###!
%!%
% #%
%"%
# #
$!
! !$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Icelandair Group flutti í nóvember
tæplega 193 þúsund farþega í milli-
landaflugi, samkvæmt flutningatölum
sem félagið sendi til Kauphallar. Voru
farþegar 20% fleiri en í nóvember á síð-
asta ári. Sætanýting var 78,4%, sam-
anborið við 77,0% á sama tíma í fyrra,
og hefur hún aldrei verið hærri í nóv-
ember.
Farþegar í innanlandsflugi og Græn-
landsflugi voru um 22 þúsund í nóv-
ember og fjölgaði um 5% á milli ára.
Fraktflutningar jukust um 7% frá því á
síðasta ári. Framboð á hótelum félags-
ins jókst um 6% á milli ára í nóvember
og herbergjanýtingin var 70,6%.
20% fjölgun millilanda-
farþega hjá Icelandair
● Í gær hófst hlutafjárútboð Nýherja
en þar verða allt að 40 milljón nýir hlut-
ir á nafnverði boðnir til sölu. Það svarar
til 9,76% af heildarhlutafé fyrirtæk-
isins. Heildarvirði Nýherja í lok dags í
gær nam tæpum 6,3 milljörðum króna.
Fagfjárfestar geta skilað inn fleiri en
einu tilboði og útgefandi getur sam-
þykkt fleiri en eitt tilboð frá hverjum til-
boðsgjafa. Kvika annast útboðið og því
lýkur á föstudag í þessari viku.
Hlutafjárúboð Nýherja
fyrir fagfjárfesta hafið
STUTTAR FRÉTTIR ...
Við eigum hins vegar eftir að
ákveða hvernig þessu verður hátt-
að.“
Hefðu viljað fá hærra verð
Stork starfar einkum á sviði olíu-
og gasiðnaðar. Fyrirtækið hefur af
þeim sökum ekki farið varhluta af
þróun heimsmarkaðsverðs á því
sviði.
„Við hefðum gjarnan viljað fá
hærra verð fyrir þetta félag. Hins
vegar tekur endanlegt verð mið af
stöðunni á mörkuðum. Söluferlið er
langt og strangt. Það var okkar mat
og meðfjárfesta okkar að þetta
væri, þrátt fyrir allt, rétti tíminn til
að selja. Það fylgir því líka áhætta
að halda áfram í verkefni af þessu
tagi. Auk þess var það okkar mat að
það væri kominn tími til að huga að
öðrum verkefnum en þessu,“ segir
Örn.
Eyrir selur allan hlut sinn
í Stork eftir langt söluferli
AFP
Sala Peter Oosterveer, framkvæmdastjóri Fluor, og Arnold Steenbakker, forstjóri Stork, kynntu söluna í gær.
Hvað er Stork
» Leiðandi þjónustuaðili fyrir
fyrirtæki í olíu- og gasiðnaði,
efnaiðnaði og orkuiðnaði.
» Fyrirtækið starfar meðal annn-
ars í Norðursjó, á meginlandi Evr-
ópu, Ameríku, Afríku, Mið-
Austurlöndum og Ástralíu.
» Hjá Stork starfa um 15.000
manns og velta fyrirtækisins nam
1,5 milljörðum evra árið 2014.
Hluta fjármunanna varið til nýfjárfestinga Verðið markast af stöðu olíumarkaða
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Eyrir Invest hefur, ásamt meðfjár-
festum, selt alla hluti sína í Stork til
bandarísku iðnaðarsamsteypunnar
Fluor Corporation sem er í 136.
sæti á lista yfir stærstu fyrirtæki
heims. Kaupverðið nemur 695 millj-
ónum evra, sem jafngildir tæpum
98 milljörðum íslenskra króna. Eyr-
ir Invest á 17% hlut í fyrirtækinu í
gegnum dótturfélag sitt, London
Acquisition Luxco.
Örn Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Eyris Invest, segir söluna
marka lok verkefnis sem staðið hef-
ur frá árinu 2007 þegar fyrirtækið
keypti, ásamt öðrum, hollensku iðn-
aðarsamsteypuna Stork B.V. sem
meðal annars rak Fokker Technolo-
gies, Stork Technical Services og
Stork Food Systems. Kaup Marels
á því síðastnefnda voru megin-
ástæða fyrir aðkomu Eyris Invest
að verkefninu en Eyrir á tæplega
30% hlutafjár í Marel.
„Með þessu erum við að breyta
nokkuð stórri eign í okkar efna-
hagsreikningi úr því að vera bundin
í þessum tveimur félögum og yfir í
lausafé,“ segir Örn. Hann bendir á
að söluverðið þurfi að skoðast í ljósi
þess að það vísar til heildarvirðis
hlutarins.
„Þetta er heildarvirði félagsins
og Eyrir á 17% hlutdeild í því. Um-
talsverður partur kaupverðsins er
greiddur með yfirtöku eða upp-
greiðslu á skuldum þannig að það
er langur vegur frá að við séum að
fá 17% af 695 milljónum evra. Hið
sama á við um söluna á Fokker fyrr
á árinu. Núna þegar bæði félögin
hafa verið seld þá fer fram heildar-
uppgjör á þessu stóra verkefni og
þá verður hlutur okkar í því eigin fé
sem eftir stendur greiddur til okk-
ar. Við erum ekki komin með ná-
kvæma upphæð á það, en það eru
umtalsverðir fjármunir á okkar
mælikvarða,“ segir Örn.
Greiða upp
skuldir og fjárfesta
Aðspurður segir Örn að næsta
verkefni Eyris Invest sé að meta
hver næstu skref verði hjá félaginu.
„Við erum ekki búin að leggja
niður fyrir okkur í smáatriðum hvað
við gerum við þá fjármuni sem
þarna losnar um, en eðli málsins
samkvæmt þá verður eitthvað af
þeim nýtt til að greiða niður skuldir
og annað verður sett í ný verkefni.
Samkvæmt Salek-samkomulaginu
þyrfti atvinnuleysistryggingasjóður
að vera sjálfstæður og ekki hluti af
almennum rekstri ríkissjóðs, enda
er í samkomulaginu fjallað um
nauðsyn sameiginlegs skilnings á
milli stjórnvalda og aðila vinnu-
markaðarins um stöðu, stjórnun og
fjármögnun lykilstofnana vinnu-
markaðarins, og þar með atvinnu-
leysistryggingasjóðs. Um þetta er
fjallað í Hagsjá hagfræðideildar
Landsbankans.
Atvinnuleysistryggingasjóður
fellur nú undir A-hluta ríkissjóðs og
tekjur hans og gjöld eru þar með
hluti ríkisfjármálanna. Landsbank-
inn bendir á að í fjárlögum þessa
árs voru framlög til sjóðsins um 13
milljarðar króna en ætla má að um
10,8 milljarðar verði greiddir út í
atvinnuleysisbætur í ár. Í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs sé gert ráð
fyrir 13,9 milljarða króna framlagi
til sjóðsins en búast megi við að
minna muni fara í atvinnuleysisbæt-
ur. Í þjóðhagsspá hagfræðideildar
Landsbankans er því spáð að skráð
atvinnuleysi verði 2,9% á þessu ári,
2,8% á því næsta og 2,7% á árunum
2017 og 2018.
Landsbankinn bendir á að þótt
atvinnuleysi hafi minnkað hratt,
sýni tölur um vinnumarkaðinn síð-
ustu sex mánuðina að hægt hafi
verulega á minnkun atvinnuleysis.
Ljóst sé að þróun hagkerfisins muni
valda vaxandi eftirspurn eftir
vinnuafli á næstu árum og nú þegar
hafi henni verið mætt að einhverju
leyti með auknum innflutningi er-
lends vinnuafls. Líklegt sé að svo
muni verða áfram.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vinna Landsbankinn spáir því að
það hægi á minnkun atvinnuleysis.
Atvinnuleysistrygg-
ingar undan ríkinu
Landsbankinn
segir Salek kalla á
aukið sjálfstæði